Aron Einar: Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 14:30 Aron Einar Gunnarsson býr sig undir það að leiða íslenska landsliðið inn á völlinn. Getty/Oliver Hardt Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en hreinn úrslitaleikur á móti Ungverjalandi mun ráða því hvort Ísland komist á þriðja stórmótið í röð. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur trú á því að mikil reynsla innan íslenska hópsins eigi eftir að skila miklu í leiknum í Búdapest annað kvöld. Aron Einar ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum. Henry Birgir spurði Aron Einar af því hvort að það væri þægilegra fyrir íslensku strákana að Ungverjar mættu ekki vera með áhorfendur á leiknum. „Bæði og. Ég var farinn að hlakka til að spila fyrir framan áhorfendur aftur og upplifa þann hluta. Við tókum samt eftir því á EM að stuðningsmenn þeirra eru harðir. Það eru læti í þeim og við þekkjum það bara sjálfir hvernig stemmningin á Laugardalsvellinum drífur okkur áfram. Vonandi er þetta því bara jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir voru væntanlega að hugsa út í það að þeirra áhorfendur gætu drifið þá áfram sem tólfti maður. Þetta er því vonandi bara gott fyrir okkur. Við erum líka vanir því að spila ekki fyrir framan neinn og það er vissulega gott að það heyrist vel í mönnum. Við getum þá stjórnað og verið skipulagðir,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið spilar tvo þjóðadeildarleiki eftir leikinn við Ungverja og það eru uppi heilmiklar vangaveltur um hvar þeir verða spilaðir eftir að Englendingar eru búnir að banna fólki frá Danmörku að koma inn í landið nema að það fara í tveggja vikna sóttkví. „Við getum ekki pælt í neinu öðru. Það eru vissir hlutir sem við lesum en við getum ekki verið að spá í því. Við treystum KSÍ, UEFA og öllum þeim sem eru inn í þessum hlutum að þetta sé allt gert rétt. Leikmennirnir fá bara að einblína á þennan leik. Ungverjaleikurinn er mikilvægasti leikurinn í þessum glugga og allur fókusinn hefur farið á hann. Svo tökum við bara stöðuna eftir þann leik þegar við erum búnir að tryggja okkur á EM,“ sagði Aron Einar. Svona úrslitaleikir eins og sá á móti Ungverjum er ástæða fyrir því af hverju menn spila fótbolta. Aron Einar er sammála því. „Það er tilhlökkun og maður fær fiðrildi í magann. Það er spenna og það er partur af því. Ef maður fengi það ekki þá væri maður á röngum stað. Auðvitað er skemmtilegt þegar það er mikið undir og þá er bara spurning um það hver gerir fæstu mistökin. Við þurfum að nýta okkur reynsluna úr þeim leikjum sem við höfum spilað hingað til. Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar. Við þurfum að nýta okkur þá reynslu og spila okkar leik,“ sagði Aron Einar „Ef við spilum okkar leik og erum samþéttir, samstilltir og stjórnum tempóinu í leiknum þá vinnum við þennan leik,“ sagði Aron Einar en það má finna viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar um reynsluna innan íslenska hópsins EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en hreinn úrslitaleikur á móti Ungverjalandi mun ráða því hvort Ísland komist á þriðja stórmótið í röð. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur trú á því að mikil reynsla innan íslenska hópsins eigi eftir að skila miklu í leiknum í Búdapest annað kvöld. Aron Einar ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum. Henry Birgir spurði Aron Einar af því hvort að það væri þægilegra fyrir íslensku strákana að Ungverjar mættu ekki vera með áhorfendur á leiknum. „Bæði og. Ég var farinn að hlakka til að spila fyrir framan áhorfendur aftur og upplifa þann hluta. Við tókum samt eftir því á EM að stuðningsmenn þeirra eru harðir. Það eru læti í þeim og við þekkjum það bara sjálfir hvernig stemmningin á Laugardalsvellinum drífur okkur áfram. Vonandi er þetta því bara jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir voru væntanlega að hugsa út í það að þeirra áhorfendur gætu drifið þá áfram sem tólfti maður. Þetta er því vonandi bara gott fyrir okkur. Við erum líka vanir því að spila ekki fyrir framan neinn og það er vissulega gott að það heyrist vel í mönnum. Við getum þá stjórnað og verið skipulagðir,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið spilar tvo þjóðadeildarleiki eftir leikinn við Ungverja og það eru uppi heilmiklar vangaveltur um hvar þeir verða spilaðir eftir að Englendingar eru búnir að banna fólki frá Danmörku að koma inn í landið nema að það fara í tveggja vikna sóttkví. „Við getum ekki pælt í neinu öðru. Það eru vissir hlutir sem við lesum en við getum ekki verið að spá í því. Við treystum KSÍ, UEFA og öllum þeim sem eru inn í þessum hlutum að þetta sé allt gert rétt. Leikmennirnir fá bara að einblína á þennan leik. Ungverjaleikurinn er mikilvægasti leikurinn í þessum glugga og allur fókusinn hefur farið á hann. Svo tökum við bara stöðuna eftir þann leik þegar við erum búnir að tryggja okkur á EM,“ sagði Aron Einar. Svona úrslitaleikir eins og sá á móti Ungverjum er ástæða fyrir því af hverju menn spila fótbolta. Aron Einar er sammála því. „Það er tilhlökkun og maður fær fiðrildi í magann. Það er spenna og það er partur af því. Ef maður fengi það ekki þá væri maður á röngum stað. Auðvitað er skemmtilegt þegar það er mikið undir og þá er bara spurning um það hver gerir fæstu mistökin. Við þurfum að nýta okkur reynsluna úr þeim leikjum sem við höfum spilað hingað til. Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar. Við þurfum að nýta okkur þá reynslu og spila okkar leik,“ sagði Aron Einar „Ef við spilum okkar leik og erum samþéttir, samstilltir og stjórnum tempóinu í leiknum þá vinnum við þennan leik,“ sagði Aron Einar en það má finna viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar um reynsluna innan íslenska hópsins
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira