Börsungar kvarta yfir dómaranum í El Clásico sem á að hafa fengið Real Madrid-uppeldi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2020 13:30 Juan Martínez Munuera bendir á vítapunktinn eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómara. getty/Alex Caparros Börsungar eru afar ósáttir við vítaspyrnuna sem Real Madrid fékk í El Clásico á Nývangi á laugardaginn. Uppi eru getgátur um að dómari leiksins, Juan Martínez Munuera, hafi verið hliðhollur Real Madrid sem vann leikinn, 1-3. Sergio Ramos kom Real Madrid í 1-2 eftir rúmlega klukkutíma leik með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Clement Lenglet fyrir að brjóta á Ramos sjálfum. Martínez Munuera sá ekki brotið en dæmdi víti eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómara. Í spænska blaðinu SPORT, sem er hliðhollt Barcelona, er greint frá því að faðir Martínez Munuera, Juan Ramon, sé stuðningsmaður Real Madrid. Ekki nóg með það heldur hafi hann stofnað stuðningsmannafélag Real Madrid á Benidorm. Martínez Munuera hefur verið dómari í ellefu ár. Meðfram dómgæslunni starfar hann sem laganna vörður á Alicante. Bróðir hans, Miguel Martínez, var aðstoðardómari í El Clásico um helgina. Barcelona hefur sent inn kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins vegna frammistöðu dómranna í El Clásico. Auk þess að fá á sig umdeilda vítaspyrnu vildu Börsungar sjálfir fá tvö víti í leiknum. Eftir leikinn kvartaði Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, sáran og sagði að myndbandsdómgæsla væri bara notuð til að dæma gegn Börsungum. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur.“ Eftir fimm leiki er Barcelona í 12. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig. Real Madrid er í 2. sæti með þrettán stig eftir sex leiki. Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Myndbandadómgæsla hefur ekki hjálpað Barcelona mikið til þess á tímabilinu og enn eitt dæmið um það var í El Clasico um helgina. 26. október 2020 10:31 Sjáðu vítaspyrnu Ramos, markið hjá ungstirninu og hin mörkin úr El Clasico Real Madrid gerði góða ferð til Katalóníu í gær er liðið vann 3-1 sigur á Barcelona í einum stærsta leik ársins á Spáni; El Clasico. 25. október 2020 08:02 Madridingar sóttu þrjú stig á Nou Camp Real Madrid hafði betur í stórveldaslagnum á Spáni. 24. október 2020 15:59 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira
Börsungar eru afar ósáttir við vítaspyrnuna sem Real Madrid fékk í El Clásico á Nývangi á laugardaginn. Uppi eru getgátur um að dómari leiksins, Juan Martínez Munuera, hafi verið hliðhollur Real Madrid sem vann leikinn, 1-3. Sergio Ramos kom Real Madrid í 1-2 eftir rúmlega klukkutíma leik með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Clement Lenglet fyrir að brjóta á Ramos sjálfum. Martínez Munuera sá ekki brotið en dæmdi víti eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómara. Í spænska blaðinu SPORT, sem er hliðhollt Barcelona, er greint frá því að faðir Martínez Munuera, Juan Ramon, sé stuðningsmaður Real Madrid. Ekki nóg með það heldur hafi hann stofnað stuðningsmannafélag Real Madrid á Benidorm. Martínez Munuera hefur verið dómari í ellefu ár. Meðfram dómgæslunni starfar hann sem laganna vörður á Alicante. Bróðir hans, Miguel Martínez, var aðstoðardómari í El Clásico um helgina. Barcelona hefur sent inn kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins vegna frammistöðu dómranna í El Clásico. Auk þess að fá á sig umdeilda vítaspyrnu vildu Börsungar sjálfir fá tvö víti í leiknum. Eftir leikinn kvartaði Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, sáran og sagði að myndbandsdómgæsla væri bara notuð til að dæma gegn Börsungum. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur.“ Eftir fimm leiki er Barcelona í 12. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig. Real Madrid er í 2. sæti með þrettán stig eftir sex leiki.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Myndbandadómgæsla hefur ekki hjálpað Barcelona mikið til þess á tímabilinu og enn eitt dæmið um það var í El Clasico um helgina. 26. október 2020 10:31 Sjáðu vítaspyrnu Ramos, markið hjá ungstirninu og hin mörkin úr El Clasico Real Madrid gerði góða ferð til Katalóníu í gær er liðið vann 3-1 sigur á Barcelona í einum stærsta leik ársins á Spáni; El Clasico. 25. október 2020 08:02 Madridingar sóttu þrjú stig á Nou Camp Real Madrid hafði betur í stórveldaslagnum á Spáni. 24. október 2020 15:59 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira
Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Myndbandadómgæsla hefur ekki hjálpað Barcelona mikið til þess á tímabilinu og enn eitt dæmið um það var í El Clasico um helgina. 26. október 2020 10:31
Sjáðu vítaspyrnu Ramos, markið hjá ungstirninu og hin mörkin úr El Clasico Real Madrid gerði góða ferð til Katalóníu í gær er liðið vann 3-1 sigur á Barcelona í einum stærsta leik ársins á Spáni; El Clasico. 25. október 2020 08:02
Madridingar sóttu þrjú stig á Nou Camp Real Madrid hafði betur í stórveldaslagnum á Spáni. 24. október 2020 15:59