Mikið gengið á hjá landsliðinu: Týndar töskur, lítill undirbúningur og smit hjá öðrum liðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 12:15 Benedikt á hliðarlínunni í leik gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni. Vísir/Bára Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik er nú statt í Grikklandi þar sem það leikur í undankeppni EM. Alþjóða körfuknattleikssambandið ákvað að smala löndum saman og spila í „búbblu“ svipað og gert var í NBA vegna kórónufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfara Íslands, í síðasta þætti af Domino´s Körfuboltakvöld. Segja má að mikið hafi gengið á hjá íslenska liðinu í Grikklandi en ásamt því að þurfa fara eftir ströngum sóttvarnarreglum þá týndust nokkrar töskur á leiðinni, þar á meðal hjá Benedikt. „Hún er bara þokkaleg, takk fyrir að spyrja,“ sagði Benedikt um stöðuna sér. „Ég og formaður höfum ekki fengið töskurnar okkar, svo maður er enn alls laus. Sem væri svo sem ekkert skelfilegt nema það er allt lokað hérna svo maður getur ekki keypt sér neitt til að klæðast í staðinn. Það er náttúrulega útgöngubann og allt lokað svo maður hoppar ekkert út í búð og kaupir sér aðrar buxur eða hvað sem er,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um töskuvesenið. „Ég er bara að fá lánuð föt frá öðrum hérna. Sjúkraþjálfarinn lánaði mér bol fyrir leikinn í gær og í dag er í fötum af Halldóri aðstoðarþjálfara. Þetta reddast einhvern veginn,“ sagði Benedikt og glotti. Smit greinst hjá öðrum liðum „Það hlýtur að vera mikil áskorun að fara í svona leiki og enginn leikmaður búinn að æfa að ráði og liðið ekki æft saman,“ spurði Kjartan. „Það er gríðarleg áskorun. Maður veit ekkert hverju maður getur reiknað með frá leikmönnum sem hafa ekki æft svona lengi. Þetta er mjög sérstakt, við erum búnar að taka ágætis æfingar hérna. Fyrstu tveir dagarnir fóru í að jafna sig eftir ferðalagið, rúmlega sólahrings ferðalag. Svo náðum við tveimur góðum á þriðjudaginn.“ „Það varð svo að veruleika það sem við óttuðumst. Það var pínu stress fyrir þetta, að þetta væri ekki upplagður tími til að ferðast og fara í einhvern svona glugga. Því var lofað að við yrðum í búbblu og þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo þegar fóru að koma upp smit í búbblunni þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Manni stendur ekki á sama, verð að viðurkenna það,“ sagði Benedikt um þá staðreynd að kórónuveiran hefði greinst í leikmannahópum og hjá starfsliðum hinna liðanna. „Þetta eru fjórir leikmenn sem eru smitaðir og það voru einhverjir leikmenn sem voru greindir rétt fyrir brottför hjá hinum þremur þjóðunum - Grikklandi, Búlgaríu og Slóveníu. Síðan greinast fjórir í búbblunni í fyrstu skimun sem var tekin fljótlega eftir að við komum. Þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Búbbla á að vera eitthvað sem er öruggt og á að halda þér frá umheiminum, það á ekki að vera hætta á smiti. Þegar smit eru komin inn á hótelið þá er manni hætt að standa á sama, maður hefur ekki þessa öryggistilfinningu lengur. Þá er betra að vera annarsstaðar en í búbblunni.“ „Það eru fjögur lið á hótelinu. Maður er að mæta þeim út um allt á hótelinu. Við bönnuðum okkar stelpum að taka lyftuna eftir að þessi smit komu upp. Það sem mér fannst verst og hef mestar áhyggjur af er að þegar smitin koma upp þá áttu þessi lið að halda þessi lið að halda sig inn á herbergi þangað til þau yrðu skimuð aftur en þau voru ekki öll að fara eftir því. Fannst þau ekki vera taka þetta nægilega alvarlega. Fór tími í það að við þurftum að vera kvarta yfir því að leikmenn væru út um allt á hótelinu þó það væru smit í þeirra herbúðum. Finnst ekki allar þjóðir vera að taka þessu nægilega alvarlega.“ Varðandi leikina „Við höfum engu að tapa hérna. Settum þetta í hendurnar á stelpunum, hver og ein þurfti að gera upp við sig hvort hún vildi halda þessu áfram og mæta í þessa leiki. Í framhaldinu höfum við hitt lækna og annað, höfum verið í sambandi við sóttvarnarsérfræðinga heima fyrir. Reyndum að taka eins upplýsa ákvörðun og hægt var [um að taka þátt eða ekki]. Á endanum var niðurstaðan að spila þessa leiki því við fengum fína staðfestingu á því að það eru mjög litlar sem engar líkur á að þú smitist í svona leik. Mesta hættan er á hótelinu, flugvöllum og annarsstaðar.“ „Höfum einblínt á leikina, reynt að gera eins vel og við getum. Reynt að spila eins vel og við getum. Erum að reyna hætta að hugsa um Covid og ætlum að standa okkur í leiknum gegn Búlgaríu,“ sagði Benedikt að lokum. Klippa: Mikið gengið á hjá íslenska landsliðinu Ísland mætir Búlgaríu í dag og hefst leikurinn klukkan 15.00. Körfubolti Íslenski handboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik er nú statt í Grikklandi þar sem það leikur í undankeppni EM. Alþjóða körfuknattleikssambandið ákvað að smala löndum saman og spila í „búbblu“ svipað og gert var í NBA vegna kórónufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfara Íslands, í síðasta þætti af Domino´s Körfuboltakvöld. Segja má að mikið hafi gengið á hjá íslenska liðinu í Grikklandi en ásamt því að þurfa fara eftir ströngum sóttvarnarreglum þá týndust nokkrar töskur á leiðinni, þar á meðal hjá Benedikt. „Hún er bara þokkaleg, takk fyrir að spyrja,“ sagði Benedikt um stöðuna sér. „Ég og formaður höfum ekki fengið töskurnar okkar, svo maður er enn alls laus. Sem væri svo sem ekkert skelfilegt nema það er allt lokað hérna svo maður getur ekki keypt sér neitt til að klæðast í staðinn. Það er náttúrulega útgöngubann og allt lokað svo maður hoppar ekkert út í búð og kaupir sér aðrar buxur eða hvað sem er,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um töskuvesenið. „Ég er bara að fá lánuð föt frá öðrum hérna. Sjúkraþjálfarinn lánaði mér bol fyrir leikinn í gær og í dag er í fötum af Halldóri aðstoðarþjálfara. Þetta reddast einhvern veginn,“ sagði Benedikt og glotti. Smit greinst hjá öðrum liðum „Það hlýtur að vera mikil áskorun að fara í svona leiki og enginn leikmaður búinn að æfa að ráði og liðið ekki æft saman,“ spurði Kjartan. „Það er gríðarleg áskorun. Maður veit ekkert hverju maður getur reiknað með frá leikmönnum sem hafa ekki æft svona lengi. Þetta er mjög sérstakt, við erum búnar að taka ágætis æfingar hérna. Fyrstu tveir dagarnir fóru í að jafna sig eftir ferðalagið, rúmlega sólahrings ferðalag. Svo náðum við tveimur góðum á þriðjudaginn.“ „Það varð svo að veruleika það sem við óttuðumst. Það var pínu stress fyrir þetta, að þetta væri ekki upplagður tími til að ferðast og fara í einhvern svona glugga. Því var lofað að við yrðum í búbblu og þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo þegar fóru að koma upp smit í búbblunni þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Manni stendur ekki á sama, verð að viðurkenna það,“ sagði Benedikt um þá staðreynd að kórónuveiran hefði greinst í leikmannahópum og hjá starfsliðum hinna liðanna. „Þetta eru fjórir leikmenn sem eru smitaðir og það voru einhverjir leikmenn sem voru greindir rétt fyrir brottför hjá hinum þremur þjóðunum - Grikklandi, Búlgaríu og Slóveníu. Síðan greinast fjórir í búbblunni í fyrstu skimun sem var tekin fljótlega eftir að við komum. Þá fór maður að hafa áhyggjur af þessu. Búbbla á að vera eitthvað sem er öruggt og á að halda þér frá umheiminum, það á ekki að vera hætta á smiti. Þegar smit eru komin inn á hótelið þá er manni hætt að standa á sama, maður hefur ekki þessa öryggistilfinningu lengur. Þá er betra að vera annarsstaðar en í búbblunni.“ „Það eru fjögur lið á hótelinu. Maður er að mæta þeim út um allt á hótelinu. Við bönnuðum okkar stelpum að taka lyftuna eftir að þessi smit komu upp. Það sem mér fannst verst og hef mestar áhyggjur af er að þegar smitin koma upp þá áttu þessi lið að halda þessi lið að halda sig inn á herbergi þangað til þau yrðu skimuð aftur en þau voru ekki öll að fara eftir því. Fannst þau ekki vera taka þetta nægilega alvarlega. Fór tími í það að við þurftum að vera kvarta yfir því að leikmenn væru út um allt á hótelinu þó það væru smit í þeirra herbúðum. Finnst ekki allar þjóðir vera að taka þessu nægilega alvarlega.“ Varðandi leikina „Við höfum engu að tapa hérna. Settum þetta í hendurnar á stelpunum, hver og ein þurfti að gera upp við sig hvort hún vildi halda þessu áfram og mæta í þessa leiki. Í framhaldinu höfum við hitt lækna og annað, höfum verið í sambandi við sóttvarnarsérfræðinga heima fyrir. Reyndum að taka eins upplýsa ákvörðun og hægt var [um að taka þátt eða ekki]. Á endanum var niðurstaðan að spila þessa leiki því við fengum fína staðfestingu á því að það eru mjög litlar sem engar líkur á að þú smitist í svona leik. Mesta hættan er á hótelinu, flugvöllum og annarsstaðar.“ „Höfum einblínt á leikina, reynt að gera eins vel og við getum. Reynt að spila eins vel og við getum. Erum að reyna hætta að hugsa um Covid og ætlum að standa okkur í leiknum gegn Búlgaríu,“ sagði Benedikt að lokum. Klippa: Mikið gengið á hjá íslenska landsliðinu Ísland mætir Búlgaríu í dag og hefst leikurinn klukkan 15.00.
Körfubolti Íslenski handboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira