Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2020 21:37 Jóhann Berg með boltann á sínum baneitraða vinstri fæti. Alfreð Finnbogason fylgist vel með framvindunni. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. „Markmið okkar er að komast á EM og þetta var fyrsta skrefið í þeirri vegferð,“ sagði kantmaðurinn knái. Rúmenar væru með gott lið og leikurinn hefði vissulega verið erfiður. En íslenska liðið hefði spilað frábærlega. Dómarinn vissi ekkert hvað hann var að gera „Þeir voru ekki að skapa mikið,“ sagði Jói en Rúmenar áttu aðeins eitt skot sem hitti á markið. Það var mark þeirra úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. „Dómarinn vissi ekki alveg hvað hann var að gera. Það var frekar ódýrt, en hann dæmdi og þá var þetta auðvitað svolítið stress í lokin.“ Rúmenarnir hefðu hins vegar lítið skapað. Tólfan í stuði „Mér fannst við vera með þetta.“ Sextíu stuðningsmenn Tólfunnar trölluðu frá upphafi til enda og létu vel í sér heyra. Vegna kórónuveirufaraldursins voru ekki seldir miðar í almennri sölu á leikinn. „Sextíu er betra en ekki neitt. Þeir eru auðvitað frábærir. Takk fyrir stuðninginn. Frábært að hafa nokkra og það heyrðist vel í þeim.“ Það sást að Jóhann Berg er ekki kominn í fullt leikform eftir fjarveru undanfarnar vikur vegna meiðsla. Hann viðurkenndi það að fyrra bragði. Úrslitaleikur í Búdapest „Standið er allt í lagi en hefur auðvitað verið betra. Ég komst vel í gegnum þetta en var orðinn þreyttur í lokin,“ sagði kantmaðurinn sem fékk skiptingu seint í leiknum. Framundan er úrslitaleikur gegn Ungverjalandi í Búdapest 12. nóvember um laust sæti á EM. Sigur tryggir landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Einstakur árangur hjá 350 þúsund manna þjóð. Ungverjar lögðu Búlgaríu sannfærandi 3-1 á útivelli í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu. „Mér líst vel á það. Þetta er auðvitað útileikur og verður erfitt að vinna þá. En ef við spilum eins og við gerðum núna þá komumst við á EM.“ Klippa: Viðtal við Jóhann Berg eftir sigurinn á Rúmeníu EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. „Markmið okkar er að komast á EM og þetta var fyrsta skrefið í þeirri vegferð,“ sagði kantmaðurinn knái. Rúmenar væru með gott lið og leikurinn hefði vissulega verið erfiður. En íslenska liðið hefði spilað frábærlega. Dómarinn vissi ekkert hvað hann var að gera „Þeir voru ekki að skapa mikið,“ sagði Jói en Rúmenar áttu aðeins eitt skot sem hitti á markið. Það var mark þeirra úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. „Dómarinn vissi ekki alveg hvað hann var að gera. Það var frekar ódýrt, en hann dæmdi og þá var þetta auðvitað svolítið stress í lokin.“ Rúmenarnir hefðu hins vegar lítið skapað. Tólfan í stuði „Mér fannst við vera með þetta.“ Sextíu stuðningsmenn Tólfunnar trölluðu frá upphafi til enda og létu vel í sér heyra. Vegna kórónuveirufaraldursins voru ekki seldir miðar í almennri sölu á leikinn. „Sextíu er betra en ekki neitt. Þeir eru auðvitað frábærir. Takk fyrir stuðninginn. Frábært að hafa nokkra og það heyrðist vel í þeim.“ Það sást að Jóhann Berg er ekki kominn í fullt leikform eftir fjarveru undanfarnar vikur vegna meiðsla. Hann viðurkenndi það að fyrra bragði. Úrslitaleikur í Búdapest „Standið er allt í lagi en hefur auðvitað verið betra. Ég komst vel í gegnum þetta en var orðinn þreyttur í lokin,“ sagði kantmaðurinn sem fékk skiptingu seint í leiknum. Framundan er úrslitaleikur gegn Ungverjalandi í Búdapest 12. nóvember um laust sæti á EM. Sigur tryggir landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Einstakur árangur hjá 350 þúsund manna þjóð. Ungverjar lögðu Búlgaríu sannfærandi 3-1 á útivelli í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu. „Mér líst vel á það. Þetta er auðvitað útileikur og verður erfitt að vinna þá. En ef við spilum eins og við gerðum núna þá komumst við á EM.“ Klippa: Viðtal við Jóhann Berg eftir sigurinn á Rúmeníu
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39
Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35