Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2020 07:41 Þóra Kristín Jónsdóttir er í íslenska hópnum sem er á Krít og þarf að mæta sterku liði Slóvena án þess að hafa getað æft síðustu vikur fyrir ferðina. vísir/bára Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. Þrátt fyrir mótmæli körfuknattleikssambands Íslands, vegna útbreiðslu veirunnar og vegna þess að æfingar voru ekki leyfðar á Íslandi, ákvað FIBA að halda því til streitu að leikið yrði í undankeppni EM í þessum mánuði. Nokkrir mótsstaðir voru valdir í stað þess að leikið væri í fleiri löndum, og þar áttu liðin að geta dvalið í svokallaðri „búblu“ þar sem sóttvarna væri gætt og liðin í fjarlægð frá öðru fólki. Það dugði þó ekki betur en svo að smit hafa nú greinst í búblunni. Um er að ræða tvo byrjunarliðsmenn Slóvena, þær Nika Baric og Tina Jakovina. Þær greindust með veiruna í reglubundinni skimun á þriðjudaginn. Körfuknattleikssamband Slóveníu vildi að þær færu í annað próf en samkvæmt ákvörðun grískra heilbrigðisyfirvalda verða þær í einangrun og missa af leikjunum við Ísland og svo Grikkland á laugardaginn. Erum mikið betra lið en Ísland Aðrir leikmenn og starfslið Slóveníu greindust með neikvæð sýni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við mbl.is í gær að engin smit hefðu komið upp hjá íslenska hópnum. Ísland missti þó út sinn besta leikmann í aðdraganda leikjanna, þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir hafði ekki jafnað sig af þumalbroti. Damir Grgic, þjálfari Slóvena, er hvergi banginn þrátt fyrir að missa tvo byrjunarliðsmenn: „Við höfum æft vel síðustu daga og ég er sannfærður um að við erum mikið betra lið en Ísland og að við munum sýna það á vellinum.“ Eftir leikinn við Slóveníu í dag mætir Ísland Búlgaríu á laugardaginn, áður en hópurinn heldur heim. Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn Búlgaríu á heimavelli og Grikklandi á útivelli, í nóvember í fyrra. Slóvenía hefur unnið báða leiki sína og er á toppi riðilsins, en efsta liðið kemst beint á EM og lið með bestan árangur í 2. sæti, í fimm riðlum af níu, komast þangað einnig. Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30 „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. Þrátt fyrir mótmæli körfuknattleikssambands Íslands, vegna útbreiðslu veirunnar og vegna þess að æfingar voru ekki leyfðar á Íslandi, ákvað FIBA að halda því til streitu að leikið yrði í undankeppni EM í þessum mánuði. Nokkrir mótsstaðir voru valdir í stað þess að leikið væri í fleiri löndum, og þar áttu liðin að geta dvalið í svokallaðri „búblu“ þar sem sóttvarna væri gætt og liðin í fjarlægð frá öðru fólki. Það dugði þó ekki betur en svo að smit hafa nú greinst í búblunni. Um er að ræða tvo byrjunarliðsmenn Slóvena, þær Nika Baric og Tina Jakovina. Þær greindust með veiruna í reglubundinni skimun á þriðjudaginn. Körfuknattleikssamband Slóveníu vildi að þær færu í annað próf en samkvæmt ákvörðun grískra heilbrigðisyfirvalda verða þær í einangrun og missa af leikjunum við Ísland og svo Grikkland á laugardaginn. Erum mikið betra lið en Ísland Aðrir leikmenn og starfslið Slóveníu greindust með neikvæð sýni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við mbl.is í gær að engin smit hefðu komið upp hjá íslenska hópnum. Ísland missti þó út sinn besta leikmann í aðdraganda leikjanna, þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir hafði ekki jafnað sig af þumalbroti. Damir Grgic, þjálfari Slóvena, er hvergi banginn þrátt fyrir að missa tvo byrjunarliðsmenn: „Við höfum æft vel síðustu daga og ég er sannfærður um að við erum mikið betra lið en Ísland og að við munum sýna það á vellinum.“ Eftir leikinn við Slóveníu í dag mætir Ísland Búlgaríu á laugardaginn, áður en hópurinn heldur heim. Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn Búlgaríu á heimavelli og Grikklandi á útivelli, í nóvember í fyrra. Slóvenía hefur unnið báða leiki sína og er á toppi riðilsins, en efsta liðið kemst beint á EM og lið með bestan árangur í 2. sæti, í fimm riðlum af níu, komast þangað einnig.
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30 „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30
„Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00