Arkitekt gefur út rokkóperu með Geir Ólafs: „Algjört sýningarverk fyrir röddina hans“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2020 15:32 Geir fer á kostum í laginu og myndbandinu. „Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Arnar Kristinsson sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Tíminn sem hann segir vera rokkópera en það er sjálfur Geir Ólafsson sem flytur lagið og kemur fram í myndbandinu. „Ég er menntaður arkitekt, en langaði til að koma þessu lagi og reyndar þremur öðrum, sem eru á leiðinni frá mér áður en ég hæfi að byggja feril minn sem slíkur,“ segir Pétur sem vill bæta við að hann er laus til starfa hér á landi sem arkitekt. „Þetta lag hefur verið lengi í bígerð. Ég fékk hann Geir til að syngja inn á demó af þessu árið 2012. Hann er akkúrat með röddina í þetta. þar sem hann er jafnvígur á dægurlög og klassískan óperusöng. Það eru bara ekki allir. Og að auki spannar þetta nánast allt raddsvið tenórsins , fer alveg upp í háa C-ís og Geir á kannski eina eða tvær nótur inni ofar því. Þetta er því algjört sýningarverk fyrir röddina hans.“ Pétur Arnar byrjaði að semja lagið árið 2012. Pétur segist hafa platað Geir í fjallgöngu til að taka upp myndbandið. „Þetta er smá út fyrir þægindarammann. Ekki sést áður frá Geir. Ég held að hann sé ekki mikið fyrir að príla uppá fjöllum þó hann láti sig hafa það í þágu listarinnar. Og þetta var hetjulega gert hjá honum. Mér fannst gaman að fá hann út fyrir sitt þægindasvið, það er rokk í þessu þó lagið byrji sakleysislega og jaðrar við metal á köflum. Fannst það líka spennandi, að brjóta upp þessa hefðbundnu mynd sem mér finnst fólk gera sér af honum. Er ekki hlutlaus en ég held að þetta sé lag til þess fallið.“ Pétur segist vera með fjögur önnur lög í vinnslu. „En þetta er líklega það stærsta og hlóð svolítið utan á sig þegar kom að gerð myndbandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ vanan kvikmyndatökumann og aðra fagmenn í myndbandsgerð, en það er Friðrik Grétarsson sem filmaði þetta, Þóra Ólafsdóttir bætti nokkrum árum á Geir með snilldar förðun sem er ekki á allra færi, og Bonni ljósmyndari var innan handar á tökustað að taka myndir.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Geir Ólafs - Tíminn Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Sjá meira
„Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Arnar Kristinsson sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Tíminn sem hann segir vera rokkópera en það er sjálfur Geir Ólafsson sem flytur lagið og kemur fram í myndbandinu. „Ég er menntaður arkitekt, en langaði til að koma þessu lagi og reyndar þremur öðrum, sem eru á leiðinni frá mér áður en ég hæfi að byggja feril minn sem slíkur,“ segir Pétur sem vill bæta við að hann er laus til starfa hér á landi sem arkitekt. „Þetta lag hefur verið lengi í bígerð. Ég fékk hann Geir til að syngja inn á demó af þessu árið 2012. Hann er akkúrat með röddina í þetta. þar sem hann er jafnvígur á dægurlög og klassískan óperusöng. Það eru bara ekki allir. Og að auki spannar þetta nánast allt raddsvið tenórsins , fer alveg upp í háa C-ís og Geir á kannski eina eða tvær nótur inni ofar því. Þetta er því algjört sýningarverk fyrir röddina hans.“ Pétur Arnar byrjaði að semja lagið árið 2012. Pétur segist hafa platað Geir í fjallgöngu til að taka upp myndbandið. „Þetta er smá út fyrir þægindarammann. Ekki sést áður frá Geir. Ég held að hann sé ekki mikið fyrir að príla uppá fjöllum þó hann láti sig hafa það í þágu listarinnar. Og þetta var hetjulega gert hjá honum. Mér fannst gaman að fá hann út fyrir sitt þægindasvið, það er rokk í þessu þó lagið byrji sakleysislega og jaðrar við metal á köflum. Fannst það líka spennandi, að brjóta upp þessa hefðbundnu mynd sem mér finnst fólk gera sér af honum. Er ekki hlutlaus en ég held að þetta sé lag til þess fallið.“ Pétur segist vera með fjögur önnur lög í vinnslu. „En þetta er líklega það stærsta og hlóð svolítið utan á sig þegar kom að gerð myndbandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ vanan kvikmyndatökumann og aðra fagmenn í myndbandsgerð, en það er Friðrik Grétarsson sem filmaði þetta, Þóra Ólafsdóttir bætti nokkrum árum á Geir með snilldar förðun sem er ekki á allra færi, og Bonni ljósmyndari var innan handar á tökustað að taka myndir.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Geir Ólafs - Tíminn
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Sjá meira