Gunnar lofaði flúri Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 11:30 Gunnar og Ásgeir Trausti þegar þeir unnu saman að laginu. Í dag kemur út nýtt lag með Gunnar the fifth sem er sólo verkefni Gunnars Valdimarssonar húðflúrlistamanns og málara. Lagið er gert í samvinnu við Ásgeir Trausta. „Ég er búinn að þekkja Ásgeir alveg síðan ég flúraði hann þegar hann var fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Hann kom inn á stofuna þar sem ég var að vinna og mér fannst ég kannast eitthvað svakalega við röddina í honum þegar hann talaði. Ég hafði fengið plötuna hans í jólagjöf,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Svo vind ég mér upp að honum og þá kemur upp úr krafsinu að ég hafði sagt nei við hann þegar hann hafði sent mér fyrirspurn um húðflúr. Við gerðum með okkur samning þar á staðnum að ég skyldi flúra hann og í staðinn myndi hann spila í eins árs brúðkaupsafmælinu mínu. Þannig kynntumst við. Svo höfum við verið í reglulegum samskiptum síðan og ég hef flúrað hann allt of oft. Svo þegar ég byrjaði á sóló tónlistarverkefninu mínu þá hjálpaði hann.“ Gunnar talar um hvernig lagið varð til og hvernig óvenjulegar kringumstæður geta skapað eitthvað öðruvísi. „Við vorum búnir að mæla okkur mót í Hljóðrita, sem er hljóðverið sem hann notast alla jafna við. Svo þegar ég kem þá hefur öllu rafmagni slegið út og allt stopp. Þegar rafmagnið var aftur komið á þá var eitthvað vesen að fá allt í gang aftur. Við enduðum að sitja við píanóið og spiluðum til skiptis. Ég tók upp eitt riff sem Ásgeir hafði verið að fikta með. Svo fór ég heim og setti við þann takt og samdi texta. Úr varð þetta fína lag. Við erum báðir mjög ánægðir með það. Það er talsvert öðruvísi.“ Lagið hefur talsvert dimman undirtón og um það segir Gunnar. „Ég endaði á að nota upprunalegu síma upptökuna af Ásgeiri í byrjuninni. Það er náttúrulega ekki besta sándið en gaf þessu svona ákveðið dimman tón. Textinn fjallar svo um talsvert dimma tíma í mínu lífi þannig að þetta passar allt saman.“ Gunnar var gestur í Einkalífinu fyrr á þessu ári og má horfa viðtalið við hann hér að neðan. Tónlist Húðflúr Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Í dag kemur út nýtt lag með Gunnar the fifth sem er sólo verkefni Gunnars Valdimarssonar húðflúrlistamanns og málara. Lagið er gert í samvinnu við Ásgeir Trausta. „Ég er búinn að þekkja Ásgeir alveg síðan ég flúraði hann þegar hann var fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Hann kom inn á stofuna þar sem ég var að vinna og mér fannst ég kannast eitthvað svakalega við röddina í honum þegar hann talaði. Ég hafði fengið plötuna hans í jólagjöf,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Svo vind ég mér upp að honum og þá kemur upp úr krafsinu að ég hafði sagt nei við hann þegar hann hafði sent mér fyrirspurn um húðflúr. Við gerðum með okkur samning þar á staðnum að ég skyldi flúra hann og í staðinn myndi hann spila í eins árs brúðkaupsafmælinu mínu. Þannig kynntumst við. Svo höfum við verið í reglulegum samskiptum síðan og ég hef flúrað hann allt of oft. Svo þegar ég byrjaði á sóló tónlistarverkefninu mínu þá hjálpaði hann.“ Gunnar talar um hvernig lagið varð til og hvernig óvenjulegar kringumstæður geta skapað eitthvað öðruvísi. „Við vorum búnir að mæla okkur mót í Hljóðrita, sem er hljóðverið sem hann notast alla jafna við. Svo þegar ég kem þá hefur öllu rafmagni slegið út og allt stopp. Þegar rafmagnið var aftur komið á þá var eitthvað vesen að fá allt í gang aftur. Við enduðum að sitja við píanóið og spiluðum til skiptis. Ég tók upp eitt riff sem Ásgeir hafði verið að fikta með. Svo fór ég heim og setti við þann takt og samdi texta. Úr varð þetta fína lag. Við erum báðir mjög ánægðir með það. Það er talsvert öðruvísi.“ Lagið hefur talsvert dimman undirtón og um það segir Gunnar. „Ég endaði á að nota upprunalegu síma upptökuna af Ásgeiri í byrjuninni. Það er náttúrulega ekki besta sándið en gaf þessu svona ákveðið dimman tón. Textinn fjallar svo um talsvert dimma tíma í mínu lífi þannig að þetta passar allt saman.“ Gunnar var gestur í Einkalífinu fyrr á þessu ári og má horfa viðtalið við hann hér að neðan.
Tónlist Húðflúr Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira