Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íþróttadeild skrifar 22. september 2020 20:16 Sara Björk Gunnarsdóttir hélt góðan liðsfund inni á vellinum í fyrri hálfleik. vísir/vilhelm Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli í F-riðli undankeppni EM 2022 í kvöld. Anna Anvegård kom Svíum í 1-0 á 33. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Íslenska liðið lék virkilega vel í seinni hálfleik og jafnaði verðskuldað á 60. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði þá eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Elín Metta var nálægt því að tryggja íslenska liðinu sigur á 78. mínútu en skaut í slá. Sara spilaði frábærlega á miðju íslenska liðsins í sínum 133. landsleik. Hún jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu í dag. Glódís Perla Viggósdóttir, Sveindís og Elín Metta áttu einnig skínandi góðan leik. Byrjunarliðið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7Hafði meira að gera en í öllum hinum leikjunum í undankeppninni til samans. Átti fínan leik og varði frábærlega frá Anvegård í seinni hálfleik. Fékk á sig mark á nærstöngina en skotið var gott. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 6Átti ágætis spretti fram völlinn en lenti stundum í vandræðum þegar Svíar tvöfölduðu á hana. Eins og nánast allar í íslenska liðinu lék Gunnhildur betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8Frábær frammistaða hjá Glódísi. Alltaf hægt að treysta á góða frammistöðu hjá henni með landsliðinu. Sýnikennsla í leiklestri og með frábæra sendingagetu. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Stóð illa á Anvegård í marki Svía. Spilaði mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6Hefði mátt setja meiri og betri pressu á Sofie Jakobsson í aðdraganda fyrsta marksins og í nokkrum öðrum tilvikum. Var fín með boltann og hornspyrnur hennar sköpuðu mikla hættu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 7Hættulegasti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Átti nokkra góða spretti og sýndi að hún er klár í að spila á stærsta sviðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 9 - maður leiksins Góð í fyrri hálfleik, frábær í þeim seinni. Alvöru fyrirliðaframmistaða í tímamótaleiknum. Skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af. Færði sig framar í seinni hálfleik og dreif íslenska liðið áfram. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7Komst ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik og var aðallega í eltingarleik. Vann sig virkilega vel inn í leikinn í seinni hálfleik og varð betri með hverri mínútunni. Virtist geta spilað í hálftíma í viðbót. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7Líkt og Alexandra sást Dagný ekki mikið í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni. Gríðarlega öflug í loftinu og í návígum. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Þvílíkur gimsteinn. Lagði upp jöfnunarmarkið með einu af sínum fjölmörgu löngu innköstum. Gríðarlega dugleg og átti góða spretti. Meira áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Er komin til að vera í landsliðinu. Elín Metta Jensen, framherji 8Hélt áfram þeim góða sið að skora í öllum leikjum í undankeppninni. Var vel vakandi og stakk sér fram fyrir markvörð Svía og skallaði boltann í netið. Vann vel og reyndi alltaf að búa eitthvað til. Varamenn Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Karólínu á 82. mínútu Hættuleg á hægri kantinum. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Elínu Mettu á 86. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2021 í Englandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli í F-riðli undankeppni EM 2022 í kvöld. Anna Anvegård kom Svíum í 1-0 á 33. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Íslenska liðið lék virkilega vel í seinni hálfleik og jafnaði verðskuldað á 60. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði þá eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Elín Metta var nálægt því að tryggja íslenska liðinu sigur á 78. mínútu en skaut í slá. Sara spilaði frábærlega á miðju íslenska liðsins í sínum 133. landsleik. Hún jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu í dag. Glódís Perla Viggósdóttir, Sveindís og Elín Metta áttu einnig skínandi góðan leik. Byrjunarliðið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7Hafði meira að gera en í öllum hinum leikjunum í undankeppninni til samans. Átti fínan leik og varði frábærlega frá Anvegård í seinni hálfleik. Fékk á sig mark á nærstöngina en skotið var gott. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 6Átti ágætis spretti fram völlinn en lenti stundum í vandræðum þegar Svíar tvöfölduðu á hana. Eins og nánast allar í íslenska liðinu lék Gunnhildur betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8Frábær frammistaða hjá Glódísi. Alltaf hægt að treysta á góða frammistöðu hjá henni með landsliðinu. Sýnikennsla í leiklestri og með frábæra sendingagetu. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Stóð illa á Anvegård í marki Svía. Spilaði mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6Hefði mátt setja meiri og betri pressu á Sofie Jakobsson í aðdraganda fyrsta marksins og í nokkrum öðrum tilvikum. Var fín með boltann og hornspyrnur hennar sköpuðu mikla hættu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 7Hættulegasti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Átti nokkra góða spretti og sýndi að hún er klár í að spila á stærsta sviðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 9 - maður leiksins Góð í fyrri hálfleik, frábær í þeim seinni. Alvöru fyrirliðaframmistaða í tímamótaleiknum. Skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af. Færði sig framar í seinni hálfleik og dreif íslenska liðið áfram. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7Komst ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik og var aðallega í eltingarleik. Vann sig virkilega vel inn í leikinn í seinni hálfleik og varð betri með hverri mínútunni. Virtist geta spilað í hálftíma í viðbót. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7Líkt og Alexandra sást Dagný ekki mikið í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni. Gríðarlega öflug í loftinu og í návígum. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Þvílíkur gimsteinn. Lagði upp jöfnunarmarkið með einu af sínum fjölmörgu löngu innköstum. Gríðarlega dugleg og átti góða spretti. Meira áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Er komin til að vera í landsliðinu. Elín Metta Jensen, framherji 8Hélt áfram þeim góða sið að skora í öllum leikjum í undankeppninni. Var vel vakandi og stakk sér fram fyrir markvörð Svía og skallaði boltann í netið. Vann vel og reyndi alltaf að búa eitthvað til. Varamenn Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Karólínu á 82. mínútu Hættuleg á hægri kantinum. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Elínu Mettu á 86. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira