Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 08:01 Marcus Rashford fagnar hér einu af þremur mörkum sínum sinn fyrir Manchester United í gærkvöldi með Bruno Fernandes. AP/Dave Thompson Það hefur verið í nóg að snúast í baráttunni utan vallar hjá Manchester United manninum Marcus Rashford en hann sýndi líka hæfileika sína innan vallar í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Marcus Rashford skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Manchester United í gærkvöldi þegar hann skoraði þrjú mörk á móti þýska liðinu RB Leipzig í 5-0 sigri á Old Trafford. Rashford kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins en þá var staðan 1-0 fyrir United eftir mark frá Mason Greenwood í fyrri hálfleik. Rashford kom Manchester United í 2-0 á 74. mínútu og bætti síðan við mörkum á 78.mínútu og svo á annarri mínútu í uppbótatíma þegar hann innsiglaði þrennuna sína. Marcus Rashford: Substituted on in the 63rd-minute. Score a hat-trick Pick up the man of the matchIt was a night to remember for the Man Utd striker against RB Leipzig. https://t.co/bV59FCvbbL #bbcfootball pic.twitter.com/Km2TZ9r9vU— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Þessi afmælisvika varð því enn glæsilegri fyrir þennan 22 ára strák sem verður 23 ára á laugardaginn kemur. Rashford hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós fyrir baráttu sína fyrir ókeypis mat fyrir fátæk skólabörn en stjórnvöld hafa ekki tekið vel í þær hugmyndir hans. Rashford fær hins vegar mikinn stuðning úr samfélaginu og náði að safna milljón undirskriftum í vikunni. Það eru ekki allir sem geta haldið einbeitingu á tveimur stöðum í einu en Marcus Rashford hefur tekist það. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði honum líka fyrir það. „Marcus hefur sýnt okkur það að hann getur haldið einbeitingu á það sem er mikilvægt bæði innan sem utan vallar. Hann gerði mjög vel þegar hann kom inn af bekknum í dag,“ sagði Ole Gunnar. Marcus Rashford var líka ánægður með uppskeru sína eins og sjást á Twitter síðu hans eftir leikinn. Þar skrifaði hann: „3 mörk. 16 mínútur. 1030000 undirskriftir. Get ekki hætt að brosa. Ég hef beðið lengi eftir þessu en vildi bara að stuðningsmennirnir hefði fengið að upplifa þetta með mér.“ 3 goals1 6 minutes1 0 3 0 0 0 0 signaturesCan t stop smiling, I ve waited a long time for that. Just wish the fans were in to experience it with me https://t.co/FvvpO6JYWX#ENDCHILDFOODPOVERTY pic.twitter.com/QJGJxSzTlj— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) October 28, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Það hefur verið í nóg að snúast í baráttunni utan vallar hjá Manchester United manninum Marcus Rashford en hann sýndi líka hæfileika sína innan vallar í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Marcus Rashford skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Manchester United í gærkvöldi þegar hann skoraði þrjú mörk á móti þýska liðinu RB Leipzig í 5-0 sigri á Old Trafford. Rashford kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins en þá var staðan 1-0 fyrir United eftir mark frá Mason Greenwood í fyrri hálfleik. Rashford kom Manchester United í 2-0 á 74. mínútu og bætti síðan við mörkum á 78.mínútu og svo á annarri mínútu í uppbótatíma þegar hann innsiglaði þrennuna sína. Marcus Rashford: Substituted on in the 63rd-minute. Score a hat-trick Pick up the man of the matchIt was a night to remember for the Man Utd striker against RB Leipzig. https://t.co/bV59FCvbbL #bbcfootball pic.twitter.com/Km2TZ9r9vU— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Þessi afmælisvika varð því enn glæsilegri fyrir þennan 22 ára strák sem verður 23 ára á laugardaginn kemur. Rashford hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós fyrir baráttu sína fyrir ókeypis mat fyrir fátæk skólabörn en stjórnvöld hafa ekki tekið vel í þær hugmyndir hans. Rashford fær hins vegar mikinn stuðning úr samfélaginu og náði að safna milljón undirskriftum í vikunni. Það eru ekki allir sem geta haldið einbeitingu á tveimur stöðum í einu en Marcus Rashford hefur tekist það. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði honum líka fyrir það. „Marcus hefur sýnt okkur það að hann getur haldið einbeitingu á það sem er mikilvægt bæði innan sem utan vallar. Hann gerði mjög vel þegar hann kom inn af bekknum í dag,“ sagði Ole Gunnar. Marcus Rashford var líka ánægður með uppskeru sína eins og sjást á Twitter síðu hans eftir leikinn. Þar skrifaði hann: „3 mörk. 16 mínútur. 1030000 undirskriftir. Get ekki hætt að brosa. Ég hef beðið lengi eftir þessu en vildi bara að stuðningsmennirnir hefði fengið að upplifa þetta með mér.“ 3 goals1 6 minutes1 0 3 0 0 0 0 signaturesCan t stop smiling, I ve waited a long time for that. Just wish the fans were in to experience it with me https://t.co/FvvpO6JYWX#ENDCHILDFOODPOVERTY pic.twitter.com/QJGJxSzTlj— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) October 28, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira