John Daly fór holu í höggi berfættur: „Sem betur fer náði ég þessu á mynd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 10:01 John Daly hefur alltaf verið litríkur og skemmtilegur kylfingur. Getty/Steve Dykes Bandaríski kylfingurinn John Daly fór holu í höggi berfættur og það náðist á myndband sem fór á flug á netmiðlum. Kylfingurinn litríki og vinsæli John Daly er að ganga í gegnum erfið veikindi en þau koma þó ekki í veg fyrir að hann sýni snilli sína á golfvellinum. John Daly fór holu í höggi á góðgerðamóti um helgina en mótið var fjáröflun fyrir aðstandendur fallna hermenn í sérsveit bandaríska sjóhersins. John Daly var staddur á elleftu holu og kominn bæði úr skóm og sokkum þegar hann náði þessu frábæra höggi hér fyrir neðan. View this post on Instagram I witnessed @pga_johndaly make a hole-n-one today at my golf course in a charity event for fallen Navy Seals. Glad i decided to record. #johndaly #golfpro #thefederalclub #golfdigest #golfmagazine #golfchannel #thegolfchannel @golfchannel @golfdigest @golf_com A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 5, 2020 at 7:56pm PDT „Ég varð vitni að því þegar John Daly fór holu í höggi á golfvellinum mínum á góðgerðamóti fyrir fallna hermenn. Sem betur fer náði ég þessu á mynd,“ skrifaði Josh Price sem setti myndbandið inn á Instagram síðu sína. Eins og sjá má hér á myndbandinu fyrir ofan þá áttar John Daly sig ekki á því strax að kúlan hafi farið beint í holuna en fólkið í kringum hann er vel með á nótunum og fagnar mkið. John Daly er að berjast við krabbamein og hefur ekki farið vel með sig í gegnum tíðina. Hann hefur samt alltaf getað spilað golf og það með tilþrifum. Það hefur hjálpað til við að gera hann að mjög vinsælum kylfingi enda er von á öllu þegar John Daly er með golfkylfuna í hendinni. Josh Price setti myndbandið inn á Instagram síðu sína og sagðist síðan ekki trúa því hversu mikla athygli það hefur hlotið en mjög margir miðlar hafa haft samband og beðið um að fá myndbandið frá honum. Hér fyrir neðan eru þeir John Daly saman á mótinu um helgina. View this post on Instagram Hanging out with @pga_johndaly at my club today! Great weekend to benefit fallen Navy Seals. #thefederalclub #johndaly #golfpro #bonefrogopen A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 4, 2020 at 6:53pm PDT Golf Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn John Daly fór holu í höggi berfættur og það náðist á myndband sem fór á flug á netmiðlum. Kylfingurinn litríki og vinsæli John Daly er að ganga í gegnum erfið veikindi en þau koma þó ekki í veg fyrir að hann sýni snilli sína á golfvellinum. John Daly fór holu í höggi á góðgerðamóti um helgina en mótið var fjáröflun fyrir aðstandendur fallna hermenn í sérsveit bandaríska sjóhersins. John Daly var staddur á elleftu holu og kominn bæði úr skóm og sokkum þegar hann náði þessu frábæra höggi hér fyrir neðan. View this post on Instagram I witnessed @pga_johndaly make a hole-n-one today at my golf course in a charity event for fallen Navy Seals. Glad i decided to record. #johndaly #golfpro #thefederalclub #golfdigest #golfmagazine #golfchannel #thegolfchannel @golfchannel @golfdigest @golf_com A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 5, 2020 at 7:56pm PDT „Ég varð vitni að því þegar John Daly fór holu í höggi á golfvellinum mínum á góðgerðamóti fyrir fallna hermenn. Sem betur fer náði ég þessu á mynd,“ skrifaði Josh Price sem setti myndbandið inn á Instagram síðu sína. Eins og sjá má hér á myndbandinu fyrir ofan þá áttar John Daly sig ekki á því strax að kúlan hafi farið beint í holuna en fólkið í kringum hann er vel með á nótunum og fagnar mkið. John Daly er að berjast við krabbamein og hefur ekki farið vel með sig í gegnum tíðina. Hann hefur samt alltaf getað spilað golf og það með tilþrifum. Það hefur hjálpað til við að gera hann að mjög vinsælum kylfingi enda er von á öllu þegar John Daly er með golfkylfuna í hendinni. Josh Price setti myndbandið inn á Instagram síðu sína og sagðist síðan ekki trúa því hversu mikla athygli það hefur hlotið en mjög margir miðlar hafa haft samband og beðið um að fá myndbandið frá honum. Hér fyrir neðan eru þeir John Daly saman á mótinu um helgina. View this post on Instagram Hanging out with @pga_johndaly at my club today! Great weekend to benefit fallen Navy Seals. #thefederalclub #johndaly #golfpro #bonefrogopen A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 4, 2020 at 6:53pm PDT
Golf Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira