Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 21:09 Trump og Barrett við athöfnina í Hvíta húsinu rétt eftir að Trump tilkynnti að hann tilnefndi Barrett til Hæstaréttar. Skjáskot Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hefur hann tilnefnd Amy Coney Barrett, en því hefur verið spáð undanfarnar daga að Barrett yrði fyrir valinu. Þetta er þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar og verði Barrett kjörin í dómarasæti af öldungadeild Bandaríkjaþings verða íhaldssamir dómarar sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Trump tilkynnti tilnefningu sína nú rétt eftir klukkan níu við athöfn í Hvíta húsinu. Íhaldssamir aðgerðasinnar hafa fagnað tilnefningunni frá því að fréttir af henni bárust í gærkvöldi en frjálslyndir hafa lýst yfir andstöðu sinni. Barrett var viðstödd athöfninni ásamt eiginmanni og sjö börnum. Hún og Donald Trump gengu inn á sviðið, sem sett var upp fyrir framan Hvíta húsið, við mikið lófatak viðstaddra. Hann sagðist mjög stoltur af þessu augnabliki áður en hann kynnti Barrett við mikið lófatak. Segja hræsni hjá McConnell að kjósa um tilnefningu Trumps Nú hefst kapphlaup öldungadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, um að kjósa Barrett í embætti en aðeins rúmar fimm vikur eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar og leiðtogi Repúblikananna, hefur heitið því að verkið takist fyrir kosningar. Þá hefur Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, gefið það til kynna að hann telji að Barrett verði kjörin dómari fyrir 3. nóvember, daginn sem forsetakosningar fara fram. Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Jacquelyn Martin Margir frjálslyndra hafa lýst yfir óánægju með það að McConnell skuli ætla að láta öldungadeildina taka tilnefninguna fyrir og hafa bent á að þegar Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, tilnefndi Merrick Garland til Hæstaréttar hafi McConnell neitað að taka tilnefninguna fyrir í öldungadeild. Var röksemdafærsla McConnells sú á sínum tíma að of stutt væri í kosningar og hann myndi ekki taka fyrir tilnefningu til Hæstaréttar í öldungadeild á kosningaári. Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur lýst því yfir að honum þyki að sá sem verði kjörinn forseti í nóvember eigi að tilnefna nýjan dómara. Fimmti kvenkynsdómari Hæstaréttar Barrett er 48 gömul og er svo að segja nýgræðingur á dómarabekk. Hún var tilnefnd af Trump til áfrýjunardómstóls 7. svæðis árið 2017 og hefur starfað þar sem dómari síðan. Hún var nálægt því að vera útnefnd til Hæstaréttar árið 2018 þegar Trump skipaði Brett Kavanaugh til að taka sæti Anthony Kennedy sem settist í helgan stein. Ruth Bader Ginsburg lést 18. september síðastliðinn og hafði hún lýst því yfir að hún vildi að nýr forseti, sem kjörinn yrði 3. nóvember næstkomandi, tilnefndi eftirmann hennar. Getty/WP Verði Barrett kjörin til Hæstaréttar, þar sem hún tekur sæti Ruth Bader Ginsburg sem lést föstudaginn 18. september síðastliðinn, verður Barrett fimmta konan til þess að sitja sem dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna. Aðhyllist „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni Frá því að Barrett tók við dómarasæti við áfrýjunardómstólinn hefur hún reynst íhaldsmönnum vel að því er fram kemur í frétt Reuters. Hún dæmdi með einni af harðlínustefnum Trumps um innflytjendamál og hefur stutt aukin réttindi til að bera skotvopn. Hún hefur einnig dæmt því í vil að háskólanemar sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot geti kært skólann. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt þrjá dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Þá hafa aðgerðahópar um þungunarrof lýst yfir áhyggjum vegna tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var árið 1973 og gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun stjórnarskrárinnar eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Gengur það út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu stjórnarskrárinnar, sem var rituð fyrir meira en tveimur öldum. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hefur hann tilnefnd Amy Coney Barrett, en því hefur verið spáð undanfarnar daga að Barrett yrði fyrir valinu. Þetta er þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar og verði Barrett kjörin í dómarasæti af öldungadeild Bandaríkjaþings verða íhaldssamir dómarar sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Trump tilkynnti tilnefningu sína nú rétt eftir klukkan níu við athöfn í Hvíta húsinu. Íhaldssamir aðgerðasinnar hafa fagnað tilnefningunni frá því að fréttir af henni bárust í gærkvöldi en frjálslyndir hafa lýst yfir andstöðu sinni. Barrett var viðstödd athöfninni ásamt eiginmanni og sjö börnum. Hún og Donald Trump gengu inn á sviðið, sem sett var upp fyrir framan Hvíta húsið, við mikið lófatak viðstaddra. Hann sagðist mjög stoltur af þessu augnabliki áður en hann kynnti Barrett við mikið lófatak. Segja hræsni hjá McConnell að kjósa um tilnefningu Trumps Nú hefst kapphlaup öldungadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, um að kjósa Barrett í embætti en aðeins rúmar fimm vikur eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar og leiðtogi Repúblikananna, hefur heitið því að verkið takist fyrir kosningar. Þá hefur Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, gefið það til kynna að hann telji að Barrett verði kjörin dómari fyrir 3. nóvember, daginn sem forsetakosningar fara fram. Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Jacquelyn Martin Margir frjálslyndra hafa lýst yfir óánægju með það að McConnell skuli ætla að láta öldungadeildina taka tilnefninguna fyrir og hafa bent á að þegar Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, tilnefndi Merrick Garland til Hæstaréttar hafi McConnell neitað að taka tilnefninguna fyrir í öldungadeild. Var röksemdafærsla McConnells sú á sínum tíma að of stutt væri í kosningar og hann myndi ekki taka fyrir tilnefningu til Hæstaréttar í öldungadeild á kosningaári. Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur lýst því yfir að honum þyki að sá sem verði kjörinn forseti í nóvember eigi að tilnefna nýjan dómara. Fimmti kvenkynsdómari Hæstaréttar Barrett er 48 gömul og er svo að segja nýgræðingur á dómarabekk. Hún var tilnefnd af Trump til áfrýjunardómstóls 7. svæðis árið 2017 og hefur starfað þar sem dómari síðan. Hún var nálægt því að vera útnefnd til Hæstaréttar árið 2018 þegar Trump skipaði Brett Kavanaugh til að taka sæti Anthony Kennedy sem settist í helgan stein. Ruth Bader Ginsburg lést 18. september síðastliðinn og hafði hún lýst því yfir að hún vildi að nýr forseti, sem kjörinn yrði 3. nóvember næstkomandi, tilnefndi eftirmann hennar. Getty/WP Verði Barrett kjörin til Hæstaréttar, þar sem hún tekur sæti Ruth Bader Ginsburg sem lést föstudaginn 18. september síðastliðinn, verður Barrett fimmta konan til þess að sitja sem dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna. Aðhyllist „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni Frá því að Barrett tók við dómarasæti við áfrýjunardómstólinn hefur hún reynst íhaldsmönnum vel að því er fram kemur í frétt Reuters. Hún dæmdi með einni af harðlínustefnum Trumps um innflytjendamál og hefur stutt aukin réttindi til að bera skotvopn. Hún hefur einnig dæmt því í vil að háskólanemar sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot geti kært skólann. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt þrjá dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Þá hafa aðgerðahópar um þungunarrof lýst yfir áhyggjum vegna tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var árið 1973 og gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun stjórnarskrárinnar eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Gengur það út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu stjórnarskrárinnar, sem var rituð fyrir meira en tveimur öldum. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira