Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 11:31 Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er öllum hnútum kunnugur í Katar. vísir/hulda margrét Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. Framundan eru þrír leikir á einni viku hjá landsliðum Evrópu. Þetta eru síðustu leikirnir sem telja inn á næsta heimslista FIFA. Sá listi ræður því í hvaða styrkleikaflokkum lið verða þegar dregið verður til undankeppni HM í Katar þann 7. desember næstkomandi. Ísland er í 22. sæti Evrópuþjóða á heimslistanum, og verður að óbreyttu í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni HM. Löndin í sætum 11-20 verða í 2. styrkleikaflokki og þangað vilja okkar menn komast. Barátta við Slóvakíu og Írland Ísland er rétt fyrir neðan Slóvakíu og Írland og á því möguleika á að komast upp í 2. styrkleikaflokk, með góðum úrslitum gegn Ungverjalandi og svo gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Ísland hækkaði sig upp um 4 stig með því að vinna Rúmeníu en tapa fyrir Danmörku og Belgíu í síðasta mánuði, og er með 1.461 stig. Slóvakía er með 1.466 og Írland 1.467. Staða Evrópuþjóða á heimslistanum. Ísland er með 1.461 stig og gæti mögulega komist upp í 20. sæti, og þar með í 2. styrkleikaflokk fyrir HM-dráttinn.uefa.com Leikurinn við Ungverjaland hefur mest vægi, þar sem að sá leikur er í undankeppni stórmóts. Sigur í venjulegum leiktíma myndi skila Íslandi um 12 stigum, og sigur í vítaspyrnukeppni myndi skila tæplega 6 stigum. Ísland þyrfti væntanlega einnig að ná hagstæðum úrslitum gegn Danmörku og Englandi, til að komast upp fyrir Slóvakíu og Írland, og treysta á að þeim gangi ekki nægilega vel í sínum leikjum. Sigur gegn Ungverjalandi og Danmörku, en tap gegn Englandi, myndi gróft áætlað til að mynda skila Íslandi um 17 stigum og kæmi liðinu í álitlega stöðu. Danmörk er að sama skapi í baráttu um að halda sér í hópi tíu efstu þjóða heimslistans, svo liðið verði í efsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn. Eins og fyrr segir verður dregið í undanriðla fyrir HM 7. desember. Undankeppnin fer svo öll fram á næsta ári en þrír leikdagar eru í mars, þrír í september, tveir í október og tveir í nóvember. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar en liðin í 2. sæti fara í umspil. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. 11. nóvember 2020 09:30 Hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Ungverjum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, segist vera með góða tilfinningu fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi. Hann ræddi við Henry Birgi í dag. 10. nóvember 2020 23:01 Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16 Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. Framundan eru þrír leikir á einni viku hjá landsliðum Evrópu. Þetta eru síðustu leikirnir sem telja inn á næsta heimslista FIFA. Sá listi ræður því í hvaða styrkleikaflokkum lið verða þegar dregið verður til undankeppni HM í Katar þann 7. desember næstkomandi. Ísland er í 22. sæti Evrópuþjóða á heimslistanum, og verður að óbreyttu í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni HM. Löndin í sætum 11-20 verða í 2. styrkleikaflokki og þangað vilja okkar menn komast. Barátta við Slóvakíu og Írland Ísland er rétt fyrir neðan Slóvakíu og Írland og á því möguleika á að komast upp í 2. styrkleikaflokk, með góðum úrslitum gegn Ungverjalandi og svo gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Ísland hækkaði sig upp um 4 stig með því að vinna Rúmeníu en tapa fyrir Danmörku og Belgíu í síðasta mánuði, og er með 1.461 stig. Slóvakía er með 1.466 og Írland 1.467. Staða Evrópuþjóða á heimslistanum. Ísland er með 1.461 stig og gæti mögulega komist upp í 20. sæti, og þar með í 2. styrkleikaflokk fyrir HM-dráttinn.uefa.com Leikurinn við Ungverjaland hefur mest vægi, þar sem að sá leikur er í undankeppni stórmóts. Sigur í venjulegum leiktíma myndi skila Íslandi um 12 stigum, og sigur í vítaspyrnukeppni myndi skila tæplega 6 stigum. Ísland þyrfti væntanlega einnig að ná hagstæðum úrslitum gegn Danmörku og Englandi, til að komast upp fyrir Slóvakíu og Írland, og treysta á að þeim gangi ekki nægilega vel í sínum leikjum. Sigur gegn Ungverjalandi og Danmörku, en tap gegn Englandi, myndi gróft áætlað til að mynda skila Íslandi um 17 stigum og kæmi liðinu í álitlega stöðu. Danmörk er að sama skapi í baráttu um að halda sér í hópi tíu efstu þjóða heimslistans, svo liðið verði í efsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn. Eins og fyrr segir verður dregið í undanriðla fyrir HM 7. desember. Undankeppnin fer svo öll fram á næsta ári en þrír leikdagar eru í mars, þrír í september, tveir í október og tveir í nóvember. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar en liðin í 2. sæti fara í umspil. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. 11. nóvember 2020 09:30 Hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Ungverjum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, segist vera með góða tilfinningu fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi. Hann ræddi við Henry Birgi í dag. 10. nóvember 2020 23:01 Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16 Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. 11. nóvember 2020 09:30
Hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Ungverjum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, segist vera með góða tilfinningu fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi. Hann ræddi við Henry Birgi í dag. 10. nóvember 2020 23:01
Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16
Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43