Arnar: Setti liðsfélagana í erfiða stöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2020 16:55 Arnar á hliðarlínunni í dag. vísir/vilhelm Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var mátulega sáttur eftir 1-1 jafnteflið við Fjölni í dag. KA var manni færri í 55 mínútur en kom til baka, jafnaði og náði í stig. „Rauð spjöld og mörk breyta leikjum og að lenda undir og vera manni færri var ansi brött brekka. Við náðum stigi en í stöðunni 1-1 fengum við dauðafæri. Mér fannst við spila seinni hálfleikinn gríðarlega vel og á tíma leit út fyrir að við værum ellefu á móti tíu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Ég er mjög sáttur með frammistöðu míns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik og í upphafi leiks. Við ætluðum að sækja þrjú stig en í hálfleik hefðum við sætt okkur við eitt stig. En eftir á hefðum við viljað meira.“ Mikkel Qvist fékk á sig vítaspyrnu á 34. mínútu og var rekinn af velli fyrir að fleygja Sigurpáli Melberg Pálssyni til jarðar. Jón Gísli Ström skoraði úr vítinu og kom Fjölni yfir. „Þetta er svekkjandi. Það var búið að skalla boltann í burtu. Menn eru að gefa tilefni til að flauta á sig og það er ekki gott. Þetta er mjög svekkjandi og hann setti liðsfélagana í erfiða stöðu,“ sagði Arnar. KA er nú í 8. sæti deildarinnar með fimmtán stig. Arnar vill að koma KA-mönnum ofar í töfluna. „Við viljum meira. Við ætluðum okkur að taka þrjú stig hérna í dag. Markmiðið er að klífa töfluna og sjá hvert við komumst. Það er bara næsti leikur, sem er erfiður leikur gegn HK á heimavelli, og markmiðið þar er þrjú stig. Ef við náum því erum við komnir í betri stöðu,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var mátulega sáttur eftir 1-1 jafnteflið við Fjölni í dag. KA var manni færri í 55 mínútur en kom til baka, jafnaði og náði í stig. „Rauð spjöld og mörk breyta leikjum og að lenda undir og vera manni færri var ansi brött brekka. Við náðum stigi en í stöðunni 1-1 fengum við dauðafæri. Mér fannst við spila seinni hálfleikinn gríðarlega vel og á tíma leit út fyrir að við værum ellefu á móti tíu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Ég er mjög sáttur með frammistöðu míns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik og í upphafi leiks. Við ætluðum að sækja þrjú stig en í hálfleik hefðum við sætt okkur við eitt stig. En eftir á hefðum við viljað meira.“ Mikkel Qvist fékk á sig vítaspyrnu á 34. mínútu og var rekinn af velli fyrir að fleygja Sigurpáli Melberg Pálssyni til jarðar. Jón Gísli Ström skoraði úr vítinu og kom Fjölni yfir. „Þetta er svekkjandi. Það var búið að skalla boltann í burtu. Menn eru að gefa tilefni til að flauta á sig og það er ekki gott. Þetta er mjög svekkjandi og hann setti liðsfélagana í erfiða stöðu,“ sagði Arnar. KA er nú í 8. sæti deildarinnar með fimmtán stig. Arnar vill að koma KA-mönnum ofar í töfluna. „Við viljum meira. Við ætluðum okkur að taka þrjú stig hérna í dag. Markmiðið er að klífa töfluna og sjá hvert við komumst. Það er bara næsti leikur, sem er erfiður leikur gegn HK á heimavelli, og markmiðið þar er þrjú stig. Ef við náum því erum við komnir í betri stöðu,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti