Hægt verði að meina dæmdum ofbeldismönnum að stunda næturlífið Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2020 14:15 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti tillögur ríkisstjórnar sinnar í morgun. Gettty Ríkisstjórn Danmerkur kynnti í dag tillögur sem ætlað er að fækka glæpum í landinu. Ein tillagnanna gengur út á að yfirvöldum verði gert kleift að koma á útgöngubanni fyrir dæmda ofbeldismenn, þannig að þeim sé meinað að stunda næturlífið í allt að tvö ár. „Það er ekki eðlilegt að ungir menn, sem ráðist hefur verið á á barnum einhverja helgi, hitti árásarmanninn aftur þremur vikum síðar,“ sagði forsætisráðherrann Mette Frederiksen á þinginu í morgun. Í frétt DR segir að önnur tillaga dönsku ríkisstjórnarinnar gengur út á að lögreglu verði heimilt að banna samkomur á ákveðnum stöðum tímabundið. Sé hugsunin að skapa öryggi í hverfum þar sem mörg ungmenni, sem hlotið hafa dóm, búa og verja sínum tíma. „Það getur verið bílastæði í hverfi eða við lestarstöð þar sem þessir drengir og ungu karlmenn koma saman og skapa óöryggi,“ sagði Frederiksen. Forsætisráðherrann bætti því einnig við að hlutfallslega margir ungra, sem hlotið hafa dóm, séu með uppruna frá ríkum utan Vesturlanda. 10 þúsund danskar eða 30 daga fangelsi Lagt er til að sektarupphæðin við að gerast brotlegur við reglurnar verði 10 þúsund danskar krónur, um 220 þúsund íslenskar á núverandi gengi, eða þá þrjátíu daga fangelsi. Ríkisstjórnin vill einnig eiga möguleikann á að útiloka dæmda einstaklinga frá næturlífi. „Við leggjum til að einstaklingar sem gerast sekir um líkamsárásir verði einnig dæmdir til að mega ekki stunda næturlíf í allt að tvö ár,“ sagði Frederiksen. Íbúar eigi að vera öryggir, hvort sem um ræðir á diskótekum, íbúðarhverfum eða á lestarstöðvum. Danmörk Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Ríkisstjórn Danmerkur kynnti í dag tillögur sem ætlað er að fækka glæpum í landinu. Ein tillagnanna gengur út á að yfirvöldum verði gert kleift að koma á útgöngubanni fyrir dæmda ofbeldismenn, þannig að þeim sé meinað að stunda næturlífið í allt að tvö ár. „Það er ekki eðlilegt að ungir menn, sem ráðist hefur verið á á barnum einhverja helgi, hitti árásarmanninn aftur þremur vikum síðar,“ sagði forsætisráðherrann Mette Frederiksen á þinginu í morgun. Í frétt DR segir að önnur tillaga dönsku ríkisstjórnarinnar gengur út á að lögreglu verði heimilt að banna samkomur á ákveðnum stöðum tímabundið. Sé hugsunin að skapa öryggi í hverfum þar sem mörg ungmenni, sem hlotið hafa dóm, búa og verja sínum tíma. „Það getur verið bílastæði í hverfi eða við lestarstöð þar sem þessir drengir og ungu karlmenn koma saman og skapa óöryggi,“ sagði Frederiksen. Forsætisráðherrann bætti því einnig við að hlutfallslega margir ungra, sem hlotið hafa dóm, séu með uppruna frá ríkum utan Vesturlanda. 10 þúsund danskar eða 30 daga fangelsi Lagt er til að sektarupphæðin við að gerast brotlegur við reglurnar verði 10 þúsund danskar krónur, um 220 þúsund íslenskar á núverandi gengi, eða þá þrjátíu daga fangelsi. Ríkisstjórnin vill einnig eiga möguleikann á að útiloka dæmda einstaklinga frá næturlífi. „Við leggjum til að einstaklingar sem gerast sekir um líkamsárásir verði einnig dæmdir til að mega ekki stunda næturlíf í allt að tvö ár,“ sagði Frederiksen. Íbúar eigi að vera öryggir, hvort sem um ræðir á diskótekum, íbúðarhverfum eða á lestarstöðvum.
Danmörk Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira