Toyota var með flestar nýskráningar í október Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. nóvember 2020 07:00 Toyota RAV4 var mest nýskráða Toyota undirtegundin í október. Samtals voru 124 Toyota bifreiðar nýskráðar í október. Þar af voru flestar bifreiðarnar af Rav4 gerð, eða 45. Nýst flestar nýskráningar voru hjá Suzuki, eða 98. Þar var SX4 hlutskarpasta undirtegundin. Kia var í þriðja sæti með 79 nýskráningar, Hyundai með 70 í fjórða og Volkswagen í fimmta með 67. Samtals voru nýskráð 962 ný ökutæki í október. Þar af voru 740 fólksbifreiðar, 92 sendibifreiðar og eftirvagnar í flokki II 44. Tesla sem var með 313 nýskráningar í september var með 13 nýskráningar í október. Árið hefur verið afar sveiflukennt hjá Tesla og ráðast sveiflurnar af sendingum sem umboðið fær. Rafbílar hafa þann kost að menga ekki og auðvelt er að tengja þá beint í rafmagn.mynd/getty Orkugjafar Flestir nýskráðra fólksbíla voru hreinir bensínbílar eða 213, rafbílar voru næstflestir, 151 og bensín tengil-tvinn bílar voru 143. Hreinir dísil bílar voru 120 og bensín-tvinn bílar voru 97. Bílar sem ganga fyrir vistvænni kostum, rafmagni að einhverju leyti eða öllu auk vetnis voru 407 í október. Hinir hefðbundnu jarðefnaeldsneytis orkugjafar voru hins vegar samtals 333 (hreinir bensín og dísil bílar). Þróun nýskráninga Nýskráningum fækkar á milli mánaða. Í september voru 1443 ökutæki nýskráð í september en í október voru þau 962. Þeim fækkar því um þriðjung, 33,3%. Vistvænir bílar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent
Samtals voru 124 Toyota bifreiðar nýskráðar í október. Þar af voru flestar bifreiðarnar af Rav4 gerð, eða 45. Nýst flestar nýskráningar voru hjá Suzuki, eða 98. Þar var SX4 hlutskarpasta undirtegundin. Kia var í þriðja sæti með 79 nýskráningar, Hyundai með 70 í fjórða og Volkswagen í fimmta með 67. Samtals voru nýskráð 962 ný ökutæki í október. Þar af voru 740 fólksbifreiðar, 92 sendibifreiðar og eftirvagnar í flokki II 44. Tesla sem var með 313 nýskráningar í september var með 13 nýskráningar í október. Árið hefur verið afar sveiflukennt hjá Tesla og ráðast sveiflurnar af sendingum sem umboðið fær. Rafbílar hafa þann kost að menga ekki og auðvelt er að tengja þá beint í rafmagn.mynd/getty Orkugjafar Flestir nýskráðra fólksbíla voru hreinir bensínbílar eða 213, rafbílar voru næstflestir, 151 og bensín tengil-tvinn bílar voru 143. Hreinir dísil bílar voru 120 og bensín-tvinn bílar voru 97. Bílar sem ganga fyrir vistvænni kostum, rafmagni að einhverju leyti eða öllu auk vetnis voru 407 í október. Hinir hefðbundnu jarðefnaeldsneytis orkugjafar voru hins vegar samtals 333 (hreinir bensín og dísil bílar). Þróun nýskráninga Nýskráningum fækkar á milli mánaða. Í september voru 1443 ökutæki nýskráð í september en í október voru þau 962. Þeim fækkar því um þriðjung, 33,3%.
Vistvænir bílar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent