Man United keypti engan leikmann af óskalista Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 09:30 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, á hliðarlínunni í 6-1 tapinu á móti Tottenham. Getty/Alex Livesey Manchester United sótti sér nokkra nýja leikmenn í þessum glugga en það voru þó ekki leikmennirnir sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær vildi helst frá. ESPN slær því upp að Manchester United hafi ekki keypt neinn leikmann af óskalista Norðmannsins. Á lokadegi félagsskiptagluggans þá náði Manchester United í leikmennina Edinson Cavani, Alex Telles, Amad Traore og Facundo Pellistri. Félagið hafði áður eytt 40 milljónum punda í Ajax leikmanninn Donny van de Beek í byrjun september. Heimildir ESPN herma að Solskjær hafi verið búinn að setja fram óskalista um nýja leikmenn í sumar. Enginn af þeim er orðinn leikmaður Manchester United í dag. Man United failed to sign any of manager Ole Gunnar Solskjaer's priority targets during the summer transfer window, sources have told @MarkOgden_ pic.twitter.com/UdTKHGZ4u3— ESPN FC (@ESPNFC) October 7, 2020 Þetta eru meðal annars Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, miðjumaðurinn Jack Grealish hjá Aston Villa og svo miðverðirnir Dayot Upamecano hjá RB Leipzig og Nathan Ake hjá Bournemouth. Solskjær vildi fá annan þeirra við hlið Harry Maguire í miðja vörn Manchester United liðsins. Það fylgir þó sögunni að yfirmenn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United ráðfærðu sig við knattspyrnustjórann um kaupin á nýjum leikmönnum og hann gaf grænt ljós á þau öll. Það sést samt kannski á hversu lítið hann hefur notað Donny van de Beek í upphafi tímabilsins að Solskjær hefur verið spenntari fyrir leikmanni. Dortmund vildi frá 108 milljónir punda fyrir Jadon Sancho og Aston Villa vildi frá 80 milljónir punda fyrir Jack Grealish. Það þótti Manchester United vera of hátt að viðbættum greiðslum til umboðsmanna og hárra launagreiðslna. Manchester City keypti síðan Nathan Ake fyrir 41 milljón pund snemma í ágúst og Dayot Upamecano skrifaði undir nýjan samning við RB Leipzig. Manchester United hafði líka áhuga á því að fá Thiago Alcantara en Liverpool endaði á að kaupa spænska miðjumanninn á 20 milljónir punda. Það má heldur ekki gleyma að Solskjær fékk ekki Erling Braut Håland í janúar. United fékk í staðinn Odion Ighalo á láni frá Kína. Bestu kaup ársins voru þó á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes sem hefur staðið sig frábærlega sem leikmaður Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Manchester United sótti sér nokkra nýja leikmenn í þessum glugga en það voru þó ekki leikmennirnir sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær vildi helst frá. ESPN slær því upp að Manchester United hafi ekki keypt neinn leikmann af óskalista Norðmannsins. Á lokadegi félagsskiptagluggans þá náði Manchester United í leikmennina Edinson Cavani, Alex Telles, Amad Traore og Facundo Pellistri. Félagið hafði áður eytt 40 milljónum punda í Ajax leikmanninn Donny van de Beek í byrjun september. Heimildir ESPN herma að Solskjær hafi verið búinn að setja fram óskalista um nýja leikmenn í sumar. Enginn af þeim er orðinn leikmaður Manchester United í dag. Man United failed to sign any of manager Ole Gunnar Solskjaer's priority targets during the summer transfer window, sources have told @MarkOgden_ pic.twitter.com/UdTKHGZ4u3— ESPN FC (@ESPNFC) October 7, 2020 Þetta eru meðal annars Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, miðjumaðurinn Jack Grealish hjá Aston Villa og svo miðverðirnir Dayot Upamecano hjá RB Leipzig og Nathan Ake hjá Bournemouth. Solskjær vildi fá annan þeirra við hlið Harry Maguire í miðja vörn Manchester United liðsins. Það fylgir þó sögunni að yfirmenn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United ráðfærðu sig við knattspyrnustjórann um kaupin á nýjum leikmönnum og hann gaf grænt ljós á þau öll. Það sést samt kannski á hversu lítið hann hefur notað Donny van de Beek í upphafi tímabilsins að Solskjær hefur verið spenntari fyrir leikmanni. Dortmund vildi frá 108 milljónir punda fyrir Jadon Sancho og Aston Villa vildi frá 80 milljónir punda fyrir Jack Grealish. Það þótti Manchester United vera of hátt að viðbættum greiðslum til umboðsmanna og hárra launagreiðslna. Manchester City keypti síðan Nathan Ake fyrir 41 milljón pund snemma í ágúst og Dayot Upamecano skrifaði undir nýjan samning við RB Leipzig. Manchester United hafði líka áhuga á því að fá Thiago Alcantara en Liverpool endaði á að kaupa spænska miðjumanninn á 20 milljónir punda. Það má heldur ekki gleyma að Solskjær fékk ekki Erling Braut Håland í janúar. United fékk í staðinn Odion Ighalo á láni frá Kína. Bestu kaup ársins voru þó á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes sem hefur staðið sig frábærlega sem leikmaður Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira