Maradona Karpatafjallanna sýndi snilli sína með Rúmeníu á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 14:31 Gheorge Hagi mótmælir við aðstoðardómara í leik með Rúmeníu á EM 1996. Getty/Mark Leech Það eru meira en tveir áratugir síðan Ísland og Rúmenía mættust síðast á fótboltavellinum en á fimmtudaginn mætast þjóðirnar á Laugardalsvelli í umspilsleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Gheorghe Hagi skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum og gaf tvær stoðsendingar að auki þegar Rúmenía lék sér tvisvar að Íslandi í undankeppni HM fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Gheorghe Hagi kom upp á níunda áratugnum eða á sama tíma og stjarna Diego Maradona skein skærast. Hann fékk því gælunafnið Maradona Karpatafjallanna og var án efa í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar hann var upp á sitt besta. A-landslið Íslands og Rúmeníu mættust í fyrst og eina skiptið þegar þjóðirnar drógust saman í undankeppni HM í Frakklandi 1998. Leikirnir fóru fram í október 1996 á Laugardalsvellinum og í september 1997 á Steaua leikvanginum í Búkarest. Báðir leikirnir enduðu með 4-0 sigri Rúmena sem unnu riðilinn á endanum með tíu stigum þar sem 37 mörk gegn aðeins 4. Gheorghe Hagi skoraði meira helming marka sinna í riðlinum á móti Íslandi eða 3 af 5. Í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum þá lagði Gheorghe Hagi upp fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks á 21. mínútu og skoraði síðan annað markið með skalla á 60. mínútu eftir að Birkir kristinsson fór í skógahlaup út úr markinu. Rúmenar bættu síðan við tveimur mörkum á lokakaflanum. Í seinni leiknum út í Rúmeníu ári síðar skoraði Gheorghe Hagi fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins. Skotið var af 25 metra færi en Ólafur Gottskálksson rann til og missti af boltanum. Hagi átti síðan stoðendinguna á Constantin Galca í þriðja markinu og innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok. Á þessum árum var Gheorghe Hagi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi og var búinn að spila yfir hundrað landsleiki. Hann hafði löngu áður slegið í gegn með rúmenska landsliðinu og átt góð ár hjá bæði Real Madrid (1990-92) og Barcelona (1994-96). Hápunktur hans með landsliðinu var á HM í Bandaríkjunum 1994 þegar Rúmenar náðu sínum besta árangri með því að fara alla leið í átta liða úrslitin. Hagi skoraði þrisvar í úrslitakeppninni þar af mjög eftirminnilegt mark með langskoti utan af kanti í sigri á Kólumbíu. Hagi fór alls á fimm stórmót með rúmenska landsliðinu, þrjú heimsmeistaramót (1990, 1994 og 1998) og tvö Evróumót (1996 og 2000), og skoraði sjö mörk í 20 leikjum sínum á þessum fimm stórmótum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á fimmtudaginn en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Það eru meira en tveir áratugir síðan Ísland og Rúmenía mættust síðast á fótboltavellinum en á fimmtudaginn mætast þjóðirnar á Laugardalsvelli í umspilsleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Gheorghe Hagi skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum og gaf tvær stoðsendingar að auki þegar Rúmenía lék sér tvisvar að Íslandi í undankeppni HM fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Gheorghe Hagi kom upp á níunda áratugnum eða á sama tíma og stjarna Diego Maradona skein skærast. Hann fékk því gælunafnið Maradona Karpatafjallanna og var án efa í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar hann var upp á sitt besta. A-landslið Íslands og Rúmeníu mættust í fyrst og eina skiptið þegar þjóðirnar drógust saman í undankeppni HM í Frakklandi 1998. Leikirnir fóru fram í október 1996 á Laugardalsvellinum og í september 1997 á Steaua leikvanginum í Búkarest. Báðir leikirnir enduðu með 4-0 sigri Rúmena sem unnu riðilinn á endanum með tíu stigum þar sem 37 mörk gegn aðeins 4. Gheorghe Hagi skoraði meira helming marka sinna í riðlinum á móti Íslandi eða 3 af 5. Í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum þá lagði Gheorghe Hagi upp fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks á 21. mínútu og skoraði síðan annað markið með skalla á 60. mínútu eftir að Birkir kristinsson fór í skógahlaup út úr markinu. Rúmenar bættu síðan við tveimur mörkum á lokakaflanum. Í seinni leiknum út í Rúmeníu ári síðar skoraði Gheorghe Hagi fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins. Skotið var af 25 metra færi en Ólafur Gottskálksson rann til og missti af boltanum. Hagi átti síðan stoðendinguna á Constantin Galca í þriðja markinu og innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok. Á þessum árum var Gheorghe Hagi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi og var búinn að spila yfir hundrað landsleiki. Hann hafði löngu áður slegið í gegn með rúmenska landsliðinu og átt góð ár hjá bæði Real Madrid (1990-92) og Barcelona (1994-96). Hápunktur hans með landsliðinu var á HM í Bandaríkjunum 1994 þegar Rúmenar náðu sínum besta árangri með því að fara alla leið í átta liða úrslitin. Hagi skoraði þrisvar í úrslitakeppninni þar af mjög eftirminnilegt mark með langskoti utan af kanti í sigri á Kólumbíu. Hagi fór alls á fimm stórmót með rúmenska landsliðinu, þrjú heimsmeistaramót (1990, 1994 og 1998) og tvö Evróumót (1996 og 2000), og skoraði sjö mörk í 20 leikjum sínum á þessum fimm stórmótum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á fimmtudaginn en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira