Fylkir fór í framlengingu Bjarni Bjarnason skrifar 22. september 2020 23:29 Síðasti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni var leikur Fylkis og XY. Liðin mættust á heimavelli Fylkis en kortið sem þeir völdu var Dust II. Það var ekki að sjá að leikmenn Fylkis væru vel undirbúnir í fyrri hálf leik. En lið XY sem hóf leikinn í sókn (terrorist) byrjaði leikinn af miklu öryggi þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Eftir að xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) leysti listivel úr klemmu þar sem hann var einn eftir á móti þremur féll lið Fylkis í sundur. Lið XY nýtti sér hikið sem var á mönnum Fylkis og röðuðu inn lotunum. Leikmenn XY þeir brnr (Birnir Clausson) og Sveittur (Daníel Heiðar Tómasson) sáu um að slá á fingurnar á Fylkismönnum þegar þeir reyndu að ná taki á leiknum aftur. Í lok fyrri hálfleiks var staðan 13 - 2 fyrir XY. Seinni leikhluti hófst og liðsmenn voru fljótir að tryggja sér fimmtándu lotuna og sigurinn virtist vera í höfn. Það sem að hefði átt að vera auðveldur eftirleikur fyrir XY varð fljótt að martröð . Af fordæmi viruz (Magnús Árni Magnússon) sem opnaði hverja lotuna á fætur annari fyrir Fylki fundu þeir taktinn aftur og XY missti tökin á leiknum. Með ótrulegri endurkomu hafði Fylkir komið sér aftur inn í leikinn og knúið fram framlenginu. Staðan var 15 - 15. Við tók hörkuspennandi framlenging þar sem skipst var á lotum og leikmenn áttu glæsilegar fléttur. Þó var það lið XY sem bar sigur úr bítum að lokum. Lokastaða leiksins var XY 19 - 17 Fylkir. Markaði þessi leikur lok 7.umferðar í Vodafonedeildinni og er hún nú hálfnuð. Hér fyrir neðan er staðan í deildinni. Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti
Síðasti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni var leikur Fylkis og XY. Liðin mættust á heimavelli Fylkis en kortið sem þeir völdu var Dust II. Það var ekki að sjá að leikmenn Fylkis væru vel undirbúnir í fyrri hálf leik. En lið XY sem hóf leikinn í sókn (terrorist) byrjaði leikinn af miklu öryggi þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Eftir að xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) leysti listivel úr klemmu þar sem hann var einn eftir á móti þremur féll lið Fylkis í sundur. Lið XY nýtti sér hikið sem var á mönnum Fylkis og röðuðu inn lotunum. Leikmenn XY þeir brnr (Birnir Clausson) og Sveittur (Daníel Heiðar Tómasson) sáu um að slá á fingurnar á Fylkismönnum þegar þeir reyndu að ná taki á leiknum aftur. Í lok fyrri hálfleiks var staðan 13 - 2 fyrir XY. Seinni leikhluti hófst og liðsmenn voru fljótir að tryggja sér fimmtándu lotuna og sigurinn virtist vera í höfn. Það sem að hefði átt að vera auðveldur eftirleikur fyrir XY varð fljótt að martröð . Af fordæmi viruz (Magnús Árni Magnússon) sem opnaði hverja lotuna á fætur annari fyrir Fylki fundu þeir taktinn aftur og XY missti tökin á leiknum. Með ótrulegri endurkomu hafði Fylkir komið sér aftur inn í leikinn og knúið fram framlenginu. Staðan var 15 - 15. Við tók hörkuspennandi framlenging þar sem skipst var á lotum og leikmenn áttu glæsilegar fléttur. Þó var það lið XY sem bar sigur úr bítum að lokum. Lokastaða leiksins var XY 19 - 17 Fylkir. Markaði þessi leikur lok 7.umferðar í Vodafonedeildinni og er hún nú hálfnuð. Hér fyrir neðan er staðan í deildinni.
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti