„Hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 11:31 Guðmundur hefur í nokkur ár verið formaður Afstöðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu sat í fangelsi í sextán ár fyrir fíkniefnasmygl, bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Í dag er hann frjáls maður og einbeitir sér að málum fanga hér á landi. Hann gagnrýnir fangelsismál á Íslandi og líkir fangelsum við geymslu, þar sé eitruð menning og erfitt fyrir einstaklinga sem sitja þar inni að koma betrumbættir út í samfélagið á ný. Hann segir það kosta samfélagið margfalt meira að fá sömu einstaklingana út í samfélagið án þess að þeir hafi fengið viðeigandi aðstoð. Eva Laufey Kjaran ræddi við Guðmund Inga nú á dögunum og fékk að heyra hans sögu og hvernig leiddist út á þessa braut. „Ég fer í rauninni út í það harða neyslu að ég tapa öllu sem ég átti. Maður þarf að viðhalda ákveðnum lífsstandard og því lá það beinast við að fara í innflutning,“ segir Guðmundur. „Maður hugsar aldrei um þann hluta að lenda í fangelsi, maður er bara í neyslu og þarf að viðhalda henni. Það er rangt að harðir dómar hafi forvarnargildi.“ Verða ítrekað fyrir áfalli Guðmundur segist aldrei hafa hitt neinn í fangelsi sem vilji ekki breyta og snúa lífi sínu við en stuðninginn vantar sárlega. Guðmundur endaði í fangelsi rétt fyrir aldamótin. „Flestir sem eru að fara í fangelsi hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða einhverskonar röskun eða félagslegum vanda. Þegar þú kemur í fangelsi er síðan annað áfall sem gerist þar sem þarf síðan að vinna úr seinna. Svo þegar þú færð þungan dóm þá kemur enn eitt áfallið. Ég vissi í bæði skiptin að ég fengi þungan dóm en það er samt áfall.“ Hann segir að þrátt fyrir að það vanti mikið í kerfið á Íslandi séu jákvæðir punktar og þá helst þrepaskiptingin sem gerir föngum kleift að afplána hluta af fangelsisdómi sínum fyrir utan fangelsi en það vanti ákveðna endurhæfingu þegar fangar afplána. „Það er ekkert í boði. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Við ætlum að hjálpa þér að verða það. Það var bara ekkert þannig og nám í fangelsum er að mjög skornum skammti. Það er mikil neysla inn í fangelsunum og þú sogast inn í mjög svartan húmor og eitraða menningu. Það er misskilningur að setja fólk í geymslu í x tíma að hann lagist bara við það. Að hann verði betri eftir þann tíma, þvert á móti þá verður hann verri.“ Hann segir að það sé mikill sparnaður í því að reyna eftir bestu getu að betrumbæta fangana inn í fangelsunum. „Ég reiknaði það einhver tímann að ég sjálfur hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir. Segjum að við tækum tíu prósent af þessari upphæð og myndum vinna markvisst með manneskjunni frá byrjun og veita henni þá menntun sem hún þarf. Þá eru menn að koma út með eitthvað í farteskinu og koma út með menntun og starfsþjálfun og geta farið strax að vinna,“ segir Guðmundur sem stefnir sjálfur á það að fara út í stjórnmál og bæta réttindi fanga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fangelsismál Ísland í dag Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu sat í fangelsi í sextán ár fyrir fíkniefnasmygl, bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Í dag er hann frjáls maður og einbeitir sér að málum fanga hér á landi. Hann gagnrýnir fangelsismál á Íslandi og líkir fangelsum við geymslu, þar sé eitruð menning og erfitt fyrir einstaklinga sem sitja þar inni að koma betrumbættir út í samfélagið á ný. Hann segir það kosta samfélagið margfalt meira að fá sömu einstaklingana út í samfélagið án þess að þeir hafi fengið viðeigandi aðstoð. Eva Laufey Kjaran ræddi við Guðmund Inga nú á dögunum og fékk að heyra hans sögu og hvernig leiddist út á þessa braut. „Ég fer í rauninni út í það harða neyslu að ég tapa öllu sem ég átti. Maður þarf að viðhalda ákveðnum lífsstandard og því lá það beinast við að fara í innflutning,“ segir Guðmundur. „Maður hugsar aldrei um þann hluta að lenda í fangelsi, maður er bara í neyslu og þarf að viðhalda henni. Það er rangt að harðir dómar hafi forvarnargildi.“ Verða ítrekað fyrir áfalli Guðmundur segist aldrei hafa hitt neinn í fangelsi sem vilji ekki breyta og snúa lífi sínu við en stuðninginn vantar sárlega. Guðmundur endaði í fangelsi rétt fyrir aldamótin. „Flestir sem eru að fara í fangelsi hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða einhverskonar röskun eða félagslegum vanda. Þegar þú kemur í fangelsi er síðan annað áfall sem gerist þar sem þarf síðan að vinna úr seinna. Svo þegar þú færð þungan dóm þá kemur enn eitt áfallið. Ég vissi í bæði skiptin að ég fengi þungan dóm en það er samt áfall.“ Hann segir að þrátt fyrir að það vanti mikið í kerfið á Íslandi séu jákvæðir punktar og þá helst þrepaskiptingin sem gerir föngum kleift að afplána hluta af fangelsisdómi sínum fyrir utan fangelsi en það vanti ákveðna endurhæfingu þegar fangar afplána. „Það er ekkert í boði. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Við ætlum að hjálpa þér að verða það. Það var bara ekkert þannig og nám í fangelsum er að mjög skornum skammti. Það er mikil neysla inn í fangelsunum og þú sogast inn í mjög svartan húmor og eitraða menningu. Það er misskilningur að setja fólk í geymslu í x tíma að hann lagist bara við það. Að hann verði betri eftir þann tíma, þvert á móti þá verður hann verri.“ Hann segir að það sé mikill sparnaður í því að reyna eftir bestu getu að betrumbæta fangana inn í fangelsunum. „Ég reiknaði það einhver tímann að ég sjálfur hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir. Segjum að við tækum tíu prósent af þessari upphæð og myndum vinna markvisst með manneskjunni frá byrjun og veita henni þá menntun sem hún þarf. Þá eru menn að koma út með eitthvað í farteskinu og koma út með menntun og starfsþjálfun og geta farið strax að vinna,“ segir Guðmundur sem stefnir sjálfur á það að fara út í stjórnmál og bæta réttindi fanga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fangelsismál Ísland í dag Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira