Clattenburg segir það bull að dómarinn hafi ekki mátt reka Pickford af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 09:31 Jordan Pickford endaði tímabilið hjá Virgil van Dijk með þessari tæklingu í leik Everton og Liverpool um helgina. Getty/John Powell Mark Clattenburg, fyrrum besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði pistil í Daily Mail þar sem hann fór yfir umdeildar ákvarðanir dómara og myndbandadómara í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir eftir 2-2 jafnteflisleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og þótti þar á sér brotið. Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir ruddalega tæklingu sína á Virgil van Dijk en hollenski miðvörðurinn sleit þar krossband og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Virgil van Dijk var hins vegar dæmdur rangstæður og því gat hann ekki fengið víti. Sadio Mane WAS offside in crucial Merseyside derby decision | @clattenburg1975 https://t.co/pPuL2AjCif— MailOnline Sport (@MailSport) October 18, 2020 Undir lok leiksins hélt Jordan Henderson að hann hefði tryggt Liverpool 3-2 sigur en Varsjáin dæmdi þá Sadio Mane rangstæðan í undirbúningnum en þar réðu millimetrar og það að hendi Mané var notuð til að staðsetja hann. Mark Clattenburg skrifaði um bæði þessi atvik. „Michael Oliver dómari hefði átt að fá að skoða sjálfur brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk. Hefði hann gert það þá er ég viss um að hann hefði rekið hann af velli. Það er algjört bull að það hafi ekki mátt refsa Pickford fyrir brotið af því að Van Dijk var rangstæður,“ skrifaði Mark Clattenburg og bætti við: „Oliver dómari hafði ekki flautað þegar Jordan Pickford stökk inn í tæklinguna og því var möguleiki á því að refsa honum. VAR-dómarinn David Coote hefði átt að kalla Michael Oliver að skjánum. Þar sem að Van Dijk var meiddur þá hafði dómarinn nægan tíma til að skoða þetta aftur,“ skrifaði Clattenburg. Henderson : I think they bend the lines sometimes to make it offside. Clattenburg : At the risk of ruining a good...Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 19. október 2020 „Ekki kenna Varsjánni um það að Sadio Mané hafi verið dæmdur rangstæður, kennið frekar knattspyrnulögunum um það,“ skrifaði Clattenburg en samkvæmt nýju reglunum þá mega leikmenn nú spila boltanum með öxlinni eða efsta hluti handleggsins. „Ég er ekki hrifinn af þessari reglu. Okkar fallegi leikur snýst um það að skora mörk og við viljum ekki sjá þau dæmd af vegna einhverra millimetra hér eða þar. Það þarf að skoða þessa reglu frekar en að skoða Varsjána sjálfa,“ skrifaði Mark Clattenburg. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði pistil í Daily Mail þar sem hann fór yfir umdeildar ákvarðanir dómara og myndbandadómara í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir eftir 2-2 jafnteflisleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og þótti þar á sér brotið. Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir ruddalega tæklingu sína á Virgil van Dijk en hollenski miðvörðurinn sleit þar krossband og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Virgil van Dijk var hins vegar dæmdur rangstæður og því gat hann ekki fengið víti. Sadio Mane WAS offside in crucial Merseyside derby decision | @clattenburg1975 https://t.co/pPuL2AjCif— MailOnline Sport (@MailSport) October 18, 2020 Undir lok leiksins hélt Jordan Henderson að hann hefði tryggt Liverpool 3-2 sigur en Varsjáin dæmdi þá Sadio Mane rangstæðan í undirbúningnum en þar réðu millimetrar og það að hendi Mané var notuð til að staðsetja hann. Mark Clattenburg skrifaði um bæði þessi atvik. „Michael Oliver dómari hefði átt að fá að skoða sjálfur brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk. Hefði hann gert það þá er ég viss um að hann hefði rekið hann af velli. Það er algjört bull að það hafi ekki mátt refsa Pickford fyrir brotið af því að Van Dijk var rangstæður,“ skrifaði Mark Clattenburg og bætti við: „Oliver dómari hafði ekki flautað þegar Jordan Pickford stökk inn í tæklinguna og því var möguleiki á því að refsa honum. VAR-dómarinn David Coote hefði átt að kalla Michael Oliver að skjánum. Þar sem að Van Dijk var meiddur þá hafði dómarinn nægan tíma til að skoða þetta aftur,“ skrifaði Clattenburg. Henderson : I think they bend the lines sometimes to make it offside. Clattenburg : At the risk of ruining a good...Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 19. október 2020 „Ekki kenna Varsjánni um það að Sadio Mané hafi verið dæmdur rangstæður, kennið frekar knattspyrnulögunum um það,“ skrifaði Clattenburg en samkvæmt nýju reglunum þá mega leikmenn nú spila boltanum með öxlinni eða efsta hluti handleggsins. „Ég er ekki hrifinn af þessari reglu. Okkar fallegi leikur snýst um það að skora mörk og við viljum ekki sjá þau dæmd af vegna einhverra millimetra hér eða þar. Það þarf að skoða þessa reglu frekar en að skoða Varsjána sjálfa,“ skrifaði Mark Clattenburg.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira