Nadal ekki enn tapað úrslitum á leir | Jafnar met Federer | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 16:30 Nadal fagnar sigrinum. Shaun Botterill/Getty Images Spánverjinn Rafael Nadal jafnaði met Roger Federer í dag er hann vann sinn 20. risatitil í einliðaleik karla í tennis. Nadal, eða Konungur leirsins eins og hann er kallaður, lagði Serbann Novak Djokovic í úrslitum Opna franska meistaramótsins í dag. Nadal er í öðru sæti heimslistans á meðan Djokovic trónir á toppnum. Það sást þó ekki á spilamennskunni í dag en Nadal lék nær fullkominn leik frá upphafi til enda. Hann vann öll þrjú sett dagsins, 6-0, 6-2 og 7-5, og tryggði sér þar með sinn 13. sigur á Roland Garros-vellinum í París. How it started: How it's going: @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/6zfBuKADun— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Hinn 34 ára gamli Nadal hefur alls komist 13. sinnum í úrslit á Opna franska meistaramótinu og haft betur öll 13 skiptin. Þar varð engin breyting á í dag en ýmsir sérfræðingar töldu að Djokovic myndi enda einokun Nadal á Roland-Garros. Var þetta fyrsta tap hins 33 ára gamla Djokovic á árinu. Hann var dæmdur úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í september svo tæknilega séð tapaði hann ekki þeim leik. Is it possible for tennis to be too much fun? @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/wW01bNE5VS— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Eins og áður sagði þá var Nadal að jafna met Federer er varðar heildarfjölda titla í einliðaleik. Báðir eiga nú 20 risatitla en Djokovic er í þriðja sæti með 18 slíka. „Sigur hér skiptir mig öllu máli. Ég hugsaði ekki um 20. titilinn eða að jafna Roger, fyrir me´r snýst þetta bara um að vinna á Roland Garros,“ sagði Nadal eftir leik sem varð einnig fyrstur í sögunni til að vinna 100 einliðaleiki á hinum fornfræga velli. The King's Speech"For me winning here another time is I even cannot say a dream. It's something that's out of my better thoughts."@RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/OA9P0OvfkQ— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 „Mikilvægustu augnablik ferilsins hafa öll komið á þessum velli. Að spila hér er allur sá innblástur sem ég þarf og ástarsaga mín við borgina og völlinn er ógleymanleg,“ sagði hinn magnaði Nadal að lokum. Tennis Spánn Frakkland Tengdar fréttir Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10 Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31 Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal jafnaði met Roger Federer í dag er hann vann sinn 20. risatitil í einliðaleik karla í tennis. Nadal, eða Konungur leirsins eins og hann er kallaður, lagði Serbann Novak Djokovic í úrslitum Opna franska meistaramótsins í dag. Nadal er í öðru sæti heimslistans á meðan Djokovic trónir á toppnum. Það sást þó ekki á spilamennskunni í dag en Nadal lék nær fullkominn leik frá upphafi til enda. Hann vann öll þrjú sett dagsins, 6-0, 6-2 og 7-5, og tryggði sér þar með sinn 13. sigur á Roland Garros-vellinum í París. How it started: How it's going: @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/6zfBuKADun— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Hinn 34 ára gamli Nadal hefur alls komist 13. sinnum í úrslit á Opna franska meistaramótinu og haft betur öll 13 skiptin. Þar varð engin breyting á í dag en ýmsir sérfræðingar töldu að Djokovic myndi enda einokun Nadal á Roland-Garros. Var þetta fyrsta tap hins 33 ára gamla Djokovic á árinu. Hann var dæmdur úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í september svo tæknilega séð tapaði hann ekki þeim leik. Is it possible for tennis to be too much fun? @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/wW01bNE5VS— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Eins og áður sagði þá var Nadal að jafna met Federer er varðar heildarfjölda titla í einliðaleik. Báðir eiga nú 20 risatitla en Djokovic er í þriðja sæti með 18 slíka. „Sigur hér skiptir mig öllu máli. Ég hugsaði ekki um 20. titilinn eða að jafna Roger, fyrir me´r snýst þetta bara um að vinna á Roland Garros,“ sagði Nadal eftir leik sem varð einnig fyrstur í sögunni til að vinna 100 einliðaleiki á hinum fornfræga velli. The King's Speech"For me winning here another time is I even cannot say a dream. It's something that's out of my better thoughts."@RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/OA9P0OvfkQ— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 „Mikilvægustu augnablik ferilsins hafa öll komið á þessum velli. Að spila hér er allur sá innblástur sem ég þarf og ástarsaga mín við borgina og völlinn er ógleymanleg,“ sagði hinn magnaði Nadal að lokum.
Tennis Spánn Frakkland Tengdar fréttir Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10 Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31 Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira
Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10
Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31
Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00