Valdi að leika afturendann á asna Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2020 10:30 Örn Árnason og Ólafía Hrönn fara með hlutverk í verkinu sígilda að þessu sinni. . Kardemommubærinn er nú kominn á svið Þjóðleikhússins í sjötta skiptið en Íslendingar sáu hann fyrst árið 1960. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast þessu einstaka verki Thorbjörns Egners sem einnig gerði Karíus og Baktus og Dýrin í Hálsaskógi. Kardemommubærinn er skemmtilegur bær fullur af dýrum og litríkum íbúum. Þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum, þrír kostulegir ræningjar, ljón og Soffía frænka. „Ég held að það sé mjög hollt að leika hana Soffíu. Því þá finnur maður kannski þessa hlið á sér. Ég held að ég sé lítil Soffía svona dags daglega,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona sem einmitt fer með það hlutverk. Ólafía er reyndar varaskeifa fyrir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur um þessar mundir, en Steinunn er fjarri góðu gamni í öðrum verkefnum þessa dagana. Ólafía Hrönn hefur áður leikið í verkinu. „Þá mátti ég reyndar velja hvort ég fengið að leika vagnstjóra eða afturenda á asna. Ég hugsaði mig lengi um. Ég var um tólf eða þrettán ára og var búin að ákveða að verða leikkona þá. Ég ákvað að taka afturendann og hugsaði að þetta væri mikil áskorun að hanga aftan á annarri manneskju og hreyfa bara aftari hlutann á sér.“ Örn Árnason fer með hlutverk Bæjarfógetans Bastían en þetta er í fjórða sinn þar sem hann leikur í verkinu. Fyrst tók hann þátt árið 1984, síðan 1995 og síðast 2008. Það kom alveg til greina að Örn færi með hlutverk Soffíu frænku. „Ég lék svo margar konur í Spaugstofunni að ég hefði alveg ráðið við það,“ segir Örn. Hér að neðan má sjá innslagið um verkið Kerdemommubæinn. Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Kardemommubærinn er nú kominn á svið Þjóðleikhússins í sjötta skiptið en Íslendingar sáu hann fyrst árið 1960. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast þessu einstaka verki Thorbjörns Egners sem einnig gerði Karíus og Baktus og Dýrin í Hálsaskógi. Kardemommubærinn er skemmtilegur bær fullur af dýrum og litríkum íbúum. Þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum, þrír kostulegir ræningjar, ljón og Soffía frænka. „Ég held að það sé mjög hollt að leika hana Soffíu. Því þá finnur maður kannski þessa hlið á sér. Ég held að ég sé lítil Soffía svona dags daglega,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona sem einmitt fer með það hlutverk. Ólafía er reyndar varaskeifa fyrir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur um þessar mundir, en Steinunn er fjarri góðu gamni í öðrum verkefnum þessa dagana. Ólafía Hrönn hefur áður leikið í verkinu. „Þá mátti ég reyndar velja hvort ég fengið að leika vagnstjóra eða afturenda á asna. Ég hugsaði mig lengi um. Ég var um tólf eða þrettán ára og var búin að ákveða að verða leikkona þá. Ég ákvað að taka afturendann og hugsaði að þetta væri mikil áskorun að hanga aftan á annarri manneskju og hreyfa bara aftari hlutann á sér.“ Örn Árnason fer með hlutverk Bæjarfógetans Bastían en þetta er í fjórða sinn þar sem hann leikur í verkinu. Fyrst tók hann þátt árið 1984, síðan 1995 og síðast 2008. Það kom alveg til greina að Örn færi með hlutverk Soffíu frænku. „Ég lék svo margar konur í Spaugstofunni að ég hefði alveg ráðið við það,“ segir Örn. Hér að neðan má sjá innslagið um verkið Kerdemommubæinn.
Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira