Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 10:30 Færeysku landsliðsmennirnir Jóannes Bjartalíð, Gilli Rólantsson, Sölvi Vatnhamar og Viljormur Davidsen fyrir leik í undankeppni EM. Getty/Linnea Rhebor Árangur færeysku fótboltaliðanna í Evrópukeppninni í ár hefur vaktið athygli hjá formanni hagsmunasamtaka íslensku félaganna. Á meðan íslensku liðin eru í tómu tjóni eru tvö færeysk lið komin áfram í þriðju umferð. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppninni í ár og eitt af Evrópusætum Íslands í Evrópudeildinni er nú í hættu þar sem Ísland er komið niður fyrir Gíbraltar og Wales á styrkleikalistanum. KR er síðast vona íslenska fótboltans í Evrópukeppninni í ár en önnur íslensk lið hafa dottið út við fyrstu umferð. KR er reyndar búið að detta út úr forkeppni Meistaradeildarinnar en fær annað tækifæri í forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið mætir Flora Tallin í kvöld. Víkingurinn Haraldur Haraldsson er formaður hjá Íslenskum Toppfótbolta og hann vekur athygli á árangri B36 og KÍ Klakksvíkur í Evrópukeppninni eins og sjá má hér fyrir neðan. B36 komnir í 3. umferð Europa League. Hafa tryggt sér EUR 1 milljón. KÍ Klaksvík komið í sömu umferð eftir að hafa dottið út í 2. umferð Champions League. Enn meiri innkoma þar. Aldrei meiri peningur í færeyska boltanum! #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) September 16, 2020 Íslenskur Toppfótbolti, eða ÍTF, eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. B36 vann dramatískan sigur á veska félaginu The New Saints í vítaspyrnukeppni í Færeyjum í gær. Haraldur bendir líka á það að B36 vann lið frá Gíbraltar, Litháen og Wales á leið sinni inn í þriðjuumferðina og þetta hafi því verið lukkudráttur alla leið. Það breytir ekki því að lið sem byrjaði í forkeppni forkeppninnar er nú komið í þriðju umferð og það færir B36 um eina milljón evra eða meira en 161 milljón í íslenskum krónum. Klaksvíkar Ítróttarfelag eða KÍ verður líka í pottinum fyrir þriðju umferðina þar sem liðið fékk gefins sigur í fyrstu umferð á móti slóvakíska félaginu Slovan Bratislava vegna kórónuveirusmita hjá leikmönnum Slovan. KÍ tapaði síðan á móti svissneska félaginu Young Boys í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en datt inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í staðinn. Þar mætir KÍ annaðhvort Connah's Quay Nomads frá Wales eða Dinamo Tbilisi frá Georgíu en þau mætast í dag. Evrópudeild UEFA Færeyjar Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Árangur færeysku fótboltaliðanna í Evrópukeppninni í ár hefur vaktið athygli hjá formanni hagsmunasamtaka íslensku félaganna. Á meðan íslensku liðin eru í tómu tjóni eru tvö færeysk lið komin áfram í þriðju umferð. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppninni í ár og eitt af Evrópusætum Íslands í Evrópudeildinni er nú í hættu þar sem Ísland er komið niður fyrir Gíbraltar og Wales á styrkleikalistanum. KR er síðast vona íslenska fótboltans í Evrópukeppninni í ár en önnur íslensk lið hafa dottið út við fyrstu umferð. KR er reyndar búið að detta út úr forkeppni Meistaradeildarinnar en fær annað tækifæri í forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið mætir Flora Tallin í kvöld. Víkingurinn Haraldur Haraldsson er formaður hjá Íslenskum Toppfótbolta og hann vekur athygli á árangri B36 og KÍ Klakksvíkur í Evrópukeppninni eins og sjá má hér fyrir neðan. B36 komnir í 3. umferð Europa League. Hafa tryggt sér EUR 1 milljón. KÍ Klaksvík komið í sömu umferð eftir að hafa dottið út í 2. umferð Champions League. Enn meiri innkoma þar. Aldrei meiri peningur í færeyska boltanum! #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) September 16, 2020 Íslenskur Toppfótbolti, eða ÍTF, eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. B36 vann dramatískan sigur á veska félaginu The New Saints í vítaspyrnukeppni í Færeyjum í gær. Haraldur bendir líka á það að B36 vann lið frá Gíbraltar, Litháen og Wales á leið sinni inn í þriðjuumferðina og þetta hafi því verið lukkudráttur alla leið. Það breytir ekki því að lið sem byrjaði í forkeppni forkeppninnar er nú komið í þriðju umferð og það færir B36 um eina milljón evra eða meira en 161 milljón í íslenskum krónum. Klaksvíkar Ítróttarfelag eða KÍ verður líka í pottinum fyrir þriðju umferðina þar sem liðið fékk gefins sigur í fyrstu umferð á móti slóvakíska félaginu Slovan Bratislava vegna kórónuveirusmita hjá leikmönnum Slovan. KÍ tapaði síðan á móti svissneska félaginu Young Boys í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en datt inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í staðinn. Þar mætir KÍ annaðhvort Connah's Quay Nomads frá Wales eða Dinamo Tbilisi frá Georgíu en þau mætast í dag.
Evrópudeild UEFA Færeyjar Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira