Blikakonur með sextán mörk eftir hornspyrnur í deildinni í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 15:30 Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar í Blikaliðinu eru stórhættulegar í föstum leikatriðum. Vísir/Elín Björg Breiðabliksliðið hefur örugglega verið hættulegasta fótboltalið landsins þegar kemur að nýta sér hornspyrnur og föst leikatriði. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir býst við því að það gæti hjálpað liðinu mikið í úrslitaleiknum á móti Val á morgun. Breiðablik sækir Val heim á Hlíðarenda á morgun í óopinberum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi Max deild kvenna. Þetta eru tvö langefstu liðin og það er nokkuð ljóst að sigur í þessum leik færir sigurliðinu algjörlega lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 á Origo vellinum á Hlíðarenda og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Margrét Lára Viðarsdóttir segir að föst leikatriði gætu ráðið úrslitum í leiknum og þar standa Blikar Valsliðinu mun framar. „Það sem að mér finnst Blikaliðið hafa fram yfir Valsliðið er þessi gríðarlegi styrkur í föstum leikatriðum. Ég þekki þjálfara Breiðabliks ágætlega og sérstaklega aðstoðarþjálfarann, og hann leggur mikið upp úr föstum leikatriðum. Þetta er drillað alveg nokkrum sinnum í viku. Mér finnst þær gera þetta ofboðslega vel, og þetta er eitthvað sem að maður saknar oft hjá Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum. Margrét Lára vill sjá Valsliðið skora fleiri mörk úr föstum leikatriðum. „Það kannski breytist þegar Mist er komin. En þetta eru oft mörk sem að skila sér inn í svona stóra leiki, þegar varnarleikurinn er þéttur og lið gefa fá færi á sér. Ég held að þetta sé stundum munurinn á þessum liðum, hvað Blikar eru sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Margrét Lára. Tölfræðin sýnir þetta líka svart á hvítu. Breiðabliksliðið hefur alls skorað 21 mark úr föstu leikatriðum ef við teljum ekki með vítin. Það eru ellefu fleiri mörk en Valsliðið hefur skorað úr uppsettum atriðum. Af þessu 21 marki úr föstum leikatriðum hafa Blikakonur skorað sextán mörk eftir hornspyrnur, ellefu frá hægri og fimm frá vinstri. Valsliðið er með níu mörk eftir hornspyrnur. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30 Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30 Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Breiðabliksliðið hefur örugglega verið hættulegasta fótboltalið landsins þegar kemur að nýta sér hornspyrnur og föst leikatriði. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir býst við því að það gæti hjálpað liðinu mikið í úrslitaleiknum á móti Val á morgun. Breiðablik sækir Val heim á Hlíðarenda á morgun í óopinberum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi Max deild kvenna. Þetta eru tvö langefstu liðin og það er nokkuð ljóst að sigur í þessum leik færir sigurliðinu algjörlega lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 á Origo vellinum á Hlíðarenda og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Margrét Lára Viðarsdóttir segir að föst leikatriði gætu ráðið úrslitum í leiknum og þar standa Blikar Valsliðinu mun framar. „Það sem að mér finnst Blikaliðið hafa fram yfir Valsliðið er þessi gríðarlegi styrkur í föstum leikatriðum. Ég þekki þjálfara Breiðabliks ágætlega og sérstaklega aðstoðarþjálfarann, og hann leggur mikið upp úr föstum leikatriðum. Þetta er drillað alveg nokkrum sinnum í viku. Mér finnst þær gera þetta ofboðslega vel, og þetta er eitthvað sem að maður saknar oft hjá Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum. Margrét Lára vill sjá Valsliðið skora fleiri mörk úr föstum leikatriðum. „Það kannski breytist þegar Mist er komin. En þetta eru oft mörk sem að skila sér inn í svona stóra leiki, þegar varnarleikurinn er þéttur og lið gefa fá færi á sér. Ég held að þetta sé stundum munurinn á þessum liðum, hvað Blikar eru sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Margrét Lára. Tölfræðin sýnir þetta líka svart á hvítu. Breiðabliksliðið hefur alls skorað 21 mark úr föstu leikatriðum ef við teljum ekki með vítin. Það eru ellefu fleiri mörk en Valsliðið hefur skorað úr uppsettum atriðum. Af þessu 21 marki úr föstum leikatriðum hafa Blikakonur skorað sextán mörk eftir hornspyrnur, ellefu frá hægri og fimm frá vinstri. Valsliðið er með níu mörk eftir hornspyrnur.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30 Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30 Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30
Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30
Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn