Stoke-framherjinn til Evrópumeistaranna frá silfurliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2020 17:01 Eric Maxim Choupo-Moting hefur skrifað undir eins árs samning við Bayern München. GETTY/DAVID RAMOS Eric Maxim Choupo-Moting er genginn í raðir Bayern München á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. #ServusChoupo Eric Maxim Choupo-Moting joins #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/oV5mi1k3j4— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Mikla athygli vakti þegar Choupo-Moting fór til PSG frá Stoke City fyrir tveimur árum. Hann var í liði Stoke sem féll úr ensku úrvalsdeildinni eins og menn á borð við Xherdan Shaqiri og Kurt Zouma sem leika í dag með Liverpool og Chelsea. Choupo-Moting skoraði níu mörk í 51 leik fyrir PSG. Það eftirminnilegasta kom gegn Atalanta í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ágúst. Choupo-Moting kom inn á sem varamaður þegar PSG tapaði fyrir Bayern München, 0-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er hann farinn til Evrópumeistaranna þar sem honum verður væntanlega ætlað að vera varamaður fyrir Robert Lewandowski. Choupo-Moting er fæddur í Þýskalandi og lék áður með Hamburg, Nürnberg, Mainz og Schalke þar í landi. Hann lék fyrir yngri landslið Þýskalands en valdi svo að spila fyrir hönd Kamerún, heimalands föður síns. Choupo-Moting hefur skorað fimmtán mörk í 55 landsleikjum fyrir Kamerún. Bayern hefur einnig fengið brasilíska kantmanninn Douglas Costa á láni frá Juventus. Hann þekkir vel til Bayern en hann lék með liðinu á árunum 2015-18. Welcome back, @douglascosta Douglas Costa joins #FCBayern on loan #ServusDouglas pic.twitter.com/L2Im8EOPZK— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þá keypti Bayern Bouna Sarr frá Marseille. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Bayern. Sarr er 28 ára hægri bakvörður sem lék með Marseille í fimm ár. #ServusBouna Bouna Sarr joins #FCBayern from Olympique Marseille #MiaSanMia pic.twitter.com/4hNrEJVi6j— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Eric Maxim Choupo-Moting er genginn í raðir Bayern München á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. #ServusChoupo Eric Maxim Choupo-Moting joins #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/oV5mi1k3j4— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Mikla athygli vakti þegar Choupo-Moting fór til PSG frá Stoke City fyrir tveimur árum. Hann var í liði Stoke sem féll úr ensku úrvalsdeildinni eins og menn á borð við Xherdan Shaqiri og Kurt Zouma sem leika í dag með Liverpool og Chelsea. Choupo-Moting skoraði níu mörk í 51 leik fyrir PSG. Það eftirminnilegasta kom gegn Atalanta í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ágúst. Choupo-Moting kom inn á sem varamaður þegar PSG tapaði fyrir Bayern München, 0-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er hann farinn til Evrópumeistaranna þar sem honum verður væntanlega ætlað að vera varamaður fyrir Robert Lewandowski. Choupo-Moting er fæddur í Þýskalandi og lék áður með Hamburg, Nürnberg, Mainz og Schalke þar í landi. Hann lék fyrir yngri landslið Þýskalands en valdi svo að spila fyrir hönd Kamerún, heimalands föður síns. Choupo-Moting hefur skorað fimmtán mörk í 55 landsleikjum fyrir Kamerún. Bayern hefur einnig fengið brasilíska kantmanninn Douglas Costa á láni frá Juventus. Hann þekkir vel til Bayern en hann lék með liðinu á árunum 2015-18. Welcome back, @douglascosta Douglas Costa joins #FCBayern on loan #ServusDouglas pic.twitter.com/L2Im8EOPZK— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þá keypti Bayern Bouna Sarr frá Marseille. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Bayern. Sarr er 28 ára hægri bakvörður sem lék með Marseille í fimm ár. #ServusBouna Bouna Sarr joins #FCBayern from Olympique Marseille #MiaSanMia pic.twitter.com/4hNrEJVi6j— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020
Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira