Sjáðu magnað Beckham-mark frá gamla Víkingnum í Evrópudeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 14:01 Kemar Roofe fagnar marki sínu með Rangers liðinu í gærkvöldi. Getty/Jef Matthee Kemar Roofe var að gera góða hluti með Rangers í Evrópudeildinni í gærkvöldi en það muna einhverjir eftir því þegar hann spilaði í Pepsi deild karla eitt sumarið. Kemar Roofe innsiglaði 2-0 sigur Rangers á belgíska félaginu Standard Liege í gær. Hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og skoraði markið á annarri mínútu í uppbótatíma. Kemar Roofe vann boltann á eigin vallarhelmingi eftir fast leikatriði hjá Standard Liege, lék á nokkra varnarmenn Belgana og skoraði yfir markvörðinn frá miðlínunni. Markið þótti minna á frægt mark David Beckham fyrir Manchester United. Roofe var 49,9 metrum frá markinu þegar hann skaut á markið. 54.6 - Kemar Roofe's goal for Rangers against Standard Liège was scored from a distance of 54.6 yards, the furthest distance ever for a goal scored in the UEFA Europa League. Spectacular. #UEL pic.twitter.com/71qN1QUtdq— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2020 Kemar Roofe er 27 ára gamall og á sínu fyrsta tímabili hjá Steven Gerrard hjá Rangers. Skoska félagið keypti hann frá Anderlecht í ágúst síðastliðnum. Hann gerði fína hluti hjá Leeds á árunum 2016 til 2019. Roofe var aftur á móti leikmaður West Bromwich Albion sumarið 2011 þegar hann kom á láni til Víkinga í Pepsi deildinni. Roofe spilaði tvo deildarleiki og einn bikarleik með Víkingum og skoraði í bikarleik á móti KV á gervigrasvellinum í Vesturbænum. Hér fyrir neðan má sjá þetta sérstaka mark hjá Kemar Roofe frá því í gærkvöldi. Klippa: Magnað mark hjá gamla Víkingnum Það er líka gaman að rifja upp bikarmarkið hans Kemars Roofe fyrir Vikinga í 32 liða úrslitum Valitorsbikarsins sumarið 2011. Klippa: Mark Kemars Roofe fyrir Víking Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Kemar Roofe var að gera góða hluti með Rangers í Evrópudeildinni í gærkvöldi en það muna einhverjir eftir því þegar hann spilaði í Pepsi deild karla eitt sumarið. Kemar Roofe innsiglaði 2-0 sigur Rangers á belgíska félaginu Standard Liege í gær. Hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og skoraði markið á annarri mínútu í uppbótatíma. Kemar Roofe vann boltann á eigin vallarhelmingi eftir fast leikatriði hjá Standard Liege, lék á nokkra varnarmenn Belgana og skoraði yfir markvörðinn frá miðlínunni. Markið þótti minna á frægt mark David Beckham fyrir Manchester United. Roofe var 49,9 metrum frá markinu þegar hann skaut á markið. 54.6 - Kemar Roofe's goal for Rangers against Standard Liège was scored from a distance of 54.6 yards, the furthest distance ever for a goal scored in the UEFA Europa League. Spectacular. #UEL pic.twitter.com/71qN1QUtdq— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2020 Kemar Roofe er 27 ára gamall og á sínu fyrsta tímabili hjá Steven Gerrard hjá Rangers. Skoska félagið keypti hann frá Anderlecht í ágúst síðastliðnum. Hann gerði fína hluti hjá Leeds á árunum 2016 til 2019. Roofe var aftur á móti leikmaður West Bromwich Albion sumarið 2011 þegar hann kom á láni til Víkinga í Pepsi deildinni. Roofe spilaði tvo deildarleiki og einn bikarleik með Víkingum og skoraði í bikarleik á móti KV á gervigrasvellinum í Vesturbænum. Hér fyrir neðan má sjá þetta sérstaka mark hjá Kemar Roofe frá því í gærkvöldi. Klippa: Magnað mark hjá gamla Víkingnum Það er líka gaman að rifja upp bikarmarkið hans Kemars Roofe fyrir Vikinga í 32 liða úrslitum Valitorsbikarsins sumarið 2011. Klippa: Mark Kemars Roofe fyrir Víking
Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira