Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 11:01 Thomas Grönnemark segir leikmönnum Liverpool til á æfingu. Getty/Nick Taylor Thomas Grönnemark hefur starfað fyrir þrjú af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum hefst á miðvikudag. Hann var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. Grönnemark er ekki sérlega þekktur í knattspyrnuheiminum en þessi danski „innkastssérfræðingur“ á þó sinn þátt í gríðarlegri velgengni Liverpool á síðustu árum. Klopp hafði samband við hann eftir að hafa lesið grein í þýsku blaði um að með hjálp Grönnemark hefði Andreas Poulsen, bakvörður Borussia Mönchengladbach, lengt innköstin sín um 14 metra. Ekki svo að skilja að Klopp hafi viljað eignast sinn eigin Rory Delap og fara að gera út á löng innköst. Nei, innkastsfræðin eru flóknari en svo, segir Grönnemark. Klopp hafi hins vegar sagt að Liverpool missti boltann of oft eftir innköst. Hann réði því Danann til starfa og það hefur borið árangur. Innköst Andy Robertson lengdust um átta metra Grönnemark á sjálfur heimsmetið þegar kemur að lengd innkasta, með 51,33 metra heljarstökksinnkasti árið 2010. En hann hefur kennt leikmönnum Liverpool fleira en að kasta lengra, nefnilega að kasta fastar og sýna meiri kænsku. Hann segir Andy Robertson, sem hafi aðeins getað kastað 19 metra þegar þeir kynntust en geti nú kastað 27 metra, og Trent Alexander-Arnold vera þá bestu í heiminum þegar kemur að innköstum. Jürgen Klopp og Thomas Grönnemark.@ThomasThrowin Grönnemark hefur starfað fyrir fleiri félög en Liverpool og þannig vill til að hann hefur unnið hjá þremur af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildarinnar. Grönnemark hefur nefnilega einnig hjálpað leikmönnum Midtjylland í Danmörku og Ajax í Hollandi að útfæra innköst sín betur, og spurning hvort það kemur til með að bitna á fjórða liðinu í riðlinum, Atalanta. Keppni í riðlinum hefst á miðvikudagskvöld. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Thomas Grönnemark hefur starfað fyrir þrjú af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum hefst á miðvikudag. Hann var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. Grönnemark er ekki sérlega þekktur í knattspyrnuheiminum en þessi danski „innkastssérfræðingur“ á þó sinn þátt í gríðarlegri velgengni Liverpool á síðustu árum. Klopp hafði samband við hann eftir að hafa lesið grein í þýsku blaði um að með hjálp Grönnemark hefði Andreas Poulsen, bakvörður Borussia Mönchengladbach, lengt innköstin sín um 14 metra. Ekki svo að skilja að Klopp hafi viljað eignast sinn eigin Rory Delap og fara að gera út á löng innköst. Nei, innkastsfræðin eru flóknari en svo, segir Grönnemark. Klopp hafi hins vegar sagt að Liverpool missti boltann of oft eftir innköst. Hann réði því Danann til starfa og það hefur borið árangur. Innköst Andy Robertson lengdust um átta metra Grönnemark á sjálfur heimsmetið þegar kemur að lengd innkasta, með 51,33 metra heljarstökksinnkasti árið 2010. En hann hefur kennt leikmönnum Liverpool fleira en að kasta lengra, nefnilega að kasta fastar og sýna meiri kænsku. Hann segir Andy Robertson, sem hafi aðeins getað kastað 19 metra þegar þeir kynntust en geti nú kastað 27 metra, og Trent Alexander-Arnold vera þá bestu í heiminum þegar kemur að innköstum. Jürgen Klopp og Thomas Grönnemark.@ThomasThrowin Grönnemark hefur starfað fyrir fleiri félög en Liverpool og þannig vill til að hann hefur unnið hjá þremur af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildarinnar. Grönnemark hefur nefnilega einnig hjálpað leikmönnum Midtjylland í Danmörku og Ajax í Hollandi að útfæra innköst sín betur, og spurning hvort það kemur til með að bitna á fjórða liðinu í riðlinum, Atalanta. Keppni í riðlinum hefst á miðvikudagskvöld. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira