Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 11:42 Ein af sprengjuvélunum sem flogið var frá Kína að Taívan í gær. AP/Varnarmálaráðuneyti Taívan Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. Hann vísaði þó ekki beint til heimsóknar Keith Krach, aðstoðarinnanríkisráðherra og æðsta erindreka Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í áratugi. Talsmaðurinn, Ren Guoqiang, sagði einnig að Bandaríkin gætu ekki stjórnað Kína í gegnum Taívan og að Taívan gæti ekki reitt sig á útlendinga til að byggja sig upp. Ren varpaði þar að auki fram lítt dulinni hótun og sagði: „Þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Varnarmálaráðuneyti Taívan segir þar að auki að 18 herþotum, tveimur sprengjuvélum og 16 orrustuþotum, hafa verið flogið yfir Taívansund í gær. Orrustuþotur voru sendar til móts þeirra. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga á undanförnum vikum. Kínverjar hafa einnig mótmælt fundi Kelly Craft, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, með James Lee, sem stýrir óformlegu sendiráði Taívan í Bandaríkjunum. Þau funduðu í New York á miðvikudaginn og ræddu sín á milli hvernig hægt væri að auka aðkomu Taívan að Sameinuðu þjóðunum. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Haldnar voru kosningar í janúar þar sem sjálfstæðissinnar fengu rúm 57 prósent atkvæða. Sjá einnig: Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Síðan kosningarnar fóru fram í janúar hafa kínversk herskip sést mun oftar en áður á siglingu nærri Taívan og það sama má segja um orrustuþotur og sprengjuflugvélar. Þeim hefur verið flogið oftar að Taívan en áður og jafnvel nær. Eins og flest önnur ríki eiga Bandaríkin í rauninni ekki í formlegum samskiptum við Taívan. Bandaríkin hafa þó lengi stutt við bakið á Taívan og eru til að mynda það ríki sem selur þeim mest vopn. Undir stjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa samskiptin við Taívan aukist til muna en Bandaríkin hafa frá því 2018 átt í viðskiptastríði við Kína. Til marks um það, þá heimsótti Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Taívan í byrjun ágúst. Hann var þá æðsti embættismaðurinn sem heimsótt hafði Taívan um langt skeið. Þeirri rannsókn var harðlega mótmælt í Peking. Kína Taívan Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. Hann vísaði þó ekki beint til heimsóknar Keith Krach, aðstoðarinnanríkisráðherra og æðsta erindreka Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í áratugi. Talsmaðurinn, Ren Guoqiang, sagði einnig að Bandaríkin gætu ekki stjórnað Kína í gegnum Taívan og að Taívan gæti ekki reitt sig á útlendinga til að byggja sig upp. Ren varpaði þar að auki fram lítt dulinni hótun og sagði: „Þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Varnarmálaráðuneyti Taívan segir þar að auki að 18 herþotum, tveimur sprengjuvélum og 16 orrustuþotum, hafa verið flogið yfir Taívansund í gær. Orrustuþotur voru sendar til móts þeirra. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga á undanförnum vikum. Kínverjar hafa einnig mótmælt fundi Kelly Craft, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, með James Lee, sem stýrir óformlegu sendiráði Taívan í Bandaríkjunum. Þau funduðu í New York á miðvikudaginn og ræddu sín á milli hvernig hægt væri að auka aðkomu Taívan að Sameinuðu þjóðunum. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Haldnar voru kosningar í janúar þar sem sjálfstæðissinnar fengu rúm 57 prósent atkvæða. Sjá einnig: Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Síðan kosningarnar fóru fram í janúar hafa kínversk herskip sést mun oftar en áður á siglingu nærri Taívan og það sama má segja um orrustuþotur og sprengjuflugvélar. Þeim hefur verið flogið oftar að Taívan en áður og jafnvel nær. Eins og flest önnur ríki eiga Bandaríkin í rauninni ekki í formlegum samskiptum við Taívan. Bandaríkin hafa þó lengi stutt við bakið á Taívan og eru til að mynda það ríki sem selur þeim mest vopn. Undir stjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa samskiptin við Taívan aukist til muna en Bandaríkin hafa frá því 2018 átt í viðskiptastríði við Kína. Til marks um það, þá heimsótti Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Taívan í byrjun ágúst. Hann var þá æðsti embættismaðurinn sem heimsótt hafði Taívan um langt skeið. Þeirri rannsókn var harðlega mótmælt í Peking.
Kína Taívan Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54