Sky Sports valdi Gylfa mann leiksins: Fagnar því að fá góða menn til Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 09:30 Michael Keane þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir stoðsendinguna í sigri Everton í gær Gylfi kom inn í byrjunarliðið og fékk fyrirliðabandið. Getty/Peter Powell Gylfi Þór Sigurðsson sagði ekki hafa hugmynd um að markið hans í gær hafi verð hundraðasta markið hans í enska boltanum. Sky Sports valdi Gylfa Þór Sigurðsson besta mann vallarins í gærkvöldi en hann var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri Everton á Salford City í annarri umferð enska deildabikarsins. Gylfi var á bekknum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi þar sem nýkeyptir miðjumenn liðsins fengu tækifæri. Gylfi skoraði annað mark Everton í leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Anthony Gordon. Hann hafði áður lagt upp skallamark fyrir Michael Keane þegar hornspyrna Gylfa fór beint á höfuðið á miðverðinum. Gylfi hefði getað skorað annað mark í leiknum þegar hann skaut í stöngina. Sky Sports fékk Gylfa í viðtal og spurði hann af því hvort að hann hefði vitað að þetta væri hans hundraðasta mark. @Carabao_Cup Man of the Match, @Everton s Gylfi SigurdssonScored 100th goal of English career in all comps3 shots, 1 on target1 assist4 chances created11 crosses55 of 63 passes completed (87% accuracy) pic.twitter.com/A27GjADnTg— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 16, 2020 „Nei ég vissi ekki af því svo það er gaman að heyra. Ég hefði getað skorað 101. markið mitt en það gerðist ekki. Vonandi kemur það í næsta leik," sagði Gylfi í viðtalinu. „Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og gott að vera áfram í keppninni. Þeir spiluðu vel en ef við hefðum nýtt færin okkar í fyrri hálfleik hefði þetta verið annar leikur. Við héldum boltanum vel og þeir urðu þreyttir þegar á leið. Á heildina litið góð frammistaða," sagði Gylfi eftir leikinn. Gylfi fagnar meiri samkeppni á miðju Everton liðsins en það var mikilvægt fyrir hann að spila vel í gær þegar hann fékk aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez voru allir keyptir og Everton vann fyrsta leik með Gylfa á bekknum. „Það skiptir ekki máli hvaða leikur það er því það er alltaf gott tækifæri til að sýna að þú getur spilað fyrir þetta félag, að sýna það að þú sért nógu góður. Auðvitað munu koma inn nýir leikmenn hjá stóru félagi eins og Everton. Það er gott að við séum að fá inn góða leikmenn og hópurinn er því að verða sterkari. Það býr til meiri samkeppni en leikirnir verða margir að það er gott að hafa stærri hóp," sagði Gylfi við Sky Sports eftir leik. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson sagði ekki hafa hugmynd um að markið hans í gær hafi verð hundraðasta markið hans í enska boltanum. Sky Sports valdi Gylfa Þór Sigurðsson besta mann vallarins í gærkvöldi en hann var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri Everton á Salford City í annarri umferð enska deildabikarsins. Gylfi var á bekknum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi þar sem nýkeyptir miðjumenn liðsins fengu tækifæri. Gylfi skoraði annað mark Everton í leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Anthony Gordon. Hann hafði áður lagt upp skallamark fyrir Michael Keane þegar hornspyrna Gylfa fór beint á höfuðið á miðverðinum. Gylfi hefði getað skorað annað mark í leiknum þegar hann skaut í stöngina. Sky Sports fékk Gylfa í viðtal og spurði hann af því hvort að hann hefði vitað að þetta væri hans hundraðasta mark. @Carabao_Cup Man of the Match, @Everton s Gylfi SigurdssonScored 100th goal of English career in all comps3 shots, 1 on target1 assist4 chances created11 crosses55 of 63 passes completed (87% accuracy) pic.twitter.com/A27GjADnTg— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 16, 2020 „Nei ég vissi ekki af því svo það er gaman að heyra. Ég hefði getað skorað 101. markið mitt en það gerðist ekki. Vonandi kemur það í næsta leik," sagði Gylfi í viðtalinu. „Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og gott að vera áfram í keppninni. Þeir spiluðu vel en ef við hefðum nýtt færin okkar í fyrri hálfleik hefði þetta verið annar leikur. Við héldum boltanum vel og þeir urðu þreyttir þegar á leið. Á heildina litið góð frammistaða," sagði Gylfi eftir leikinn. Gylfi fagnar meiri samkeppni á miðju Everton liðsins en það var mikilvægt fyrir hann að spila vel í gær þegar hann fékk aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez voru allir keyptir og Everton vann fyrsta leik með Gylfa á bekknum. „Það skiptir ekki máli hvaða leikur það er því það er alltaf gott tækifæri til að sýna að þú getur spilað fyrir þetta félag, að sýna það að þú sért nógu góður. Auðvitað munu koma inn nýir leikmenn hjá stóru félagi eins og Everton. Það er gott að við séum að fá inn góða leikmenn og hópurinn er því að verða sterkari. Það býr til meiri samkeppni en leikirnir verða margir að það er gott að hafa stærri hóp," sagði Gylfi við Sky Sports eftir leik.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira