Henry í áfalli eftir val þjálfarans Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2020 12:31 Amandine Henry hefur lengi verið í stóru hlutverki í franska landsliðinu. Hér er hún í baráttu við Dagnýju Brynjarsdóttur á EM 2017, áður en Henry fiskaði víti seint í leiknum með leikaraskap. Getty/Christopher Lee Amandine Henry, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og ein fremsta knattspyrnukona heims síðustu ár, er furðu lostin eftir að hún var ekki valin í franska landsliðið. Þetta segir Olivier Blanc, stjórnandi hjá Lyon, í viðtali við heimasíðu félagsins. Franska landsliðið mætir Norður-Makedóníu og Austurríki 23. og 27. október, í sömu undankeppni EM og Ísland mætir Svíþjóð í 27. október. Henry, sem er 31 árs, hefur leikið 92 A-landsleiki og verið fyrirliði franska landsliðsins. Corinne Diacre, sem hefur verið landsliðsþjálfari Frakka frá 2017, ákvað hins vegar að velja aðra leikmenn og sagði Henry þurfa tíma til að komast í sitt besta ástand. „Þetta er eitthvað sem að enginn bjóst við. Við erum öll furðu lostin og mjög vonsvikin fyrir hönd Amandine sem er einn reynslumesti leikmaður Lyon og franska landsliðsins þar sem hún er fyrirliði,“ sagði Blanc. „Þetta hafði mikil áhrif á hana“ Aðspurður hvað honum þætti um þau rök Diacre að Henry þyrfti tíma til að komast í sitt besta form svaraði hann: „Það er hennar afstaða og við virðum hana þó að við séum ekki sammála. Amandine var meidd í upphafi tímabilsins en hún hefur byrjað síðustu þrjá leiki Lyon og Jean-Luc Vasseur [þjálfari Lyon] verið ánægður með hana. Hún er lykilmaður hjá Lyon og vann á ný allt sem hægt er að vinna með liðinu á síðustu leiktíð, og fyrir mér er hún lykilmaður í franska landsliðinu þar sem hún hefur verið fyrirliði.“ Henry verður því eftir í Lyon á meðan að Sara og margir aðrir liðsfélagar hennar fara í landsliðsverkefni í næstu viku. „Hún var mjög hissa og í áfalli yfir þessari ákvörðun og ég fann hvað þetta hafði mikil áhrif á hana því hún er mjög tengd franska landsliðinu eins og allir okkar frönsku leikmenn,“ sagði Blanc. Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira
Amandine Henry, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og ein fremsta knattspyrnukona heims síðustu ár, er furðu lostin eftir að hún var ekki valin í franska landsliðið. Þetta segir Olivier Blanc, stjórnandi hjá Lyon, í viðtali við heimasíðu félagsins. Franska landsliðið mætir Norður-Makedóníu og Austurríki 23. og 27. október, í sömu undankeppni EM og Ísland mætir Svíþjóð í 27. október. Henry, sem er 31 árs, hefur leikið 92 A-landsleiki og verið fyrirliði franska landsliðsins. Corinne Diacre, sem hefur verið landsliðsþjálfari Frakka frá 2017, ákvað hins vegar að velja aðra leikmenn og sagði Henry þurfa tíma til að komast í sitt besta ástand. „Þetta er eitthvað sem að enginn bjóst við. Við erum öll furðu lostin og mjög vonsvikin fyrir hönd Amandine sem er einn reynslumesti leikmaður Lyon og franska landsliðsins þar sem hún er fyrirliði,“ sagði Blanc. „Þetta hafði mikil áhrif á hana“ Aðspurður hvað honum þætti um þau rök Diacre að Henry þyrfti tíma til að komast í sitt besta form svaraði hann: „Það er hennar afstaða og við virðum hana þó að við séum ekki sammála. Amandine var meidd í upphafi tímabilsins en hún hefur byrjað síðustu þrjá leiki Lyon og Jean-Luc Vasseur [þjálfari Lyon] verið ánægður með hana. Hún er lykilmaður hjá Lyon og vann á ný allt sem hægt er að vinna með liðinu á síðustu leiktíð, og fyrir mér er hún lykilmaður í franska landsliðinu þar sem hún hefur verið fyrirliði.“ Henry verður því eftir í Lyon á meðan að Sara og margir aðrir liðsfélagar hennar fara í landsliðsverkefni í næstu viku. „Hún var mjög hissa og í áfalli yfir þessari ákvörðun og ég fann hvað þetta hafði mikil áhrif á hana því hún er mjög tengd franska landsliðinu eins og allir okkar frönsku leikmenn,“ sagði Blanc.
Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira