Sky: Liverpool og Man. United í leyniviðræðum um evrópska ofurdeild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 13:20 Liverpool fagnar sigri sínum í Meistaradeildinni vorið 2019. Getty/Ian MacNicol Sky fréttastofan slær því upp í dag að viðræður séu í gangi við mörg stærstu fótboltafélög Evrópu um að mynda nýja evrópska úrvalsdeild án beinnar aðkomu UEFA. Sky hefur heimildir fyrir því að bæði Liverpool og Manchester United séu í leyniviðræðum um að taka þátt í þessari deild en enn fremur er búist við því að Arsenal, Manchester City og Chelsea sé líka boðið að vera með. Lið frá Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni eru sögð vera í þessum viðræðum en það er búist við því að stærstu liðum Evrópu verði boðið að vera með og miklir peningar eru í boði. Liverpool and Manchester United are in talks about a bombshell plot to join a new FIFA-backed tournament that would reshape football's global landscape.— Sky Sports (@SkySports) October 20, 2020 JP Morgan bankinn hefur safnað miklu fjárfestingarfé til að setja deildina af stað. Talað um að stofnféð geti verið sex milljarðar dollara eða meira en 836 milljarðar íslenskra króna. Evrópska úrvalsdeildin, eins og vinnuheitið er (European Premier League), er deild sem er í samstarfi við FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, en ekki UEFA sem sér um Meistaradeildina. Talað er um að mögulega geti þessi nýja evrópska úrvalsdeild farið af stað strax árið 2022. Hún á að vera skipuð átján liðum og leikirnir munu fara fram yfir allt tímabilið. Efstu liðin myndu síðan taka þátt í úrslitakeppni þar sem sigurvegararnir gætu fengið meira en hundrað milljónir punda á hverju ári eða meira tuttugu milljarða íslenskra króna. "There could be a debt package of up to £4.6million to fund the cost of launch"@MarkKleinmanSky reveals details of how Liverpool and Man Utd are among clubs in talks to join FIFA-backed 'European Premier League' pic.twitter.com/vlYnSr30d1— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2020 Evrópska úrvalsdeildin mun því verða í samkeppni við Meistaradeildina og það gæti þýtt mikla mótstöðu frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Það má líka búast við því að UEFA og FIFA gætu farið í hart og endað fyrir dómstólum. Í frétt Sky kemur fram að formleg tilkynning gæti verið gefin út fyrir næstu mánaðamót en það eru þó enn einhverjar líkur á að þetta detti allt saman upp fyrir. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Sky fréttastofan slær því upp í dag að viðræður séu í gangi við mörg stærstu fótboltafélög Evrópu um að mynda nýja evrópska úrvalsdeild án beinnar aðkomu UEFA. Sky hefur heimildir fyrir því að bæði Liverpool og Manchester United séu í leyniviðræðum um að taka þátt í þessari deild en enn fremur er búist við því að Arsenal, Manchester City og Chelsea sé líka boðið að vera með. Lið frá Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni eru sögð vera í þessum viðræðum en það er búist við því að stærstu liðum Evrópu verði boðið að vera með og miklir peningar eru í boði. Liverpool and Manchester United are in talks about a bombshell plot to join a new FIFA-backed tournament that would reshape football's global landscape.— Sky Sports (@SkySports) October 20, 2020 JP Morgan bankinn hefur safnað miklu fjárfestingarfé til að setja deildina af stað. Talað um að stofnféð geti verið sex milljarðar dollara eða meira en 836 milljarðar íslenskra króna. Evrópska úrvalsdeildin, eins og vinnuheitið er (European Premier League), er deild sem er í samstarfi við FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, en ekki UEFA sem sér um Meistaradeildina. Talað er um að mögulega geti þessi nýja evrópska úrvalsdeild farið af stað strax árið 2022. Hún á að vera skipuð átján liðum og leikirnir munu fara fram yfir allt tímabilið. Efstu liðin myndu síðan taka þátt í úrslitakeppni þar sem sigurvegararnir gætu fengið meira en hundrað milljónir punda á hverju ári eða meira tuttugu milljarða íslenskra króna. "There could be a debt package of up to £4.6million to fund the cost of launch"@MarkKleinmanSky reveals details of how Liverpool and Man Utd are among clubs in talks to join FIFA-backed 'European Premier League' pic.twitter.com/vlYnSr30d1— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2020 Evrópska úrvalsdeildin mun því verða í samkeppni við Meistaradeildina og það gæti þýtt mikla mótstöðu frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Það má líka búast við því að UEFA og FIFA gætu farið í hart og endað fyrir dómstólum. Í frétt Sky kemur fram að formleg tilkynning gæti verið gefin út fyrir næstu mánaðamót en það eru þó enn einhverjar líkur á að þetta detti allt saman upp fyrir.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira