Of ungur til að vera kosinn maður leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 14:31 Anssumane Fati fagnar öðru marka sinna fyrir Barcelona í gær. Getty/ Pedro Salado Gengið var framhjá hinum sautján ára gamla Ansu Fati þegar var valinn maður leiksins í fyrsta deildarleik Barcelona undir stjórn Ronald Koeman en það var ekki fótboltaástæður sem voru að baki þeirri ákvörðun. Ansu Fati átti stórleik með Barcelona í gær þegar liðið lék sinn fyrsta keppnisleik undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman. Það var búið að ganga mikið á hjá Barcelona eftir að Ronald Koeman tók við og hann hefur hreinsað til af hörku. Barcelona tókst hins vegar að þvinga Lionel Messi til að spila lokatímabilið á samningi sínum. Lionel Messi var í framlínu Barcelona í gær við hlið Ansu Fati og fyrir aftan þá voru síðan þeir Philippe Coutinho og Antoine Griezmann. Það var hins vegar hinn sautján ára gamli Ansu Fati sem stal sviðsljósinu af hinum stórstjörnum liðsins. Ansu Fati skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Lionel Messi skoraði úr. Allt gerði strákurinn þetta á fyrstu 35 mínútum leiksins og það voru fáir í vafa um að hann væri maður leiksins. Svo fór þó ekki. Fati deserved the award after his stunning 2-goal display, but he was the only player who actually couldn't win it. Instead, Jordi Alba was handed the award. https://t.co/S103bZTgxs— SPORTbible (@sportbible) September 28, 2020 Ansu Fati hefur verið duglegur að slá alls konar aldursmet á síðustu mánuðum og þar á meðal hjá spænska landsliðinu. Hann hefur allt til þess að bera til að verða stórstjarna en hann bara ekki ennþá nógu gamall til að fá verðlaun sem maður leiksins hjá Börsungum. Verðlaunin fyrir mann leiksins í gær fóru til bakvarðarins Jordi Alba en ekki til Ansu Fati. Twitter síðan Spanish Football News segir ástæðuna hafa verið aldur leikmannsins. Ansu verður ekki átján ára fyrr en í lok október og er ekki nógu gamall til að drekka áfengi. Styrktaraðili verðlaunanna er nefnilega bjórframleiðandinn Budweiser og þar er krafa um að maður leiksins geti haldið upp á verðlaunin með því að fá sér sopa. Miðað við byrjunina á tímabilinu þá fær Ansu Fati örugglega fleiri tækifæri til að vinna þessi verðlaun þegar hann er búinn að halda upp á átján ára afmælið. Liðsfélagar hans hjá Barcelona vilja líka passa upp á strákinn. Sergio Busquets talaði um það eftir leik að blaðamenn og aðrir yrðu að passa sig að láta ekki of mikið með hann en um leið viðurkenndi Busquets að þarna sé mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira
Gengið var framhjá hinum sautján ára gamla Ansu Fati þegar var valinn maður leiksins í fyrsta deildarleik Barcelona undir stjórn Ronald Koeman en það var ekki fótboltaástæður sem voru að baki þeirri ákvörðun. Ansu Fati átti stórleik með Barcelona í gær þegar liðið lék sinn fyrsta keppnisleik undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman. Það var búið að ganga mikið á hjá Barcelona eftir að Ronald Koeman tók við og hann hefur hreinsað til af hörku. Barcelona tókst hins vegar að þvinga Lionel Messi til að spila lokatímabilið á samningi sínum. Lionel Messi var í framlínu Barcelona í gær við hlið Ansu Fati og fyrir aftan þá voru síðan þeir Philippe Coutinho og Antoine Griezmann. Það var hins vegar hinn sautján ára gamli Ansu Fati sem stal sviðsljósinu af hinum stórstjörnum liðsins. Ansu Fati skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Lionel Messi skoraði úr. Allt gerði strákurinn þetta á fyrstu 35 mínútum leiksins og það voru fáir í vafa um að hann væri maður leiksins. Svo fór þó ekki. Fati deserved the award after his stunning 2-goal display, but he was the only player who actually couldn't win it. Instead, Jordi Alba was handed the award. https://t.co/S103bZTgxs— SPORTbible (@sportbible) September 28, 2020 Ansu Fati hefur verið duglegur að slá alls konar aldursmet á síðustu mánuðum og þar á meðal hjá spænska landsliðinu. Hann hefur allt til þess að bera til að verða stórstjarna en hann bara ekki ennþá nógu gamall til að fá verðlaun sem maður leiksins hjá Börsungum. Verðlaunin fyrir mann leiksins í gær fóru til bakvarðarins Jordi Alba en ekki til Ansu Fati. Twitter síðan Spanish Football News segir ástæðuna hafa verið aldur leikmannsins. Ansu verður ekki átján ára fyrr en í lok október og er ekki nógu gamall til að drekka áfengi. Styrktaraðili verðlaunanna er nefnilega bjórframleiðandinn Budweiser og þar er krafa um að maður leiksins geti haldið upp á verðlaunin með því að fá sér sopa. Miðað við byrjunina á tímabilinu þá fær Ansu Fati örugglega fleiri tækifæri til að vinna þessi verðlaun þegar hann er búinn að halda upp á átján ára afmælið. Liðsfélagar hans hjá Barcelona vilja líka passa upp á strákinn. Sergio Busquets talaði um það eftir leik að blaðamenn og aðrir yrðu að passa sig að láta ekki of mikið með hann en um leið viðurkenndi Busquets að þarna sé mikið hæfileikabúnt á ferðinni.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira