„Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2020 10:30 Halla Bergþóra tók við sem lögreglustjóri í maí á þessu ári. Hefði hún ekki orðið lögfræðingur væri hún hjúkrunarfræðingur og í raun langaði hana að verða ljósmóðir. Hún elskar dýr, sérstaklega kýr, fugla og hunda enda alin upp á sveitabæ. Sindri Sindrason hitti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Halla saknar enn Akureyrar þar sem hún var síðast lögreglustjóri en kann þó vel við sig á nýjum stað, Grafarholtinu í Reykjavík. Halla Tók við af Sigríði Björk Guðjónsdóttur í maí á þessu ári. Halla er fædd árið 1969 á Húsavík en flutti til borgarinnar 16 ára til að stunda nám við Menntaskólann við Sund. Þaðan lá leiðin í lögfræði og útskrifaðist hún með embættispróf frá Háskóla Íslands 1995. Eftir það flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún lauk LM gráðu í Evrópurétti í Stokkhólmsháskóla. Í dag býr hún ásamt eiginmanni, tveimur börnum og hundi í Grafarholtinu. En af hverju lögfræðin? „Í menntaskóla fór ég í svona valkúrs í lögfræði og það kveikti svona á áhuganum og síðar fór ég í lögfræðina,“ segir Halla en leið hennar lá í áttina að lögreglustarfinu eftir að hún varð fyrst afleysingalögreglukona á Húsavík. Hún segir að vinnustaðurinn sé ekki eins karlægur og hann var hér á árum áður. „Þetta er allt að koma og það eru að koma inn fleiri konur inn í lögregluna. Í dag eru enn fleiri karlmenn en þetta er allt í rétta átt,“ segir Halla en í dag eru karlmenn um sjötíu prósent lögreglumanna á Íslandi. Halla hefur fulla trú á því að hlutföllin jafnist enn meira í framtíðinni. „Á lögreglustöðinni hér í Grafarholtinu eru til að mynda fleiri konur en karlmenn,“ segir Halla en hún segir að lögreglufólk sé almenn sammála um að ekkert sé erfiðara í starfinu en að koma inn á heimili þar sem foreldrar séu að slást og hrædd grátandi börnin feli sig fyrir ástandinu á heimilinu. Upp til hópa gott fólk „Ég man þegar ég fór í fyrsta heimilisofbeldið mitt sem lögreglumaður. Það var bara um miðjan dag í miðri viku og mér fannst það skrýtið því ég hélt að svona gerðist bara á nóttinni þegar menn væru ölvaðir. Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu,“ segir Halla og bætir við að stundum hafi hún þurft að taka vinnuna með sér heim og átt í erfiðleikum með þær ömurlegur aðstæður sem hún upplifði í vinnunni. Halla Bergþóra segir lögreglustarfið vera mannlegt starf og að hún vilji þjóna fólki frekar en eitthvað annað. Hún er ekki smeyk við að gera mistök í starfi en er meðvituð um að fylgst sé vel með henni, jafnvel betur nú en áður. Hún segir að innan lögreglunnar sé upp til hópa gott fólk sem sé þarna af sömu ástæðu og hún. Oft verði þó umræðan um störf lögreglunnar óvægin og ósanngjörn segir hún. „Maður þarf líka að hugsa um það að umræðan í fjölmiðlum er af hinu góða og það er líka aðhald.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Lögreglan Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Hefði hún ekki orðið lögfræðingur væri hún hjúkrunarfræðingur og í raun langaði hana að verða ljósmóðir. Hún elskar dýr, sérstaklega kýr, fugla og hunda enda alin upp á sveitabæ. Sindri Sindrason hitti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Halla saknar enn Akureyrar þar sem hún var síðast lögreglustjóri en kann þó vel við sig á nýjum stað, Grafarholtinu í Reykjavík. Halla Tók við af Sigríði Björk Guðjónsdóttur í maí á þessu ári. Halla er fædd árið 1969 á Húsavík en flutti til borgarinnar 16 ára til að stunda nám við Menntaskólann við Sund. Þaðan lá leiðin í lögfræði og útskrifaðist hún með embættispróf frá Háskóla Íslands 1995. Eftir það flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún lauk LM gráðu í Evrópurétti í Stokkhólmsháskóla. Í dag býr hún ásamt eiginmanni, tveimur börnum og hundi í Grafarholtinu. En af hverju lögfræðin? „Í menntaskóla fór ég í svona valkúrs í lögfræði og það kveikti svona á áhuganum og síðar fór ég í lögfræðina,“ segir Halla en leið hennar lá í áttina að lögreglustarfinu eftir að hún varð fyrst afleysingalögreglukona á Húsavík. Hún segir að vinnustaðurinn sé ekki eins karlægur og hann var hér á árum áður. „Þetta er allt að koma og það eru að koma inn fleiri konur inn í lögregluna. Í dag eru enn fleiri karlmenn en þetta er allt í rétta átt,“ segir Halla en í dag eru karlmenn um sjötíu prósent lögreglumanna á Íslandi. Halla hefur fulla trú á því að hlutföllin jafnist enn meira í framtíðinni. „Á lögreglustöðinni hér í Grafarholtinu eru til að mynda fleiri konur en karlmenn,“ segir Halla en hún segir að lögreglufólk sé almenn sammála um að ekkert sé erfiðara í starfinu en að koma inn á heimili þar sem foreldrar séu að slást og hrædd grátandi börnin feli sig fyrir ástandinu á heimilinu. Upp til hópa gott fólk „Ég man þegar ég fór í fyrsta heimilisofbeldið mitt sem lögreglumaður. Það var bara um miðjan dag í miðri viku og mér fannst það skrýtið því ég hélt að svona gerðist bara á nóttinni þegar menn væru ölvaðir. Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu,“ segir Halla og bætir við að stundum hafi hún þurft að taka vinnuna með sér heim og átt í erfiðleikum með þær ömurlegur aðstæður sem hún upplifði í vinnunni. Halla Bergþóra segir lögreglustarfið vera mannlegt starf og að hún vilji þjóna fólki frekar en eitthvað annað. Hún er ekki smeyk við að gera mistök í starfi en er meðvituð um að fylgst sé vel með henni, jafnvel betur nú en áður. Hún segir að innan lögreglunnar sé upp til hópa gott fólk sem sé þarna af sömu ástæðu og hún. Oft verði þó umræðan um störf lögreglunnar óvægin og ósanngjörn segir hún. „Maður þarf líka að hugsa um það að umræðan í fjölmiðlum er af hinu góða og það er líka aðhald.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Lögreglan Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira