Gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2020 15:31 Ole Gunnar Solskjær ásamt sonum sínum, Noah og Elijah, eftir æfingaleik Manchester United og Kristiansund í fyrra. Noah Solskjær kom inn á fyrir Kristiansund gegn liði föðursins. getty/Trond Tandberg Þótt strákarnir hans Ole Gunnars Solskjær í Manchester United hafi tapað fyrir Arsenal, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni var gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna. Elsti sonur Solskjærs, Noah, lék nefnilega sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann kom inn á sem varamaður þegar Kristiansund tapaði fyrir toppliði Bodø/Glimt, 2-3, á heimavelli. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp sigurmark liðsins. Noah kom inn á undir lokin og var næstum því búinn að leggja upp mark á þeim stutta tíma sem hann var inni á vellinum. Noah hefur verið hjá Kristiansund síðan 2014. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins þegar Kristiansund mætti United í æfingaleik síðasta sumar. Lið föður hans hafði betur, 0-1, með marki Juans Mata. Ole Gunnar er frá Kristiansund og hóf ferilinn með Clausenengen þar í borg. Kristiansund BK, felagið sem Noah leikur með, varð til við samruna Kristiansund FK og Clausenengen 2003. Kristiansund er í 6. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Noah fæddist 8. júní 2000 og er því tvítugur að aldri. Hann er elsta barn Ole Gunnars og Silje Solskjær. Hann á yngri bróður, Elijah, og systur, Karna, sem er í unglingaliði United. Noah er örvfættur miðjumaður sem þykir búa yfir góðri tækni og lesa leikinn vel. Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01 „Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31 Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31 Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Þótt strákarnir hans Ole Gunnars Solskjær í Manchester United hafi tapað fyrir Arsenal, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni var gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna. Elsti sonur Solskjærs, Noah, lék nefnilega sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann kom inn á sem varamaður þegar Kristiansund tapaði fyrir toppliði Bodø/Glimt, 2-3, á heimavelli. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp sigurmark liðsins. Noah kom inn á undir lokin og var næstum því búinn að leggja upp mark á þeim stutta tíma sem hann var inni á vellinum. Noah hefur verið hjá Kristiansund síðan 2014. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins þegar Kristiansund mætti United í æfingaleik síðasta sumar. Lið föður hans hafði betur, 0-1, með marki Juans Mata. Ole Gunnar er frá Kristiansund og hóf ferilinn með Clausenengen þar í borg. Kristiansund BK, felagið sem Noah leikur með, varð til við samruna Kristiansund FK og Clausenengen 2003. Kristiansund er í 6. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Noah fæddist 8. júní 2000 og er því tvítugur að aldri. Hann er elsta barn Ole Gunnars og Silje Solskjær. Hann á yngri bróður, Elijah, og systur, Karna, sem er í unglingaliði United. Noah er örvfættur miðjumaður sem þykir búa yfir góðri tækni og lesa leikinn vel.
Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01 „Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31 Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31 Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01
„Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31
Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31
Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30