Sky Sports valdi Gylfa mann leiksins: Fagnar því að fá góða menn til Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 09:30 Michael Keane þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir stoðsendinguna í sigri Everton í gær Gylfi kom inn í byrjunarliðið og fékk fyrirliðabandið. Getty/Peter Powell Gylfi Þór Sigurðsson sagði ekki hafa hugmynd um að markið hans í gær hafi verð hundraðasta markið hans í enska boltanum. Sky Sports valdi Gylfa Þór Sigurðsson besta mann vallarins í gærkvöldi en hann var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri Everton á Salford City í annarri umferð enska deildabikarsins. Gylfi var á bekknum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi þar sem nýkeyptir miðjumenn liðsins fengu tækifæri. Gylfi skoraði annað mark Everton í leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Anthony Gordon. Hann hafði áður lagt upp skallamark fyrir Michael Keane þegar hornspyrna Gylfa fór beint á höfuðið á miðverðinum. Gylfi hefði getað skorað annað mark í leiknum þegar hann skaut í stöngina. Sky Sports fékk Gylfa í viðtal og spurði hann af því hvort að hann hefði vitað að þetta væri hans hundraðasta mark. @Carabao_Cup Man of the Match, @Everton s Gylfi SigurdssonScored 100th goal of English career in all comps3 shots, 1 on target1 assist4 chances created11 crosses55 of 63 passes completed (87% accuracy) pic.twitter.com/A27GjADnTg— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 16, 2020 „Nei ég vissi ekki af því svo það er gaman að heyra. Ég hefði getað skorað 101. markið mitt en það gerðist ekki. Vonandi kemur það í næsta leik," sagði Gylfi í viðtalinu. „Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og gott að vera áfram í keppninni. Þeir spiluðu vel en ef við hefðum nýtt færin okkar í fyrri hálfleik hefði þetta verið annar leikur. Við héldum boltanum vel og þeir urðu þreyttir þegar á leið. Á heildina litið góð frammistaða," sagði Gylfi eftir leikinn. Gylfi fagnar meiri samkeppni á miðju Everton liðsins en það var mikilvægt fyrir hann að spila vel í gær þegar hann fékk aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez voru allir keyptir og Everton vann fyrsta leik með Gylfa á bekknum. „Það skiptir ekki máli hvaða leikur það er því það er alltaf gott tækifæri til að sýna að þú getur spilað fyrir þetta félag, að sýna það að þú sért nógu góður. Auðvitað munu koma inn nýir leikmenn hjá stóru félagi eins og Everton. Það er gott að við séum að fá inn góða leikmenn og hópurinn er því að verða sterkari. Það býr til meiri samkeppni en leikirnir verða margir að það er gott að hafa stærri hóp," sagði Gylfi við Sky Sports eftir leik. Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson sagði ekki hafa hugmynd um að markið hans í gær hafi verð hundraðasta markið hans í enska boltanum. Sky Sports valdi Gylfa Þór Sigurðsson besta mann vallarins í gærkvöldi en hann var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri Everton á Salford City í annarri umferð enska deildabikarsins. Gylfi var á bekknum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi þar sem nýkeyptir miðjumenn liðsins fengu tækifæri. Gylfi skoraði annað mark Everton í leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Anthony Gordon. Hann hafði áður lagt upp skallamark fyrir Michael Keane þegar hornspyrna Gylfa fór beint á höfuðið á miðverðinum. Gylfi hefði getað skorað annað mark í leiknum þegar hann skaut í stöngina. Sky Sports fékk Gylfa í viðtal og spurði hann af því hvort að hann hefði vitað að þetta væri hans hundraðasta mark. @Carabao_Cup Man of the Match, @Everton s Gylfi SigurdssonScored 100th goal of English career in all comps3 shots, 1 on target1 assist4 chances created11 crosses55 of 63 passes completed (87% accuracy) pic.twitter.com/A27GjADnTg— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 16, 2020 „Nei ég vissi ekki af því svo það er gaman að heyra. Ég hefði getað skorað 101. markið mitt en það gerðist ekki. Vonandi kemur það í næsta leik," sagði Gylfi í viðtalinu. „Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og gott að vera áfram í keppninni. Þeir spiluðu vel en ef við hefðum nýtt færin okkar í fyrri hálfleik hefði þetta verið annar leikur. Við héldum boltanum vel og þeir urðu þreyttir þegar á leið. Á heildina litið góð frammistaða," sagði Gylfi eftir leikinn. Gylfi fagnar meiri samkeppni á miðju Everton liðsins en það var mikilvægt fyrir hann að spila vel í gær þegar hann fékk aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez voru allir keyptir og Everton vann fyrsta leik með Gylfa á bekknum. „Það skiptir ekki máli hvaða leikur það er því það er alltaf gott tækifæri til að sýna að þú getur spilað fyrir þetta félag, að sýna það að þú sért nógu góður. Auðvitað munu koma inn nýir leikmenn hjá stóru félagi eins og Everton. Það er gott að við séum að fá inn góða leikmenn og hópurinn er því að verða sterkari. Það býr til meiri samkeppni en leikirnir verða margir að það er gott að hafa stærri hóp," sagði Gylfi við Sky Sports eftir leik.
Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira