Dusty slátraði geitinni Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 22:58 Lokaleikurinn í níundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og GOAT mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Dust2. Leikmenn Dusty mættu heldur betur öflugir til leiks. Strax frá fyrstu lotu létu þeir leikmenn GOAT finna til tevatnins. Hverja lotuna á fætur annari stráfelldi lið Dusty leikmenn GOAT. Þrátt fyrir að vera ofurliði bornir sýndu leikmenn GOAT mikinn dugnað er þeir stóðu sína pligt. Skilaði það GOAT tveimur lotum í einhliða fyrri hálfleik þar sem að leikmenn Dusty þeir th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) og EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fóru hamförum. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 GOAT. Strax í upphafi seinni hálfleiks sýndu leikmenn GOAT hvað þeir geta gert fái þeir tækifæri. Með flottri spilamennsku tóku þeir fyrstu lotuna og tvær til viðbótar. Lið Dusty var þó fljótt að svara og tók aftur stjórnina á leiknum. Nú með leikinn í tangarhaldi sigldu þeir honum heim. Loka staðan Dusty 16 - 5 GOAT Staðan við lok 9.umferðar Var þetta síðasti leikurinn í 9.umferð og eru þá 5 umferðir eftir. Lið Dusty er á topnum taplausir en stórveldi KR fylgir fast á hæla þeirra á meðan HaFiÐ gerir sig líklega til að hrista upp í hlutunum. Dusty Vodafone-deildin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn
Lokaleikurinn í níundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og GOAT mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Dust2. Leikmenn Dusty mættu heldur betur öflugir til leiks. Strax frá fyrstu lotu létu þeir leikmenn GOAT finna til tevatnins. Hverja lotuna á fætur annari stráfelldi lið Dusty leikmenn GOAT. Þrátt fyrir að vera ofurliði bornir sýndu leikmenn GOAT mikinn dugnað er þeir stóðu sína pligt. Skilaði það GOAT tveimur lotum í einhliða fyrri hálfleik þar sem að leikmenn Dusty þeir th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) og EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fóru hamförum. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 GOAT. Strax í upphafi seinni hálfleiks sýndu leikmenn GOAT hvað þeir geta gert fái þeir tækifæri. Með flottri spilamennsku tóku þeir fyrstu lotuna og tvær til viðbótar. Lið Dusty var þó fljótt að svara og tók aftur stjórnina á leiknum. Nú með leikinn í tangarhaldi sigldu þeir honum heim. Loka staðan Dusty 16 - 5 GOAT Staðan við lok 9.umferðar Var þetta síðasti leikurinn í 9.umferð og eru þá 5 umferðir eftir. Lið Dusty er á topnum taplausir en stórveldi KR fylgir fast á hæla þeirra á meðan HaFiÐ gerir sig líklega til að hrista upp í hlutunum.
Dusty Vodafone-deildin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn