Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 21:46 Íslendingar í borginni segja stöðuna átakanlega. Aðsendar/EPA Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Innanríkisráðherra landsins segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Ekki er ljóst hversu margir eru látnir en lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt andlát. Þá eru fleiri særðir eftir árásirnar. Íslendingur í borginni segir aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Almenningssamgöngum hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig innandyra að mestu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ segir háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. „En ég veit ekkert mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Ég ætla bara að halda mig innanhúss og er smá skelkuð. Þetta er rosalega óþægilegt.“ Var á lestarstöðinni fyrr í kvöd Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, segist líka hafa orðið vör við sírenulæti. „Ég og kærasti minn erum örugg heima, við búum sem betur fer ekki alveg í miðbænum. Við heyrum mjög reglulega í sírenum þjóta framhjá. Okkur hefur verið ráðlagt að halda okkur heima og alls ekki vera úti á götu og það er það sem við ætlum að gera,“ segir Marta í skriflegu svari til Vísis. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð (Schwedenplatz) fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í 3 ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætir hún við. Lögregla greindi frá því í kvöld að einn árásarmaður hefði verið felldur af lögreglu. Þá væri að minnsta kosti einn látinn og nokkrir slasaðir, þar af einn lögreglumaður. CONFIRMED at the moment:*08:00 pm: several shots fired, beginning at Seitenstettengasse *several suspects armed with rifles*six different shooting locations* one deceaced person, several injured (1 officer included)*1 suspect shot and killed by police officers #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020 Austurríki Íslendingar erlendis Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Innanríkisráðherra landsins segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Ekki er ljóst hversu margir eru látnir en lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt andlát. Þá eru fleiri særðir eftir árásirnar. Íslendingur í borginni segir aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Almenningssamgöngum hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig innandyra að mestu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ segir háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. „En ég veit ekkert mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Ég ætla bara að halda mig innanhúss og er smá skelkuð. Þetta er rosalega óþægilegt.“ Var á lestarstöðinni fyrr í kvöd Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, segist líka hafa orðið vör við sírenulæti. „Ég og kærasti minn erum örugg heima, við búum sem betur fer ekki alveg í miðbænum. Við heyrum mjög reglulega í sírenum þjóta framhjá. Okkur hefur verið ráðlagt að halda okkur heima og alls ekki vera úti á götu og það er það sem við ætlum að gera,“ segir Marta í skriflegu svari til Vísis. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð (Schwedenplatz) fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í 3 ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætir hún við. Lögregla greindi frá því í kvöld að einn árásarmaður hefði verið felldur af lögreglu. Þá væri að minnsta kosti einn látinn og nokkrir slasaðir, þar af einn lögreglumaður. CONFIRMED at the moment:*08:00 pm: several shots fired, beginning at Seitenstettengasse *several suspects armed with rifles*six different shooting locations* one deceaced person, several injured (1 officer included)*1 suspect shot and killed by police officers #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020
Austurríki Íslendingar erlendis Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07