Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2020 11:30 Sigrún Ósk fer um víðan völl í þættinum og opnar sig um samband hennar við föður sinn. Vísir/vilhelm Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á hennar ferli sem fjölmiðlakona hefur hún margoft rætt við Íslendinga sem hafa gengið í gegnum gríðarleg áföll en Sigrún hefur sjálf þurft að takast á við hluti í lífinu, rétt eins og flestir þurfa á einhverjum tímapunkti að gera. „Ég held að fæstir nái því að verða fertugir án þess að upplifa einhver áföll og ég er þar engin undantekning,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Maður hefur þurft að sjá á eftir fólki sem manni þótti mjög vænt um og þurft að kveðja fólk. Ég man þegar ég var krakki þá missti maður vini í bílslysum. Það kenndi manni, eins ömurleg lexía og það er, að tíminn er takmarkaður og allt það.“ En þegar kemur að hlutum sem hafa mótað Sigrúnu sem manneskju þá svarar hún: „Þá er alkóhólismi föður míns efst á blaði og það hefur svona litað allt mitt líf frá því að ég var barn fram á fullorðins ár. Það er með það eins og annað að allir erfileikar kenna manni líka. Hlutir eins og dómharka, ég dæmi fólk bara sjaldnast. Maður er bara barn þegar maður uppgötvar það að besta fólk gerir hluti sem eru ekki til fyrirmyndar.“ Klippa: Einkalífið - Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Sigrún segist hafa verið meðvirk sem barn og alltaf reynt að vera eins stillt og hún gat. „Það er ekki langt síðan að ég fattaði hvað þetta hafði mikil áhrif á mann af því að það eru margir sem alast upp við eitthvað miklu verra. Pabbi hefur aldrei verið vondur við mig, aldrei nokkur tímann eins veikur og hann er. Ég á mömmu sem er skotheld. Ég man þegar ég fór í gegnum öll unglingsárin að ég var bara pirruð þegar ég heyrði fólk tala um alkóhólisma sem sjúkdóm því mér fannst það bara móðgun við fólk með krabbamein. Ég var síðan orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að þetta er ekki eitthvað sem nokkur maður velur sér. Ömurðin er bara þannig og fólk er kannski búið að leggja botnlaust á sig í að koma sér á betri stað en endar alltaf í sama farinu. Þá getur þetta ekki verið annað en einhver veiki.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði. Einkalífið Fíkn Fjölmiðlar Tengdar fréttir MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 25. október 2020 10:00 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á hennar ferli sem fjölmiðlakona hefur hún margoft rætt við Íslendinga sem hafa gengið í gegnum gríðarleg áföll en Sigrún hefur sjálf þurft að takast á við hluti í lífinu, rétt eins og flestir þurfa á einhverjum tímapunkti að gera. „Ég held að fæstir nái því að verða fertugir án þess að upplifa einhver áföll og ég er þar engin undantekning,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Maður hefur þurft að sjá á eftir fólki sem manni þótti mjög vænt um og þurft að kveðja fólk. Ég man þegar ég var krakki þá missti maður vini í bílslysum. Það kenndi manni, eins ömurleg lexía og það er, að tíminn er takmarkaður og allt það.“ En þegar kemur að hlutum sem hafa mótað Sigrúnu sem manneskju þá svarar hún: „Þá er alkóhólismi föður míns efst á blaði og það hefur svona litað allt mitt líf frá því að ég var barn fram á fullorðins ár. Það er með það eins og annað að allir erfileikar kenna manni líka. Hlutir eins og dómharka, ég dæmi fólk bara sjaldnast. Maður er bara barn þegar maður uppgötvar það að besta fólk gerir hluti sem eru ekki til fyrirmyndar.“ Klippa: Einkalífið - Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Sigrún segist hafa verið meðvirk sem barn og alltaf reynt að vera eins stillt og hún gat. „Það er ekki langt síðan að ég fattaði hvað þetta hafði mikil áhrif á mann af því að það eru margir sem alast upp við eitthvað miklu verra. Pabbi hefur aldrei verið vondur við mig, aldrei nokkur tímann eins veikur og hann er. Ég á mömmu sem er skotheld. Ég man þegar ég fór í gegnum öll unglingsárin að ég var bara pirruð þegar ég heyrði fólk tala um alkóhólisma sem sjúkdóm því mér fannst það bara móðgun við fólk með krabbamein. Ég var síðan orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að þetta er ekki eitthvað sem nokkur maður velur sér. Ömurðin er bara þannig og fólk er kannski búið að leggja botnlaust á sig í að koma sér á betri stað en endar alltaf í sama farinu. Þá getur þetta ekki verið annað en einhver veiki.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði.
Einkalífið Fíkn Fjölmiðlar Tengdar fréttir MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 25. október 2020 10:00 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira
MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 25. október 2020 10:00
Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31