„Við erum öll öskrandi fólk“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 15:30 Tólfan ætlar að gera sitt til að Ísland komist á EM. VÍSIR/DANÍEL „Þetta er bara geggjað fyrir okkur og ótrúlega mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, einn af 60 Tólfumeðlimum sem munu hvetja Ísland til dáða gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. Vegna hertra sóttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu gengu áætlanir KSÍ frá því í síðustu viku, um að 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn, ekki upp. Hins vegar eru 20 áhorfendur leyfðir í hverju rými, samkvæmt nýju reglunum, og því tókst að útbúa svæði fyrir 60 Íslendinga. KSÍ og bakhjarlar sambandsins ákváðu að allir miðarnir færu til Tólfunnar, sem stutt hefur dyggilega við bakið á landsliðinu í mörg ár svo eftir hefur verið tekið víða um heim. „Maður er búinn að vera á báðum áttum alla vikuna með það hvort af þessu verði eða ekki en við Tólfufólk erum mjög þakklát fyrir að þetta hafi verið lendingin, þakklát KSÍ og öllum bakhjörlunum,“ segir Hilmar Jökull. Hilmar Jökull Stefánsson mætir með trommuna í kvöld eins og á HM í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Tólfan getur þó ekki myndað sinn þétta hóp í miðri austurstúkunni, eins og hún er vön: „Við verðum í þremur 20 manna hólfum, með heilu hólfi á milli, og svo er sætaröð og tvö sæti á milli allra. Við verðum með grímur og verðum að halda okkur hvert í sínu sæti. Venjulega kaupir Tólfufólk sér bara miða í okkar hólf og raðar sér þar eins og það vill. Svo er engin upphitun hjá okkur núna, bara hist hjá Þróttaraheimilinu og engin knús né neitt.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði væntir mikils af Hilmari og félögum í kvöld og segir Tólfuna geta búið til stemningu úr engu. „Þetta verður öðruvísi og nýtt,“ segir Hilmar. „Aron hefur horft á Englandsleikinn án áhorfenda og kannski hugsað að það yrði frábært að fá okkur. Ég held að hann hafi alveg pressað á það, án þess að vita nokkuð um það, og skil vel að hann setji aukapressu á okkur líka. Við munum standa undir því. Við 60 sem mætum erum öll öskrandi fólk og munum fylla í það tómarúm sem myndast [þegar 9700 áhorfendur vantar],“ segir Hilmar kokhraustur. Gerð er krafa um það að allir séu með andlitsgrímur í stúkunni og geta Tólfumeðlimir fengið fagurbláar „landsliðsgrímur“ á leiknum. Hilmar segir að ekki muni heyrast lægra í þeim þó að grímur séu fyrir vitum: „Ég var með faglegar prófanir á þessu í gær og þetta virkaði bara frábærlega. Það truflar okkur ekkert við að syngja að vera með þessar grímur.“ EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
„Þetta er bara geggjað fyrir okkur og ótrúlega mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, einn af 60 Tólfumeðlimum sem munu hvetja Ísland til dáða gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. Vegna hertra sóttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu gengu áætlanir KSÍ frá því í síðustu viku, um að 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn, ekki upp. Hins vegar eru 20 áhorfendur leyfðir í hverju rými, samkvæmt nýju reglunum, og því tókst að útbúa svæði fyrir 60 Íslendinga. KSÍ og bakhjarlar sambandsins ákváðu að allir miðarnir færu til Tólfunnar, sem stutt hefur dyggilega við bakið á landsliðinu í mörg ár svo eftir hefur verið tekið víða um heim. „Maður er búinn að vera á báðum áttum alla vikuna með það hvort af þessu verði eða ekki en við Tólfufólk erum mjög þakklát fyrir að þetta hafi verið lendingin, þakklát KSÍ og öllum bakhjörlunum,“ segir Hilmar Jökull. Hilmar Jökull Stefánsson mætir með trommuna í kvöld eins og á HM í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Tólfan getur þó ekki myndað sinn þétta hóp í miðri austurstúkunni, eins og hún er vön: „Við verðum í þremur 20 manna hólfum, með heilu hólfi á milli, og svo er sætaröð og tvö sæti á milli allra. Við verðum með grímur og verðum að halda okkur hvert í sínu sæti. Venjulega kaupir Tólfufólk sér bara miða í okkar hólf og raðar sér þar eins og það vill. Svo er engin upphitun hjá okkur núna, bara hist hjá Þróttaraheimilinu og engin knús né neitt.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði væntir mikils af Hilmari og félögum í kvöld og segir Tólfuna geta búið til stemningu úr engu. „Þetta verður öðruvísi og nýtt,“ segir Hilmar. „Aron hefur horft á Englandsleikinn án áhorfenda og kannski hugsað að það yrði frábært að fá okkur. Ég held að hann hafi alveg pressað á það, án þess að vita nokkuð um það, og skil vel að hann setji aukapressu á okkur líka. Við munum standa undir því. Við 60 sem mætum erum öll öskrandi fólk og munum fylla í það tómarúm sem myndast [þegar 9700 áhorfendur vantar],“ segir Hilmar kokhraustur. Gerð er krafa um það að allir séu með andlitsgrímur í stúkunni og geta Tólfumeðlimir fengið fagurbláar „landsliðsgrímur“ á leiknum. Hilmar segir að ekki muni heyrast lægra í þeim þó að grímur séu fyrir vitum: „Ég var með faglegar prófanir á þessu í gær og þetta virkaði bara frábærlega. Það truflar okkur ekkert við að syngja að vera með þessar grímur.“
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
„Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00
Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54