U-21 árs landsliðsmaðurinn greindist á dönsku landamærunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2020 11:21 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/egill Leikmaður í U-21 árs landsliði Íslands greindist með kórónuveiruna við komuna til Danmerkur frá Lúxemborg þar sem liðið lék í undankeppni EM á þriðjudaginn. Ísland vann leikinn, 0-2. Norska liðið Strømsgodset greindi frá því í morgun að þeir Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson, sem voru báðir í byrjunarliðinu gegn Lúxemborg, þyrftu að fara í tíu daga sóttkví eftir að hafa í samskiptum við leikmanninn sem greindist með veiruna. Að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, er ekki vitað til þess að annar leikmaður U-21 árs landsliðsins sé smitaður. „Þessi leikmaður greindist á dönsku landamærunum. Það eru misjafnar reglur um sóttkví milli landa. Einhverjir eru búnir að fara í skimun og eru að fara að spila um helgina. Eftir því sem við best vitum er þetta einstakt smit,“ sagði Klara við Vísi. „Þetta er með ólíkindum. Ég held að þeir hafi verið prófaðir fjórum sinnum á einni viku meðan þeir voru með landsliðinu en þessi veira er úti um allt.“ Aðeins leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum tóku þátt í leiknum í Lúxemborg á þriðjudaginn eins og búið var að ákveða. Að sögn Klöru er starfslið U-21 árs landsliðsins í heimkomusóttkví. Samkvæmt heimildum Vísis þarf einn starfsmaður að fara í venjulega sóttkví þar sem hann var í meiri samskiptum en aðrir við leikmanninn sem smitaðist. Það er þó ekki Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, sem fór strax eftir leikinn í Lúxemborg til Íslands þar sem hann stýrði A-landsliðinu gegn Belgíu daginn eftir. Arnar fór í skimun við komuna til Íslands og kom ekki til móts við íslenska hópinn fyrr en hann hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr smitprófi. Starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og því þurfti að finna nýtt starfslið í flýti fyrir leikinn gegn Belgum. Arnar og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska liðinu af hliðarlínunni en þeir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar A-landsliðsins, voru í glerbúri á Laugardalsvelli. Á upplýsingafundi almannavarna í gær viðurkenndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að það hefðu verið mistök að veita þeim undanþágu til að geta verið á leiknum. Íslenska U-21 árs landsliðið átti að mæta Ítalíu hér á landi í undankeppni EM síðasta föstudag en leiknum var frestað vegna smita í ítalska hópnum. Ekki er komin ný dagsetning á leikinn. KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Leikmaður í U-21 árs landsliði Íslands greindist með kórónuveiruna við komuna til Danmerkur frá Lúxemborg þar sem liðið lék í undankeppni EM á þriðjudaginn. Ísland vann leikinn, 0-2. Norska liðið Strømsgodset greindi frá því í morgun að þeir Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson, sem voru báðir í byrjunarliðinu gegn Lúxemborg, þyrftu að fara í tíu daga sóttkví eftir að hafa í samskiptum við leikmanninn sem greindist með veiruna. Að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, er ekki vitað til þess að annar leikmaður U-21 árs landsliðsins sé smitaður. „Þessi leikmaður greindist á dönsku landamærunum. Það eru misjafnar reglur um sóttkví milli landa. Einhverjir eru búnir að fara í skimun og eru að fara að spila um helgina. Eftir því sem við best vitum er þetta einstakt smit,“ sagði Klara við Vísi. „Þetta er með ólíkindum. Ég held að þeir hafi verið prófaðir fjórum sinnum á einni viku meðan þeir voru með landsliðinu en þessi veira er úti um allt.“ Aðeins leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum tóku þátt í leiknum í Lúxemborg á þriðjudaginn eins og búið var að ákveða. Að sögn Klöru er starfslið U-21 árs landsliðsins í heimkomusóttkví. Samkvæmt heimildum Vísis þarf einn starfsmaður að fara í venjulega sóttkví þar sem hann var í meiri samskiptum en aðrir við leikmanninn sem smitaðist. Það er þó ekki Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, sem fór strax eftir leikinn í Lúxemborg til Íslands þar sem hann stýrði A-landsliðinu gegn Belgíu daginn eftir. Arnar fór í skimun við komuna til Íslands og kom ekki til móts við íslenska hópinn fyrr en hann hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr smitprófi. Starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og því þurfti að finna nýtt starfslið í flýti fyrir leikinn gegn Belgum. Arnar og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska liðinu af hliðarlínunni en þeir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar A-landsliðsins, voru í glerbúri á Laugardalsvelli. Á upplýsingafundi almannavarna í gær viðurkenndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að það hefðu verið mistök að veita þeim undanþágu til að geta verið á leiknum. Íslenska U-21 árs landsliðið átti að mæta Ítalíu hér á landi í undankeppni EM síðasta föstudag en leiknum var frestað vegna smita í ítalska hópnum. Ekki er komin ný dagsetning á leikinn.
KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira