Tilraunir með kælibúnað í fiskibátum í Síerra Leóne Heimsljós 2. nóvember 2020 11:51 Smábátaútgerð í Síerra Leone. gunnisal Fyrirtækið Ocean Excellence ehf. hefur fengið tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að gera tilraunir með kælibúnað um borð í fiskibátum í Síerra Leóne. Kæling er lykilatriði til að viðhalda hámarksgæðum í allri virðiskeðjunni, allt frá því fiskur er dregin úr sjó þar til hann kemur á borð neytandans. Í flestum þróunarríkjum misferst eða skemmist stór hluti af afla strandveiði manna vegna skorts á kælingu og þar af leiðandi tapast mikil verðmæti. Verkefni Ocean Excellence ehf. hefur það markmið að ráða bót á þessum vanda í allri virðiskeðjunni en í verkefnið í upphafi beinist að fyrsta stigi hennar, kælingunni um borð í bátum og við löndun. Að sögn Þórs Sigfússonar stjórnarformanns Ocean Excellence ehf. er um að ræða sólardrifna varmadælu til kælingar á saltvatni sem hægt er að koma fyrir í einföldu plastkari. „Búnaðurinn er meðal annars ætlaður til að notkunar þar sem aðstæður eða veikir innviðir koma í veg fyrir að kæling fisks á hefðbundinn hátt sé möguleg. Það til dæmis við um Síerra Leone en tæknin bætir bæði nýtingu og verðmæti fiskafurða,“ segir hann og bætir við að verkefnið sé unnið í samstarfi við Alþjóðabankann og fiskiverkefni bankans í Vestur-Afríku. Búnaðinum er hægt að koma fyrir í einföldu fiskikari. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á ýmsan hátt, meðal annars hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum með því að draga úr kolefnisfótspori, betri umgengni við náttúruauðlindir, nýsköpun, baráttu gegn hungri og fátækt, og eflingu jafnréttis. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmiðin er sjóður á vegum utanríkisráðuneytisins sem hefur það hlutverk að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í þróunarsamvinnu með það fyrir augum að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 7. desember. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Síerra Leóne Tækni Fiskur Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent
Fyrirtækið Ocean Excellence ehf. hefur fengið tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að gera tilraunir með kælibúnað um borð í fiskibátum í Síerra Leóne. Kæling er lykilatriði til að viðhalda hámarksgæðum í allri virðiskeðjunni, allt frá því fiskur er dregin úr sjó þar til hann kemur á borð neytandans. Í flestum þróunarríkjum misferst eða skemmist stór hluti af afla strandveiði manna vegna skorts á kælingu og þar af leiðandi tapast mikil verðmæti. Verkefni Ocean Excellence ehf. hefur það markmið að ráða bót á þessum vanda í allri virðiskeðjunni en í verkefnið í upphafi beinist að fyrsta stigi hennar, kælingunni um borð í bátum og við löndun. Að sögn Þórs Sigfússonar stjórnarformanns Ocean Excellence ehf. er um að ræða sólardrifna varmadælu til kælingar á saltvatni sem hægt er að koma fyrir í einföldu plastkari. „Búnaðurinn er meðal annars ætlaður til að notkunar þar sem aðstæður eða veikir innviðir koma í veg fyrir að kæling fisks á hefðbundinn hátt sé möguleg. Það til dæmis við um Síerra Leone en tæknin bætir bæði nýtingu og verðmæti fiskafurða,“ segir hann og bætir við að verkefnið sé unnið í samstarfi við Alþjóðabankann og fiskiverkefni bankans í Vestur-Afríku. Búnaðinum er hægt að koma fyrir í einföldu fiskikari. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á ýmsan hátt, meðal annars hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum með því að draga úr kolefnisfótspori, betri umgengni við náttúruauðlindir, nýsköpun, baráttu gegn hungri og fátækt, og eflingu jafnréttis. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmiðin er sjóður á vegum utanríkisráðuneytisins sem hefur það hlutverk að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í þróunarsamvinnu með það fyrir augum að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 7. desember. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Síerra Leóne Tækni Fiskur Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent