„Erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2020 10:00 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir mætir aftur á skjáinn í byrjun næsta árs í þáttunum Leitin að upprunanum. vísir/vilhelm Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. „Ég hef oft sagt að það sé erfiðara fyrir viðmælendur en mig en ég get játað að þetta rífur oft í,“ segir Sigrún um þættina Leitin að upprunanum sem hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum síðustu ár og hefur Sigrún fengið tvenn Edduverðlaun fyrir þættina og einnig blaðamannaverðlaun. „Þetta er mjög stressandi og mikið langhlaup og mikil fjarvera frá heimili. Þetta er einhver tilfinningasúpa, þótt að maður standi bara á hliðarlínunni. Bara að verða vitni að þessum endurfundum. Mér hefur fundist erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar. Auðvitað eru börn gefin af alls konar ástæðum en mér finnst það sárasta tilhugsunin því maður setur sig í þessi spor, svona óhjákvæmilega, og líka ég held að það sé allt annað að gefa barn og vita hvað varð af því, vita að það hefur það gott, en að vera bara í myrkrinu hvað það varðar held ég að sé bara ógeðslegt.“ Stóð varla upprétt, hún grét svo mikið Hún segir að það sé fallegt að verða vitni af þessum endurfundum en oft erfitt þegar börnin fara síðan aftur frá þeim og heim til Íslands. „Það eru oft takmarkaðir möguleikar að hafa aftur samband, bæði takmarkaður aðgangur að neti og tungumálið er allt annað. Ég man að einu sinni úti í Sri Lanka var ein sem stóð varla upprétt, hún grét svo mikið og ég hélt henni svona hálfpartinn upp. Þetta rífur í,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum sjálf brostið í grát þegar verið sé að taka upp þættina. Í janúar er stefnt á það að byrja með nýja þáttaröð af Leitinni að upprunanum á Stöð 2. Þá mun Sigrún ræða við fólk sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í þáttunum og fær að sjá hvernig samskiptin ganga við blóðforeldra þeirra. Einnig hafa Íslendingar farið sjálfir í leit að uppruna sínum og fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá innsýn inn á þá leit og mun Sigrún einnig ræða við það fólk. Nú eru allir alltaf með símann á lofti og því er til nóg af efni. Einkalífið Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. „Ég hef oft sagt að það sé erfiðara fyrir viðmælendur en mig en ég get játað að þetta rífur oft í,“ segir Sigrún um þættina Leitin að upprunanum sem hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum síðustu ár og hefur Sigrún fengið tvenn Edduverðlaun fyrir þættina og einnig blaðamannaverðlaun. „Þetta er mjög stressandi og mikið langhlaup og mikil fjarvera frá heimili. Þetta er einhver tilfinningasúpa, þótt að maður standi bara á hliðarlínunni. Bara að verða vitni að þessum endurfundum. Mér hefur fundist erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar. Auðvitað eru börn gefin af alls konar ástæðum en mér finnst það sárasta tilhugsunin því maður setur sig í þessi spor, svona óhjákvæmilega, og líka ég held að það sé allt annað að gefa barn og vita hvað varð af því, vita að það hefur það gott, en að vera bara í myrkrinu hvað það varðar held ég að sé bara ógeðslegt.“ Stóð varla upprétt, hún grét svo mikið Hún segir að það sé fallegt að verða vitni af þessum endurfundum en oft erfitt þegar börnin fara síðan aftur frá þeim og heim til Íslands. „Það eru oft takmarkaðir möguleikar að hafa aftur samband, bæði takmarkaður aðgangur að neti og tungumálið er allt annað. Ég man að einu sinni úti í Sri Lanka var ein sem stóð varla upprétt, hún grét svo mikið og ég hélt henni svona hálfpartinn upp. Þetta rífur í,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum sjálf brostið í grát þegar verið sé að taka upp þættina. Í janúar er stefnt á það að byrja með nýja þáttaröð af Leitinni að upprunanum á Stöð 2. Þá mun Sigrún ræða við fólk sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í þáttunum og fær að sjá hvernig samskiptin ganga við blóðforeldra þeirra. Einnig hafa Íslendingar farið sjálfir í leit að uppruna sínum og fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá innsýn inn á þá leit og mun Sigrún einnig ræða við það fólk. Nú eru allir alltaf með símann á lofti og því er til nóg af efni.
Einkalífið Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30
Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32