„Fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2020 10:01 Ástrós Rut Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni Emmu Rut. Vísir/vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári en Ástrós segir það hafa verið erfitt skref að fara út í annað samband á sínum tíma. „Þetta var hrikalega erfitt skref og mér finnst bara ótrúlegt hvað hann var þolinmóður. Sem betur fer var þetta maður sem ég var búin að þekkja í mjög langan tíma, búin að þekkja hann í fimmtán ár og við höfum alltaf verið mjög góðir vinir og ég vissi alveg að ég treysti honum. Ég fann ekki beint fyrir skömm en ég fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd, bara já ok er hún bara komin með nýjan,“ segir Ástrós sem óttaðist að fólk myndi dæma hana og jafnvel hugsa að hún væri búin að gleyma Bjarka. „Ég var mjög hrædd um það en ég veit að þeir sem hugsa þannig, sem eru að sjálfsögðu mjög fáir, þeir hafa bara ekki hugmynd um hvernig lífið er og hvernig það getur verið. Þeir hafa ekki hugmynd um það hvernig sporin mín hafa verið. Ég ákvað að vera ekkert að spá í því hvað öðrum finnst. Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ segir Ástrós sem segir að Davíð Örn hafi alla tíð verið mjög þolinmóður við sig og einfaldlega gefið henni allan þann tíma sem hún þurfti. „Við byrjuðum bara sem vinir að spjalla og svo fór þetta að verða aðeins meira. Svo ef ég þurfti að bakka um tvö skref þá var það aldrei neitt mál og ég fékk að gera þetta bara algjörlega á mínum hraða. Hann var bara greinilega með ákveðið markmið í huga og ákvað að gefa sér tíma,“ segir Ástrós og hlær. Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér. Einkalífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári en Ástrós segir það hafa verið erfitt skref að fara út í annað samband á sínum tíma. „Þetta var hrikalega erfitt skref og mér finnst bara ótrúlegt hvað hann var þolinmóður. Sem betur fer var þetta maður sem ég var búin að þekkja í mjög langan tíma, búin að þekkja hann í fimmtán ár og við höfum alltaf verið mjög góðir vinir og ég vissi alveg að ég treysti honum. Ég fann ekki beint fyrir skömm en ég fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd, bara já ok er hún bara komin með nýjan,“ segir Ástrós sem óttaðist að fólk myndi dæma hana og jafnvel hugsa að hún væri búin að gleyma Bjarka. „Ég var mjög hrædd um það en ég veit að þeir sem hugsa þannig, sem eru að sjálfsögðu mjög fáir, þeir hafa bara ekki hugmynd um hvernig lífið er og hvernig það getur verið. Þeir hafa ekki hugmynd um það hvernig sporin mín hafa verið. Ég ákvað að vera ekkert að spá í því hvað öðrum finnst. Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ segir Ástrós sem segir að Davíð Örn hafi alla tíð verið mjög þolinmóður við sig og einfaldlega gefið henni allan þann tíma sem hún þurfti. „Við byrjuðum bara sem vinir að spjalla og svo fór þetta að verða aðeins meira. Svo ef ég þurfti að bakka um tvö skref þá var það aldrei neitt mál og ég fékk að gera þetta bara algjörlega á mínum hraða. Hann var bara greinilega með ákveðið markmið í huga og ákvað að gefa sér tíma,“ segir Ástrós og hlær. Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér.
Einkalífið Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Sjá meira