Eddie Hall var einni sekúndu fljótari með „Djöfulsins Díönu“ æfinguna en Sara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 09:01 Eddie Hall og Sara Sigmundsdóttir. Eddie Hall kláraði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum en á heimsleikunum þá kláraði Sara hana á á 4 mínútum og 38 sekúndum. Mynd/Samsett/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson svitnaði örugglega aðeins þegar hann sá Eddie Hall klára æfingu af heimsleikunum í CrossFit með glæsibrag. Fjallið og Eddie Hall ætla að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas á næsta ári og þeir eru báðir duglegir að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig æfingarnar hjá þeim ganga. Auk þess að sýnda tilþrifin í hnefaleikahringnum og hvernig þeir komast í gegnum krefjandi æfingar þá eru auðvitað nóg að kyndingum sem ganga á milli þeirra í gegnum samfélagsmiðla. Eddie Hall hefur lýst því yfir að hann ætli að rota Hafþór Júlíus Björnsson í hringnum en Hafþór hefur á móti létt sig mikið og vinnur einnig mikið í þolinu sínu þessa dagana. Barbend síðan vakti athygli á því hversu vel Eddie Hall gerði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna sem var ein af keppnisgreinunum í fyrri hluta heimsleikanna í CrossFit á dögunum. Watch @eddiehallWSM Finish The 2020 @CrossFitGames WOD Damn Diane In 4:37 https://t.co/Cx42XtuRzH by @GUTMAN26 | #crossfit #crossfitgames @CrossFit pic.twitter.com/UUyIwaErIg— BarBend (@barbendnews) September 30, 2020 Eddie Hall kláraði „Damn Diane“ eða „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum. Markmiðið var að slá út tíma heimsmeistarans Tia-Clair Toomey en tókst það ekki. Það voru mismunandi þyngdir hjá körlunum og konum en Eddie Hall leyfði sér að nota kvennaþyngdina sem var 205 pund eða 93 kíló. Karlarnir lyftu 315 pundum eða 143 kílóum. Í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni þá voru þrjár umferðir af fimmtán réttstöðulyftum með 93 kíló og svo í beinu framhaldi fimmtán handstöðubeygjur. Eddie Hall átti í engum vandræðum með réttstöðulyfturnar en gekk skiljanlega ekki eins vel í handstöðubeygjunum enda var hann þá að lyfta sínum 162 kílóum. Eddie Hall var talsvert á eftir Tiu-Clair Toomey sem kláraði þessa æfingu á tveimur mínútum og 28 sekúndum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði líka betur en hann og kláraði „Djöfulsins Díönu“ á þremur mínútum og 30 sekúndum. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einni sekúndu á eftir Eddie Hall. Sara endaði í 21. sæti í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni á heimsleikunum en þetta var þriðja grein keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá Eddie Hall gera þessa æfingu en hún byrjar eftir fjórtán mínútur í myndbandinu. watch on YouTube Hér fyrir neðan má síðan Söru Sigmundsdóttur gera sömu æfingu á heimsleikunum. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson svitnaði örugglega aðeins þegar hann sá Eddie Hall klára æfingu af heimsleikunum í CrossFit með glæsibrag. Fjallið og Eddie Hall ætla að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas á næsta ári og þeir eru báðir duglegir að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig æfingarnar hjá þeim ganga. Auk þess að sýnda tilþrifin í hnefaleikahringnum og hvernig þeir komast í gegnum krefjandi æfingar þá eru auðvitað nóg að kyndingum sem ganga á milli þeirra í gegnum samfélagsmiðla. Eddie Hall hefur lýst því yfir að hann ætli að rota Hafþór Júlíus Björnsson í hringnum en Hafþór hefur á móti létt sig mikið og vinnur einnig mikið í þolinu sínu þessa dagana. Barbend síðan vakti athygli á því hversu vel Eddie Hall gerði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna sem var ein af keppnisgreinunum í fyrri hluta heimsleikanna í CrossFit á dögunum. Watch @eddiehallWSM Finish The 2020 @CrossFitGames WOD Damn Diane In 4:37 https://t.co/Cx42XtuRzH by @GUTMAN26 | #crossfit #crossfitgames @CrossFit pic.twitter.com/UUyIwaErIg— BarBend (@barbendnews) September 30, 2020 Eddie Hall kláraði „Damn Diane“ eða „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum. Markmiðið var að slá út tíma heimsmeistarans Tia-Clair Toomey en tókst það ekki. Það voru mismunandi þyngdir hjá körlunum og konum en Eddie Hall leyfði sér að nota kvennaþyngdina sem var 205 pund eða 93 kíló. Karlarnir lyftu 315 pundum eða 143 kílóum. Í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni þá voru þrjár umferðir af fimmtán réttstöðulyftum með 93 kíló og svo í beinu framhaldi fimmtán handstöðubeygjur. Eddie Hall átti í engum vandræðum með réttstöðulyfturnar en gekk skiljanlega ekki eins vel í handstöðubeygjunum enda var hann þá að lyfta sínum 162 kílóum. Eddie Hall var talsvert á eftir Tiu-Clair Toomey sem kláraði þessa æfingu á tveimur mínútum og 28 sekúndum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði líka betur en hann og kláraði „Djöfulsins Díönu“ á þremur mínútum og 30 sekúndum. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einni sekúndu á eftir Eddie Hall. Sara endaði í 21. sæti í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni á heimsleikunum en þetta var þriðja grein keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá Eddie Hall gera þessa æfingu en hún byrjar eftir fjórtán mínútur í myndbandinu. watch on YouTube Hér fyrir neðan má síðan Söru Sigmundsdóttur gera sömu æfingu á heimsleikunum. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira