„Markaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu og ég er ekki að tala um gæðin“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 07:01 Bjarni Guðjónsson er aðstoðarþjálfari KR. vísir/bára Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður, hrífst ekki af íslenska leikmannamarkaðnum og segir hann einhvern lélegasta markað í Evrópu. Bjarni ræddi um leikmannamarkaðinn á Íslandi og margt fleira í viðtali við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þar ræddu þeir m.a. um að Evrópupeningurinn væri mikilvægur fyrir KR en þeir misstu af Evrópusæti eftir að Íslandsmótin voru blásin af fyrir helgi. „Ég tala nú ekki um í árferðinu eins og þetta er núna. Þessi Evrópupeningur telur mikla meira núna heldur en peningurinn fyrir þremur árum,“ sagði Bjarni. Hann reiknaði þó með að KR mæti með sterkt lið til leiks á næsta ári. „Ég held samt að stefna KR sé alltaf sú að vera með lið á næsta ári sem ætlar að keppa um titil og titla. Við þurfum þá að finna lausnir á því en svo er það er líka hitt; leikmannamarkaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu.“ „Nú er ég ekki að tala um gæðin á honum heldur hreyfingarnar á honum. Það eru engir leikmenn á lausu. Þú getur sagt það við sjálfan þig að þú ætlir að stækka hópinn eða breyta hópnum en svo þarftu að finna leikmennina.“ „Það er líka verkefni. Þetta snýst ekki bara um peninga. Þú þarft líka að fá þá leikmenn sem þú telur að séu nægilega góðir til þess að styrkja svona hóp eins og við erum með. Það er vandasamt verkefni. Þó að þú værir með fullt af peningum og vildir hafa meiri samkeppni þá væri það enn mjög vandasamt.“ Nokkrir öflugir leikmenn KR eru með lausa samninga. Þar á meðal Kristinn Jónsson og Finnur Orri Margeirsson en Bjarni segir að það sé verið að vinna í þeim málum. „Ég held að það sé allt á fullri ferð. Það átti að klára tímabilið áður en það yrði gengið frá því en ég geri ráð fyrir að það verði farið í þau mál á fleygiferð núna og vonandi klárast þau öll.“ Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður, hrífst ekki af íslenska leikmannamarkaðnum og segir hann einhvern lélegasta markað í Evrópu. Bjarni ræddi um leikmannamarkaðinn á Íslandi og margt fleira í viðtali við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þar ræddu þeir m.a. um að Evrópupeningurinn væri mikilvægur fyrir KR en þeir misstu af Evrópusæti eftir að Íslandsmótin voru blásin af fyrir helgi. „Ég tala nú ekki um í árferðinu eins og þetta er núna. Þessi Evrópupeningur telur mikla meira núna heldur en peningurinn fyrir þremur árum,“ sagði Bjarni. Hann reiknaði þó með að KR mæti með sterkt lið til leiks á næsta ári. „Ég held samt að stefna KR sé alltaf sú að vera með lið á næsta ári sem ætlar að keppa um titil og titla. Við þurfum þá að finna lausnir á því en svo er það er líka hitt; leikmannamarkaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu.“ „Nú er ég ekki að tala um gæðin á honum heldur hreyfingarnar á honum. Það eru engir leikmenn á lausu. Þú getur sagt það við sjálfan þig að þú ætlir að stækka hópinn eða breyta hópnum en svo þarftu að finna leikmennina.“ „Það er líka verkefni. Þetta snýst ekki bara um peninga. Þú þarft líka að fá þá leikmenn sem þú telur að séu nægilega góðir til þess að styrkja svona hóp eins og við erum með. Það er vandasamt verkefni. Þó að þú værir með fullt af peningum og vildir hafa meiri samkeppni þá væri það enn mjög vandasamt.“ Nokkrir öflugir leikmenn KR eru með lausa samninga. Þar á meðal Kristinn Jónsson og Finnur Orri Margeirsson en Bjarni segir að það sé verið að vinna í þeim málum. „Ég held að það sé allt á fullri ferð. Það átti að klára tímabilið áður en það yrði gengið frá því en ég geri ráð fyrir að það verði farið í þau mál á fleygiferð núna og vonandi klárast þau öll.“
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira