Deschamps: Pogba getur ekki verið ánægður hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 10:00 Paul Pogba hefur bara verið fimm sinnum í byrjunarliði Manchester United á leiktíðinni. EPA-EFE/Oli Scarff Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, tjáði sig um stöðu Paul Pogba hjá Manchester United á blaðamannafundi í gær en franska liðið er nú að undirbúa sig fyrir komandi landsleiki. Paul Pogba hefur oftar en ekki þurft að byrja á varamannabekknum í leikjum Manchester United liðsins í vetur og svo var einnig á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Pogba hefur spilað ellefu leiki með United á leiktíðinni en aðeins byrjað fimm þeirra. Pogba kom ekki inn á völlinn fyrr en á 82. mínútu í 3-1 sigri á Everton á Goodison Park um helgina en Manchester United þurfti nauðsynlega á þeim sigri að halda. Átta mínútur er vandræðalega lítið fyrir leikmann eins og Pogba sem oftar en ekki hefur þótt tilheyra hópi bestu miðjumanna heims. "He is in a situation with his club where he cannot be happy."France manager Didier Deschamps is concerned about Paul Pogba's career at Man Utd https://t.co/RBvEr5fuHZ pic.twitter.com/YXpGFtnt6I— BBC Sport (@BBCSport) November 10, 2020 Hann er fastamaður hjá franska landsliðinu og landsliðsþjálfarinn ræddi sinn mann við fjölmiðla í gær. „Hann er í aðstöðu hjá félaginu sínu þar sem hann getur ekki verið ánægður, hvorki með spilatíma eða hvar hann er að spila á vellinum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. „Hann er ekki í sínu besta formi, hefur verið óheppinn með meiðsli og fékk síðan kórónuveiruna sem tók mjög á hann. Hann þarf að finna taktinn sinn,“ sagði Deschamps. „Ég hef ekki áhyggjur af honum. Þegar leikmanni líður illa hjá félaginu sínu þá er hann vanalega mjög ánægður með að spila fyrir landsliðið sitt. Hann segir mér frá tilfinningum sínum og ég þekki hann mjög vel. Þetta mun fara í jákvæða átt,“ sagði Deschamps. Manchester United borgaði Juventus 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. United nýtti sér klásúlu í samningnum hans og framlengdi hann til ársins 2022. Þá verður hann 29 ára gamall. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, tjáði sig um stöðu Paul Pogba hjá Manchester United á blaðamannafundi í gær en franska liðið er nú að undirbúa sig fyrir komandi landsleiki. Paul Pogba hefur oftar en ekki þurft að byrja á varamannabekknum í leikjum Manchester United liðsins í vetur og svo var einnig á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Pogba hefur spilað ellefu leiki með United á leiktíðinni en aðeins byrjað fimm þeirra. Pogba kom ekki inn á völlinn fyrr en á 82. mínútu í 3-1 sigri á Everton á Goodison Park um helgina en Manchester United þurfti nauðsynlega á þeim sigri að halda. Átta mínútur er vandræðalega lítið fyrir leikmann eins og Pogba sem oftar en ekki hefur þótt tilheyra hópi bestu miðjumanna heims. "He is in a situation with his club where he cannot be happy."France manager Didier Deschamps is concerned about Paul Pogba's career at Man Utd https://t.co/RBvEr5fuHZ pic.twitter.com/YXpGFtnt6I— BBC Sport (@BBCSport) November 10, 2020 Hann er fastamaður hjá franska landsliðinu og landsliðsþjálfarinn ræddi sinn mann við fjölmiðla í gær. „Hann er í aðstöðu hjá félaginu sínu þar sem hann getur ekki verið ánægður, hvorki með spilatíma eða hvar hann er að spila á vellinum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. „Hann er ekki í sínu besta formi, hefur verið óheppinn með meiðsli og fékk síðan kórónuveiruna sem tók mjög á hann. Hann þarf að finna taktinn sinn,“ sagði Deschamps. „Ég hef ekki áhyggjur af honum. Þegar leikmanni líður illa hjá félaginu sínu þá er hann vanalega mjög ánægður með að spila fyrir landsliðið sitt. Hann segir mér frá tilfinningum sínum og ég þekki hann mjög vel. Þetta mun fara í jákvæða átt,“ sagði Deschamps. Manchester United borgaði Juventus 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. United nýtti sér klásúlu í samningnum hans og framlengdi hann til ársins 2022. Þá verður hann 29 ára gamall.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira