Hefði í raun kostað Manchester United rúma fjörutíu milljarða að fá Sancho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 08:02 Manchester United hætti við að reyna að kaupa Jadon Sancho alveg eins og félagið hætti við að reyna að kaupa Erling Braut Håland í janúarglugganum. Manchester United hefði mögulega verið annars með þessa tvo í fremstu víglínu. Getty/Alex Gottschalk Manchester United var búið að reikna heildarkostnaðinn við það að kaupa Jadon Sancho og hann var miklu meiri en þær 120 milljónir evra sem Borussia Dortmund vildi fá fyrir leikmanninn. Margir hafa klórað sér í hausnum yfir því af hverju Manchester United var ekki tilbúið að borga þá upphæð fyrir Jadon Sancho sem þýska félagið Borussia Dortmund vildi fá. Jadon Sancho er ungur landsliðsmaður sem hefur mikla hæfileika og tíma til að gera mikið fyrir félagið í framtíðinni. Á endanum snerist þetta um mikinn kostnað í erfiðu efnahagsumhverfi. Manchester United reportedly backed out of signing Jadon Sancho after calculating that it would cost £227m.That's what the papers are saying.The latest gossip: https://t.co/jnqmCJbbXI#bbcfootball pic.twitter.com/HVcat5ZgK0— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Málið er nefnilega ekki alveg svo einfalt eins og kemur vel fram í grein hjá Guardian um ástæður þess að Manchester United gaf það upp á bátinn að kaupa Jadon Sancho. Guardian slær því upp að það hefði kostað Manchester United 250 milljónir evra í heildina að kaupa Sancho. Það gera rúma 40,8 milljarða í íslenskum krónum Þessi upphæð kemur til vegna kostnaðarins sem leggst við kaupverðið en þar erum við að tala um launakröfur leikmannsins sem og það sem þurfti að borga umboðsmanni hans sem heitir Emeka Obasi. „Félagið ákvað að þetta væri ekki framkvæmanlegt í núverandi efnahagsástandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir í frétt Jamie Jackson í Guardian. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Manchester United bakkar út úr kaupum á framtíðarstjörnu en í ársbyrjun hætti félagið einnig við að kaupa Norðmanninn Erling Braut Håland og ekki síst vegna þeirrar háu upphæðar sem umboðsmaðurinn Mino Raiola vildi fá. Manchester United býst ekki við að fá áhorfendur á heimleiki liðsins fyrr en í mars en það er talið að félagið tapi um fimm milljónum punda á hverjum áhorfendalausum leik. Það er búist við því að Manchester United tilkynni um mikinn taprekstur á næstu dögum vegna síðasta ársfjórðungs. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Manchester United var búið að reikna heildarkostnaðinn við það að kaupa Jadon Sancho og hann var miklu meiri en þær 120 milljónir evra sem Borussia Dortmund vildi fá fyrir leikmanninn. Margir hafa klórað sér í hausnum yfir því af hverju Manchester United var ekki tilbúið að borga þá upphæð fyrir Jadon Sancho sem þýska félagið Borussia Dortmund vildi fá. Jadon Sancho er ungur landsliðsmaður sem hefur mikla hæfileika og tíma til að gera mikið fyrir félagið í framtíðinni. Á endanum snerist þetta um mikinn kostnað í erfiðu efnahagsumhverfi. Manchester United reportedly backed out of signing Jadon Sancho after calculating that it would cost £227m.That's what the papers are saying.The latest gossip: https://t.co/jnqmCJbbXI#bbcfootball pic.twitter.com/HVcat5ZgK0— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Málið er nefnilega ekki alveg svo einfalt eins og kemur vel fram í grein hjá Guardian um ástæður þess að Manchester United gaf það upp á bátinn að kaupa Jadon Sancho. Guardian slær því upp að það hefði kostað Manchester United 250 milljónir evra í heildina að kaupa Sancho. Það gera rúma 40,8 milljarða í íslenskum krónum Þessi upphæð kemur til vegna kostnaðarins sem leggst við kaupverðið en þar erum við að tala um launakröfur leikmannsins sem og það sem þurfti að borga umboðsmanni hans sem heitir Emeka Obasi. „Félagið ákvað að þetta væri ekki framkvæmanlegt í núverandi efnahagsástandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir í frétt Jamie Jackson í Guardian. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Manchester United bakkar út úr kaupum á framtíðarstjörnu en í ársbyrjun hætti félagið einnig við að kaupa Norðmanninn Erling Braut Håland og ekki síst vegna þeirrar háu upphæðar sem umboðsmaðurinn Mino Raiola vildi fá. Manchester United býst ekki við að fá áhorfendur á heimleiki liðsins fyrr en í mars en það er talið að félagið tapi um fimm milljónum punda á hverjum áhorfendalausum leik. Það er búist við því að Manchester United tilkynni um mikinn taprekstur á næstu dögum vegna síðasta ársfjórðungs.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira