29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2020 13:59 Húsleit var gerð á fjölda staða í Essen, Mülheim an der Ruhr, Oberhausen, Moers og Selm. Getty 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. Talsmaður stéttarfélags lögreglumanna segir málið „óþolandi“. Lögreglumenn í Norðurrín-Vestfalíu gerðu húsleit á 34 heimilum og skrifstofum starfsbræðra sinna í gær vegna rannsókna á fimm spjallhópum lögreglumanna í forritinu WhatsApp. Málið snýr að spjallhópum sem voru virkir á árunum 2013 til 2015 þar sem finna mátti 126 áróðursmyndir, þar á meðal myndir af Adolf Hitler og samsettar myndir af flóttamönnum í gasklefum. Herbert Reul, innanríkisráðherra Norrðurrín-Vestfalíu, sagði frá málinu í gær og lýsti hann efninu sem deilt var sem „andstyggilegu“. Frank Richter, lögreglustjóri í Essen, kveðst vera í áfalli vegna málsins og ekkert botna í því að enginn lögreglumannanna hafi tilkynnt um deilingarnar til yfirboðara sinna. Flestir í Essen Reul segir að fjórtán hinna 29 lögreglumanna verði líklega reknir úr lögreglu, en ellefu þeirra hafi deilt efninu svo að glæpsamlegt megi kalla. Þá sé líklegt að hinum verði refsað með öðrum hætti, en að þeir hafi allir komið óorði á um 50 þúsund manna lögreglulið Norðurrín-Vestfalíu. „Hægri öfgamenn og nýnasistar eiga engan stað í lögregluliði Norðurrín-Vestfalíu, í okkar lögregluliði,“ sagði Reul. 25 þessara 29 lögreglumanna störfuðu í borginni Essen, þar sem íbúar telja tæplega 600 þúsund. Þýskaland Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. Talsmaður stéttarfélags lögreglumanna segir málið „óþolandi“. Lögreglumenn í Norðurrín-Vestfalíu gerðu húsleit á 34 heimilum og skrifstofum starfsbræðra sinna í gær vegna rannsókna á fimm spjallhópum lögreglumanna í forritinu WhatsApp. Málið snýr að spjallhópum sem voru virkir á árunum 2013 til 2015 þar sem finna mátti 126 áróðursmyndir, þar á meðal myndir af Adolf Hitler og samsettar myndir af flóttamönnum í gasklefum. Herbert Reul, innanríkisráðherra Norrðurrín-Vestfalíu, sagði frá málinu í gær og lýsti hann efninu sem deilt var sem „andstyggilegu“. Frank Richter, lögreglustjóri í Essen, kveðst vera í áfalli vegna málsins og ekkert botna í því að enginn lögreglumannanna hafi tilkynnt um deilingarnar til yfirboðara sinna. Flestir í Essen Reul segir að fjórtán hinna 29 lögreglumanna verði líklega reknir úr lögreglu, en ellefu þeirra hafi deilt efninu svo að glæpsamlegt megi kalla. Þá sé líklegt að hinum verði refsað með öðrum hætti, en að þeir hafi allir komið óorði á um 50 þúsund manna lögreglulið Norðurrín-Vestfalíu. „Hægri öfgamenn og nýnasistar eiga engan stað í lögregluliði Norðurrín-Vestfalíu, í okkar lögregluliði,“ sagði Reul. 25 þessara 29 lögreglumanna störfuðu í borginni Essen, þar sem íbúar telja tæplega 600 þúsund.
Þýskaland Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira