Fyrirliða ÍBV sagt að hann sé ekki í framtíðarplönum liðsins Ísak Hallmundarson skrifar 31. október 2020 11:30 Víðir í leik með ÍBV í Pepsi Max deildinni í fyrra. vísir/daníel Víðir Þorvarðarson, einn reynslumesti leikmaður ÍBV, fékk þau skilaboð í gær að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá liðinu. Víðir var með fyrirliðabandið hjá ÍBV í sumar og átti eitt ár eftir af samningi hjá liðinu. ÍBV ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningnum. „Áfram ÍBV! Alltaf allstaðar Frá blautu barnsbeini hef ég verið stuðningsmaður ÍBV og lét mig dreyma um að spila fyrir félagið. Ég naut þess að spila í yngri flokkum félagsins uns ég fluttist til Garðabæjar til að fara í framhaldsskóla. Þar spilaði ég fyrir Stjörnuna en fann að það var ekki það sama og að spila fyrir uppeldisfélagið. Á þeim tíma lenti faðir minn í slysi og þegar í ljós kom hve alvarlegt það var ákvað ég að flytja heim því ég taldi að hann yrði að sjá mig spila á Hásteinsvelli í ÍBV treyjunni. Það tókst og það gekk meira að segja helvíti vel. Hann sá mig spila og skora mörk fyrir félagið sem hann unni svo heitt,“ skrifar Víðir í stuðningsmannahóp ÍBV á Facebook. „Því miður náði hann ekki að sjá mig leiða liðið sem fyrirliði því það var ein af mínum stoltustu stundum. Eftir fráfall hans fluttist ég aftur uppá land til að hefja nám á háskólastigi. Það var erfitt að slíta sig frá bandalaginu svo ég kom aftur til eyja og fórnaði námi og atvinnu fyrir félagið. Þegar liðið féll var ég staðráðinn í að gera allt til að koma liðinu aftur á þann stað sem það á heima. Eftir vonbrigða sumar sem var að líða hvarlaði ekki að mér að breyta því markmiði.“ „Í dag var ég hins vegar kallaður á fund þar sem mér var tjáð að ákveðið hefur verið að segja upp samningi mínum þar sem stjórnarmenn og þjálfarar telja sig ekki hafa not fyrir krafta mína. Þessar fréttir komu mér á óvart og voru mér þyngri en tárum taki,“ segir Víðir svekktur með ákvörðunina og ætlar hann ekki að spila fótbolta á meðan ÍBV vill ekki nýta krafta hans. „Ég mun því vera partur af upprisu félagsins sem stuðningsmaður en ekki leikmaður. Þetta þýðir að skórnir eru farnir upp í hillu því eins og staðan er vil ég ekki spila fyrir annað félag en ÍBV. Vona ég þó einn daginn að fá tækifæri til að stíga aftur inn á Hásteinsvöll í hvítri ÍBV treyju og berjast fyrir bandalagið mitt sem ég elska svo heitt. Ljóst er að það gerist ekki á meðan sitjandi stjórn og þjálfarar eru við völdin. Takk fyrir mig stuðningsmenn. Hlakka til að slást í hópinn með ykkur, Ykkar leikjahæsti leikmaður síðustu 10 ára. Víðir Þorvarðarson,“ skrifaði Víðir til stuðningsmanna Eyjaliðsins. ÍBV Lengjudeildin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Víðir Þorvarðarson, einn reynslumesti leikmaður ÍBV, fékk þau skilaboð í gær að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá liðinu. Víðir var með fyrirliðabandið hjá ÍBV í sumar og átti eitt ár eftir af samningi hjá liðinu. ÍBV ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningnum. „Áfram ÍBV! Alltaf allstaðar Frá blautu barnsbeini hef ég verið stuðningsmaður ÍBV og lét mig dreyma um að spila fyrir félagið. Ég naut þess að spila í yngri flokkum félagsins uns ég fluttist til Garðabæjar til að fara í framhaldsskóla. Þar spilaði ég fyrir Stjörnuna en fann að það var ekki það sama og að spila fyrir uppeldisfélagið. Á þeim tíma lenti faðir minn í slysi og þegar í ljós kom hve alvarlegt það var ákvað ég að flytja heim því ég taldi að hann yrði að sjá mig spila á Hásteinsvelli í ÍBV treyjunni. Það tókst og það gekk meira að segja helvíti vel. Hann sá mig spila og skora mörk fyrir félagið sem hann unni svo heitt,“ skrifar Víðir í stuðningsmannahóp ÍBV á Facebook. „Því miður náði hann ekki að sjá mig leiða liðið sem fyrirliði því það var ein af mínum stoltustu stundum. Eftir fráfall hans fluttist ég aftur uppá land til að hefja nám á háskólastigi. Það var erfitt að slíta sig frá bandalaginu svo ég kom aftur til eyja og fórnaði námi og atvinnu fyrir félagið. Þegar liðið féll var ég staðráðinn í að gera allt til að koma liðinu aftur á þann stað sem það á heima. Eftir vonbrigða sumar sem var að líða hvarlaði ekki að mér að breyta því markmiði.“ „Í dag var ég hins vegar kallaður á fund þar sem mér var tjáð að ákveðið hefur verið að segja upp samningi mínum þar sem stjórnarmenn og þjálfarar telja sig ekki hafa not fyrir krafta mína. Þessar fréttir komu mér á óvart og voru mér þyngri en tárum taki,“ segir Víðir svekktur með ákvörðunina og ætlar hann ekki að spila fótbolta á meðan ÍBV vill ekki nýta krafta hans. „Ég mun því vera partur af upprisu félagsins sem stuðningsmaður en ekki leikmaður. Þetta þýðir að skórnir eru farnir upp í hillu því eins og staðan er vil ég ekki spila fyrir annað félag en ÍBV. Vona ég þó einn daginn að fá tækifæri til að stíga aftur inn á Hásteinsvöll í hvítri ÍBV treyju og berjast fyrir bandalagið mitt sem ég elska svo heitt. Ljóst er að það gerist ekki á meðan sitjandi stjórn og þjálfarar eru við völdin. Takk fyrir mig stuðningsmenn. Hlakka til að slást í hópinn með ykkur, Ykkar leikjahæsti leikmaður síðustu 10 ára. Víðir Þorvarðarson,“ skrifaði Víðir til stuðningsmanna Eyjaliðsins.
ÍBV Lengjudeildin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira