COVID-19 strákarnir farnir að æfa aftur með Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 10:30 Thiago Alcantara og Sadio Mane á æfingu með Liverpool liðinu í vikunni. Getty/ John Powell Liverpool getur teflt fram þeim Sadio Mané og Thiago Alcantara í nágrannaslagnum við Everton um næstu helgi. Spánverjinn Thiago Alcantara og Senegalinn Sadio Mané greindust báðir með kórónuveiruna á dögunum en þeir hafa báðir náð sér að fullu og eru byrjaðir að æfa á nýjan leik með Liverpool liðinu. Thiago Alcantara missti af tveimur deildarleikjum, á móti Arsneal og Aston Villa en Sadio Mané missti af fyrrnefndum leik á móti Aston Villa sem tapaðist 7-2. Báðir sýndu þeir flotta takta þegar þeir klæddust Liverpool treyjunni síðast. Thiago náði að gefa 75 heppnaðar sendingar í einum hálfleik á móti Chelsea sem er það mesta í einum hálfleik í sögu þeirrar tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram Touch, @thiago6 #LFC #LiverpoolFC #Thiago #Training A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 14, 2020 at 7:09am PDT Sadio Mané skoraði fyrsta markið í 3-1 sigrinum á Arsenal og hafði áður skorað bæði mörkin í sigrinum á Chelsea á Stamford Bridge. Liverpool er búið að vinna alla þrjá leikina sem Sadio Mané hefur spilað í deildinni á þessari leiktíð. Þeir Thiago Alcantara og Sadio Mané fóru líka ekki í landsliðsverkefni Spánar og Senegal í þessum glugga vegna veikindanna. Landsliðsglugginn var aftur á móti ástæðan fyrir því að þeir félagar misstu ekki af fleiri leikjum. Naby Keita var sá síðasti af leikmönnum Liverpool sem greindust með kórónuveiruna en hann spilaði leikinn á móti Aston Villa. Keita mun væntanlega missa af Everton leiknum. Leikur Liverpool og Everton fer fram í hádeginu á laugardaginn kemur en leikurinn er á Goodison Park, heimavelli Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton. Hér fyrir neðan má sjá þegar Liverpool tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að þeir Sadio Mané og Thiago Alcantara væru komnir til baka. Hér fyrir ofan eru líka glæsileg tæknitilþrif hjá Spánverjunum. View this post on Instagram Here he is... #LFC #LiverpoolFC #Mane A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 10:54am PDT View this post on Instagram ¡Hola, Thiago! #LFC #LiverpoolFC #Thiago A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 11:21am PDT Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Liverpool getur teflt fram þeim Sadio Mané og Thiago Alcantara í nágrannaslagnum við Everton um næstu helgi. Spánverjinn Thiago Alcantara og Senegalinn Sadio Mané greindust báðir með kórónuveiruna á dögunum en þeir hafa báðir náð sér að fullu og eru byrjaðir að æfa á nýjan leik með Liverpool liðinu. Thiago Alcantara missti af tveimur deildarleikjum, á móti Arsneal og Aston Villa en Sadio Mané missti af fyrrnefndum leik á móti Aston Villa sem tapaðist 7-2. Báðir sýndu þeir flotta takta þegar þeir klæddust Liverpool treyjunni síðast. Thiago náði að gefa 75 heppnaðar sendingar í einum hálfleik á móti Chelsea sem er það mesta í einum hálfleik í sögu þeirrar tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram Touch, @thiago6 #LFC #LiverpoolFC #Thiago #Training A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 14, 2020 at 7:09am PDT Sadio Mané skoraði fyrsta markið í 3-1 sigrinum á Arsenal og hafði áður skorað bæði mörkin í sigrinum á Chelsea á Stamford Bridge. Liverpool er búið að vinna alla þrjá leikina sem Sadio Mané hefur spilað í deildinni á þessari leiktíð. Þeir Thiago Alcantara og Sadio Mané fóru líka ekki í landsliðsverkefni Spánar og Senegal í þessum glugga vegna veikindanna. Landsliðsglugginn var aftur á móti ástæðan fyrir því að þeir félagar misstu ekki af fleiri leikjum. Naby Keita var sá síðasti af leikmönnum Liverpool sem greindust með kórónuveiruna en hann spilaði leikinn á móti Aston Villa. Keita mun væntanlega missa af Everton leiknum. Leikur Liverpool og Everton fer fram í hádeginu á laugardaginn kemur en leikurinn er á Goodison Park, heimavelli Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton. Hér fyrir neðan má sjá þegar Liverpool tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að þeir Sadio Mané og Thiago Alcantara væru komnir til baka. Hér fyrir ofan eru líka glæsileg tæknitilþrif hjá Spánverjunum. View this post on Instagram Here he is... #LFC #LiverpoolFC #Mane A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 10:54am PDT View this post on Instagram ¡Hola, Thiago! #LFC #LiverpoolFC #Thiago A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 11:21am PDT
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira