Nóg að Ungverjar hafi þrettán menn en fresta má fram í júní Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 11:03 Marco Rossi stýrir Ungverjum ekki annað kvöld. Getty/Srdjan Stevanovic Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands er áfram á dagskrá annað kvöld þrátt fyrir að aðalþjálfari og einn aðstoðarþjálfara Ungverja hafi greinst með kórónuveirusmit. Mikið þarf enn að ganga á til að leikurinn fari ekki fram á morgun. Samkvæmt reglum UEFA fara leikirnir í EM-umspilinu fram svo lengi sem að hvort lið getur teflt fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni. Ef að sóttvarnalög koma í veg fyrir að Ungverjar geti teflt fram að minnsta kosti 13 mönnum á morgun mun Íslandi þó ekki vera úrskurðaður sigur. UEFA áskilur sér rétt til þess að fresta leiknum, jafnvel fram í júní á næsta ári ef til þess kæmi en þá væru aðeins nokkrir dagar í að EM hæfist. Annar aðstoðarþjálfari stýrir liðinu Ungverska knattspyrnusambandið greindi frá því í dag að þjálfarinn Marco Rossi væri með veiruna. Hans nánasti aðstoðarmaður, Giovanni Costantino, greindist með veiruna í síðustu viku. Aðrir í þjálfarateymi Ungverja og allir í leikmannahópnum greindust með neikvæð sýni í síðustu skimun. Rossi og Costantino eru því í einangrun og verða ekki á hliðarlínunni annað kvöld, en ekki er vitað til þess að fleiri úr ungverska hópnum hafi verið settir í sóttkví. Ungverski miðillinn Nemzeti Sport telur að aðstoðarþjálfarinn Cosimo Inguscio stýri Ungverjum á morgun. Hann hefur stýrt liðinu í tveimur leikjum sem báðir unnust. Það var í 2-0 sigri gegn Eistlandi í nóvember 2018 og í 1-0 sigri á Wales í júní í fyrra. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01 Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Sjá meira
Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands er áfram á dagskrá annað kvöld þrátt fyrir að aðalþjálfari og einn aðstoðarþjálfara Ungverja hafi greinst með kórónuveirusmit. Mikið þarf enn að ganga á til að leikurinn fari ekki fram á morgun. Samkvæmt reglum UEFA fara leikirnir í EM-umspilinu fram svo lengi sem að hvort lið getur teflt fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni. Ef að sóttvarnalög koma í veg fyrir að Ungverjar geti teflt fram að minnsta kosti 13 mönnum á morgun mun Íslandi þó ekki vera úrskurðaður sigur. UEFA áskilur sér rétt til þess að fresta leiknum, jafnvel fram í júní á næsta ári ef til þess kæmi en þá væru aðeins nokkrir dagar í að EM hæfist. Annar aðstoðarþjálfari stýrir liðinu Ungverska knattspyrnusambandið greindi frá því í dag að þjálfarinn Marco Rossi væri með veiruna. Hans nánasti aðstoðarmaður, Giovanni Costantino, greindist með veiruna í síðustu viku. Aðrir í þjálfarateymi Ungverja og allir í leikmannahópnum greindust með neikvæð sýni í síðustu skimun. Rossi og Costantino eru því í einangrun og verða ekki á hliðarlínunni annað kvöld, en ekki er vitað til þess að fleiri úr ungverska hópnum hafi verið settir í sóttkví. Ungverski miðillinn Nemzeti Sport telur að aðstoðarþjálfarinn Cosimo Inguscio stýri Ungverjum á morgun. Hann hefur stýrt liðinu í tveimur leikjum sem báðir unnust. Það var í 2-0 sigri gegn Eistlandi í nóvember 2018 og í 1-0 sigri á Wales í júní í fyrra. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01 Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Sjá meira
Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01
Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19